Fréttablaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 36
20 25. janúar 2010 MÁNUDAGURNÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 7 L 10 10 L DYHAT MORGANS kl. 4.40 - 8 - 10.20 MAMMA GÓGÓ kl. 4 - 6 - 8 - 10 AVATAR 3D kl.4.40 - 7 - 8 - 10.20 AVATAR 2D LÚXUS kl. 4.40 - 8 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 3.40 - 5.50 SÍMI 462 3500 BAD LIEUTENANT kl. 10.15 MAMMA GÓGÓ kl. 8 AVATAR 2D kl. 6 - 9 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 6 16 7 10 L L 10 L L L 12 L 16 MAMMA GÓGÓ kl. 6 - 8 - 10 AVATAR 3D kl. 5.30 - 9 FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTIÐ VERNDARGRIPURINN kl. 8 Enskur texti NIKULÁS LITLI kl. 8 Enskur texti GÓÐ LÖGGA, VOND LÖGGA kl. 10.10 Enskur texti LJÚFA PALOMA kl. 5.30 Enskur texti EDRÚ kl. 10 Enskur texti MORÐKVENDI kl. 6 Enskur texti SÍMI 530 1919 16 16 14 L L L HARRY BROWN kl. 8 - 10.20 THE ROAD kl. 5.30 - 8 - 10.20 TAKING WOODSTOCK kl. 8 - 10.30 ALVIN & ÍKORNARNIR 2 kl. 6 íslenskt tal ALVIN & THE CHIPMUNKS 2 kl. 6 enskt tal JULIE & JULIA kl. 5.20 - 8 - 10.35 SÍMI 551 9000 .com/smarabio Á EINU AUGNABLIKI BREYTTIST HEIMURINN... ...AÐ EILÍFU! 95.000 GESTIR! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI YFIR 25.000 GESTIR! AÐDÁENDUR GETA UNNIÐ BÍÓKORT ÚT ÁRIÐ, BOÐSMIÐA Á FORSÝNINGAR O.M.FL. Í Háskólabíói 15.-28. janúar www.af.is Stórkostlegt mynd frá DISNEY fyrir alla fjölskylduna16 16 12 12 12 12 V I P L L L L L L L L L L UP IN THE AIR kl. 5:40 - 8 - 10:20 PLANET 51 M/ ísl. Tali kl. 5:50D SHERLOCK HOLMES kl. 6 - 8D - 10:40D SHERLOCK HOLMES kl. 5:20 - 8 - 10:40 WHIP IT kl. 8:20 BJARNFREÐARSON kl. 6 - 8:20 - 9 - 10:40 SORORITY ROW kl. 10:40 TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 5:50 (Síðustu sýningar) IT´S COMPLICATED forsýnd kl. 8 SHERLOCK HOLMES kl.6D - 8D - 9D -10:40D PLANET 51 M/ ísl. Tali kl. 5:50D BJARNFREÐARSON kl. 5:50 - 10:40 PLANET 51 M/ ísl. Tali kl. 6 UP IN THE AIR kl. 8 - 10 BJARNFREÐARSON kl 5:40 SHERLOCK HOLMES kl. 8 - 10:30 FRÁBÆR TEIKNIMYND ÞAR SEM SVEPPI FER Á KOSTUM Í HLUTVERKI LEMMA Frá höfundi SHREK sýnd með Íslensku tali - bara lúxus Sími: 553 2075 UP IN THE AIR kl. 8 og 10.10 7 DID YOU HEAR ABOUT THE MORGANS? kl. 10.10 L MAMMA GÓ GÓ kl. 6 og 8 10 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 6 - Ísl. tal L AVATAR 3D kl. 6 og 9 10 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Mánudagur 25. janúar 2010 ➜ Myrkir Músíkdagar 12.10 Katie Buckley hörpuleikari og Frank Aarnink slagverksleikari koma fram á hádegistónleikum í Norræna húsinu við Sturlugötu. 20.00 Andrés Þór og Sunna Gunn- laugs flytja ný verk og íslensk þjóðlög á tónleikum í Hafnarborg við Strandgötu í Hafnarfirði. Myrkir músíkdagar standa yfir til 31. jan. Nánari upplýsingar á www.listir. is/myrkir/. ➜ Umræður 11.40 Félag guðfræði- og trúarbragðafræði- nema boðar til umræðu- fundar um trúarbrögð, fjölkynngi og fleira því tengdu. Sérstakur gestur er Hilmar Örn Hilm- arsson allsherjagoði. ➜ Fyrirlestrar 12.30 Baldur Geir Bragason verður með fyrirlestur í Opna listaháskólan- um við myndlistardeild LHÍ að Laugar- nesvegi 91. Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Hljómsveitin Aerosmith leitar að staðgengli fyrir söngvarann Steven Tyler sem er þessa dagana í með- ferð vegna fíknar í verkjalyf. „Við ætlum að finna nýjan söngvara fyrir sumarið svo að Aerosmith geti farið aftur í tónleikaferð,“ sagði gít- arleikarinn Joe Perry. Tyler lýsti því yfir í nóvember að hann ætlaði ekki að hætta í Aerosmith. Perry býst samt við því að Taylor verði frá í langan tíma og vill fá einhvern til að hlaupa í skarðið. „Hann þarf að fara að gangast undir fótaað- gerðir sem halda honum í burtu í um það bil eitt ár eða eitt og hálft. Þangað til langar okkur að halda áfram að spila.“ Aerosmith vill söngvara TYLER OG PERRY Joe Perry leitar nú að staðgengli fyrir söngvarann Steven Tyler. Rokkararnir í Kings of Leon hafa sagt skilið við útgáfufyrirtækið Columbia Records og gert nýjan samning við Warner Brothers. Samkvæmt honum munu þeir greiða úr eigin vasa helminginn af öllum upptökukostnaði. Í staðinn fá þeir meiri stjórn yfir eigin eyðslu og eiga möguleika á stærri hluta af öllum hagnaði tengdum tónlist sinni. Venjulega fá listamenn greitt fyrirfram frá útgáfufyrirtækj- um sínum vegna upptökukostnað- ar en þurfa síðan að endurgreiða peninginn og deila hagnaðinum af vinnunni með fyrirtækinu. Nýi samningurinn þykir sérlega hag- stæður fyrir hljómsveitina. „Kings of Leon er ein fárra hljómsveita í heiminum sem eru nógu stórar til að fá slíkan samning. Þetta gerist næstum því aldrei og þetta sýnir hversu áhugasamir Warner Broth- ers voru um að semja við þá.“ sagði heimildarmaður. Rokkararnir ætla að ná sér í enn meiri peninga með því að setja á fót sína eigin fatalínu. Hún nefnist KOLxS2A og fara fyrstu flíkurnar í búðir í næsta mánuði. Kings of Leon hefur á ferli sínum gefið út fjórar plötur sem hafa allar fengið góðar viðtökur. Síðasta plata sveitarinnar, Only By The Night, hefur selst í um fimm milljónum eintaka síðan hún kom út árið 2008. Fimmtan platan er væntanleg seinni part þessa árs og bíða margir óþreyjufullir eftir henni. Sömdu við Warner Brothers KINGS OF LEON Rokkararnir hafa gert nýjan samning við útgáfufyrirtækið Warner Brothers. Jeff Zucker, yfirmaður hjá sjónvarpsstöðinni NBC, hefur viðurkennt að hann hafi gert mistök með því láta Conan O´Brien taka við af Jay Leno með kvöldþátt- inn Tonight Show. „Þegar allt kom til alls gekk þetta ekki upp. Þetta voru mistök,“ sagði Zucker í þætti Charlie Rose. Hann bætti við að hann hefði fengið líf- látshótanir undanfarnar tvær vikur vegna vandræðanna í kring- um Conan og Leno. „Fólk hefur kallað mig öllum illum nöfnum og það að fá líflátshótanir vegna þess að dagskrárliður færist aftur um hálftíma er hreint ótrúlegt.“ Fyrir fimm mánuðum tók Conan O´Brien, sem hafði áður stýrt þætt- inum Late Night, við af Jay Leno með Tonight Show og á sama tíma byrjaði Leno með nýjan þátt sem færðist framar í dagskrána. Breyt- ingin reyndist hið mesta glapræði því áhorfið á báða þættina varð mun minna er búist var við. Áhorf- ið á þátt Leno þótti sérstaklega lélegt og aðeins mánuði eftir að hann fór í loftið í september voru sjónvarpsstöðvar farnar að kvarta yfir því að áhorf á kvöldfrétt- ir þeirra hefði dregist saman um allt að 40%. Raddirnar urðu sífellt háværari og náðu þær hámarki í desember, stærsta auglýsinga- mánuðinum. Stjórnendur NBC lögðu fram þá hugmynd að Leno tæki aftur við kvöldþættinum og að Conan myndi færast aftar í dag- skrána, líkt og áður. Því hafnaði Conan og í framhaldinu hefur hann undirritað samning sem trygg- ir honum tæpar 33 milljónir doll- ara fyrir að víkja fyrir Leno, eða rúma fjóra milljarða króna. Yfir- gefur hann því NBC-stöðina eftir sautján ára starf. „Ég vildi óska að Conan hefði viljað vera áfram og fara í loftið klukkan 00.05 en á end- anum vildi hann það ekki. Jay snýr aftur klukkan 11.35 og það á eftir að ganga vel,“ sagði Zucker. Fyrir tæpum sex árum lofaði Zucker Conan að hann myndi taka við kvöldþættinum af Leno. Zucker bjóst við því að Leno myndi setjast í helgan stein á síðasta ári þegar Conan tæki við en hinn sextugi Leno var ekki á þeim buxunum. Þá var ákveðið að halda báðum grín- istunum áfram á stöðinni og búa til nýjan þátt fyrir Leno klukkan 22, á undan Conan. Zucker segir að ákvörðunin um að láta Conan taka við af Leno í fyrra hafi verið rétt. „Það hélt vörumerkinu okkar á kvöldin með Jay og Conan við stjórnvölinn áfram í fimm og hálft ár til viðbótar. Það kom í veg fyrir að Conan færi til keppninautar og þess vegna held ég að það hafi verið rétt ákvörðun.“ Síðasti kvöldþáttur Conans var síðastliðinn föstudag. Þrátt fyrir milljarðana fjóra hefur hann ekki í hyggju að taka því rólega í fram- tíðinni. „Hann vill bara snúa aftur í sjónvarpið sem allra fyrst,“ sagði umboðsmaður hans. Það verður síðan 1. mars sem Jay Leno snýr aftur í kvöldþáttinn sinn og heldur áfram sem frá var horfið. freyr@frettabladid.is Stjóri viðurkennir mistök CONAN OG LENO Conan O´Brien hefur vikið fyrir Jay Leno í kvöldþætti NBC-sjónvarpsstöðvarinnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.