Fréttablaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 4
4 25. janúar 2010 MÁNUDAGUR IÐNAÐUR Ekki er tryggt að ráð- ist verði í stækkun álversins í Straumsvík, þó það yrði sam- þykkt í íbúakosningu. Fyrir- tækið mun athuga málið komi sú staða upp. Stækkun er enn talinn hagkvæmur kostur, segir Ólaf- ur Teitur Guðnason hjá Rio Tinto Alcan. Hann segir að tryggja þurfi fjármagn og orku fyrir verkefnið, en slíkt hafi ekkert verið skoðað. Ólafur Teitur ítrekar að frum- kvæðið núna komi algjörlega frá íbúum bæjarins. „Við höfðum hug á því [stækkun] en höfum í sjálfu sér ekki tekið neina afstöðu til þess hve vænlegt þetta er núna. Það þyrfti auðvitað að uppfæra þær athuganir sem höfðu farið fram og kostuðu tvo til þrjá milljarða. Ef það lægi fyrir að það væri ekki í andstöðu við vilja bæjarins, en það er það eins og staðan er nú, þá myndum við vilja skoða verkefnið aftur.“ Valgerður Halldórsdóttir, for- maður Sólar í Straumi, gagnrýn- ir málsmeðferð bæjaryfirvalda. Enginn hafi haft samband við samtökin, hvorki í kjölfar kosn- ingarinnar 2007 né í aðdraganda nýrrar kosningar nú. Hún hefði talið það eðlilegt að aðilar máls- ins settust niður og ræddu þætti þess. Hún hafi lesið um það í blöð- um að til stæði að fara í nýjar kosningar. „Þetta er ekki samræmi við yfirlýsingar bæjarstjóra sem sagði fyrir kosningarnar að nið- urstaða þeirra yrði látin gilda.“ Hún segir þó ekkert banna það að fara í nýjar kosningar. Þá telur Valgerður ekki heppi- legt að kjósa samhliða um stækk- un álvers og Icesave, en Lúðvík Geirsson bæjarstjóri hefur nefnt það. Bæði málin séu mikilvæg og þarfnist upplýsingagjafar við. Verið sé að gera lítið úr kjósend- um með þessu. Valgerður segir einnig ótíma- bært að kjósa um málið þar sem engin vissa sé fyrir því að orka eða fjármagn sé tryggt fyrir verkefnið. kolbeinn@frettabladid.is Ekkert ákveðið um stækkun álversins Engin trygging er fyrir því að álverið í Straumsvík verði stækkað þótt slíkt verði samþykkt í íbúakosningu. Formaður Sólar í Straumi kvartar yfir samráðsleysi bæjarstjórnar. Vill ekki kjósa um stækkun samhliða kosningu um Icesave. ÓLAFUR TEITUR GUÐNASON VALGERÐUR HALLDÓRSDÓTTIR Mikill áhugi var á íbúakosningunum árið 2007 og andstæðar fylkingar börð- ust fyrir sínum málstað, með kynningum, auglýsingum og upplýsingafund- um. Kjörsókn í kosninguna varð 76,6 prósent, alls greiddu 12.752 atkvæði en á kjörskrá voru 16.648. Svo fór að Hafnfirðingar höfnuðu stækkuninni, en tæpt var það, alls sögðu 88 fleiri nei en já. Tillagan var felld með 6.382 atkvæðum gegn 6.294. Miklar tilfinningar einkenndu kosninguna og samtökin Hagur Hafnar- fjarðar sögðust hafa rökstuddan grun um að um 700 manns hefðu flutt lögheimili sitt í bæjarfélagið til að greiða atkvæði gegn stækkuninni. Samtök andstæðinga stækkunar, Sól í straumi, höfnuðu þessum ávirðingum alfarið. KOSNINGIN 2007 STRAUMSVÍK Rio Tinto Alcan hefur ekki metið orkuöflun eða fjármögnun fyrir mögulega stækkun álvers. Verði deiliskipulagstillaga þar um samþykkt í íbúakosningu verður staðan könnuð. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° 1° -7° -2° 0° 0° 1° -2° -2° 19° 5° 13° 12° 22° -7° 6° 13° -5° Á MORGUN 5-10 m/s. MIÐVIKUDAGUR Hæg vestlæg átt. 15 12 17 20 17 15 8 12 16 10 20 10 10 8 8 8 8 9 4 7 8 6 22 4 6 4 -1 -3 -2 1 2 BATNAR Í KVÖLD Það verður mjög hvasst á landinu í dag og stormur um norðvestan- og vestanvert landið og útlit fyrir lítið sem ekkert ferðaveður á þeim slóðum fram á kvöldið. Úrhellis- rigning suðaust- anlands fram eftir degi en vestantil verða skúraleiðing- ar síðdegis. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður FJÁRMÁL Fyrirtæki og einstakling- ar í rekstri, sem eru í viðskiptum við Íslandsbanka Fjármögnun, geta fengið lækkun á höfuðstól eignaleigusamninga í erlendri mynt hjá bankanum, frá og með 27. janúar. Lækkunin getur numið allt að 25 prósentum. Um leið er samningnum breytt úr erlendri mynt í íslenskar krónur með breytilegum óverð- tryggðum vöxtum. Vaxtakjör- in eru 12,1 prósent breytilegir vextir en veittur er 2,6 prósentu- stiga afsláttur af vöxtum fyrsta árið, en þá verða þeir 9,5 prósent. Í tilkynningu bankans segir að í flestum tilfellum lækki greiðsl- ur við lækkun höfuðstóls. Enn frekari lækkun fáist með því að lengja samninginn. - kóp Íslandsbanki Fjármögnun: Hægt að lækka höfuðstólinn ÍSLANDSBANKI Býður nú upp á lækkun höfuðstóls eignaleigusamninga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMKEPPNISMÁL Yfirstandandi efnahagsörðugleikar hafa ekki dregið úr áhuga almennings á því að aukið verði við eftirlit Sam- keppniseftirlitsins með fyrir- tækjum og opinberum aðilum. Þetta kemur fram í niðurstöð- um könnunar Capacent Gallup fyrir Samkeppniseftirlitið, sem vitnað er til í ársriti eftirlitsins sem kom út fyrir helgi. Alls vill 91 prósent þeirra sem afstöðu tóku meira eftirlit með fyrirtækjum og opinberum aðil- um, en aðeins eitt prósent vill minna eftirlit. Það eru sambæri- legar tölur og í könnun sem gerð var skömmu fyrir hrun. - bj Könnun á samkeppnismálum: Flestir vilja meira eftirlit LÖGREGLUMÁL Tölvustýrðri hand- færarúllu var stolið úr bát, sem liggur við bryggju í Stykkis- hólmi, í liðinni viku. Einnig sást til dularfullra mannaferða við sumarhús aðfaranótt föstudags, að því er fram kemur í Stykkishólmspóst- inum. Þegar mannaferðirnar voru athugaðar nánar sást maður forða sér á hlaupum inn í bíl, sem brunaði út úr bænum. - þeb Þjófnaðir í Stykkishólmi: Þjófur brunaði út úr bænum SVEITARSTJÓRNARMÁL Guðmundur leiðir listann Guðmundur Baldvin Guðmundsson hlaut flest atkvæði í efsta sæti í próf- kjöri Framsóknarflokksins á Akureyri og leiðir því listann í vor. Kosið var í sex sæti og í öðru til fimma sæti lentu Petrea Ósk Sigurðardóttir, Sigfús Karlsson, Erlingur Kristjánsson, Guðlaug Kristinsdóttir og Sigríður Bergvinsdóttir. LÖGREGLUMÁL Þór Sigfússon, fyrr- verandi forstjóri Sjóvár, gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fang- elsisvist verði hann sakfelldur fyrir umboðssvik, og að hafa valdið Sjóvá tjóni með vanrækslu í starfi, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í útdrætti úr yfirheyrslum sér- staks saksóknara yfir Þór, sem birt- ur var í DV um helgina, kom fram að Þór hafi oft ekki lesið yfir samn- inga sem hann hafi skrifað undir í nafni félagsins, eða vitað nákvæm- lega um hvað þeir snerust. Sérstak- ur saksóknari vegna bankahrunsins rannsakar meint brot Þórs, sem seg- ist vissulega kvíða niðurstöðunni. „Ég þurfti að treysta því fólki sem var í kringum mig,“ sagði Þór í viðtali við Stöð 2 í gær. Ómögu- legt hafi verið að lesa alla samninga sem hann hafi fengið til undirritun- ar, sumir hafi verið hundruð blað- síðna að lengd. „Ég hafði ekki frumkvæði í einu einasta máli sem varðaði fjárfest- ingar þessa félags, mér var falið að sinna vátryggingum. Ég skrifaði hins vegar undir heilmikið af plögg- um í kringum fjárfestingarnar. Það er það sem ég þarf að horfast í augu við. Ég hafði aldrei persónulega fjárhagslegra hagsmuna að gæta í því,“ sagði Þór í viðtali við Stöð 2. Þór sagði upp störfum sem for- stjóri Sjóvár skömmu eftir banka- hrunið. Hann vék úr sæti formanns Samtaka atvinnulífsins í september síðastliðnum. - bj Fyrrverandi forstjóri Sjóvár gæti átt allt að sex ára fangelsisvist yfir höfði sér: Kvíðir niðurstöðu saksóknara VANRÆKSLA Þór Sigfússon er grunaður um vanrækslu í starfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA IÐNAÐUR Orkustofnun hefur veitt fyrirtækinu Sjávarorku ehf. rannsóknarleyfi vegna sjávar- fallavirkjunar í Hvammsfirði innst í Breiðafirði. Leyfið tekur til rannsókna vegna virkjunar á svæðinu og felur í sér heimild til að fram- kvæma mælingar og rannsóknir. Leyfið er til sex ára og gildir því út árið 2016. Sjávarorka ehf. er hluti af fyr- irtækinu Rarik Orkuþróun. - þeb Möguleg sjávarfallavirkjun: Kanna virkjun í Breiðafirðinum BRETLAND Bresk stjórnvöld hafa bannað útflutning á sprengju- leitartæki, sem mikið hefur verið notað sem vörn gegn hryðjuverk- um, eftir að í ljós kom að tækið er gagnslaust. Tækið hefur mikið verið notað í Írak, og hyggjast stjórnvöld þar nota það áfram. Upplýst var að tækið, sem framleitt er í Bretlandi, gagnað- ist ekki við sprengjuleit í frétta- þætti BBC. Forstjóri fyrirtækisins ATSC, sem framleiðir tækið, var hand- tekinn í kjölfar uppljóstrunar BBC, en var sleppt að loknum yfirheyrslum. Tækið hefur verið selt til um tuttugu landa. - bj Sprengjuleitartæki gagnslaust: Írakar nota tækið áfram GENGIÐ 22.01.2010 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 234,4578 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,56 127,16 205,64 206,64 179,03 180,03 24,043 24,183 21,880 22,008 17,588 17,692 1,4008 1,4090 197,66 198,84 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ný vara 599kr/pk. verð aðeins Hentar bæði sem tepoki beint í bollann eða sem púði í senseo vélarnar. 240 tepokar í pakka á aðeins 599 kr/pk. Fairtrade tekassi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.