Fréttablaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 46
30 25. janúar 2010 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. verð, 6. einnig, 8. tæki, 9. hljóð rjúpunar, 11. þessi, 12. kárna, 14. öngla, 16. tveir eins, 17. varkárni, 18. skordýr, 20. fíngerð líkamshár, 21. bylta. LÓÐRÉTT 1. plan, 3. ólæti, 4. matjurt, 5. ská- halli, 7. sveppur, 10. krass, 13. nægi- legt, 15. frumeind, 16. upphrópun, 19. fæddi. LAUSN LÁRÉTT: 2. þarf, 6. og, 8. tól, 9. rop, 11. sá, 12. grána, 14. króka, 16. úú, 17. gát, 18. fló, 20. ló, 21. fall. LÓÐRÉTT: 1. torg, 3. at, 4. rósakál, 5. flá, 7. gorkúla, 10. pár, 13. nóg, 15. atóm, 16. úff, 19. ól. HVAÐ SEGIR MAMMA? „Hann hefur alltaf haft nóg fyrir stafni og er varla búinn að klára eitt þegar hann er byrjaður á því næsta. Ég hlusta oft á Kanann fyrri part dags en ég verð að viðurkenna að ég vakna sjaldan nógu snemma til að ná að hlusta á þáttinn hans Einars!“ Klara Sæland er húsmóðir í sveit og móðir athafnamannsins Einars Bárðar- sonar. Hann spilaði nýju Eurovisionlögin á Kananum í óþökk RÚV. „Ég væri alveg til í að bjóða þeim til okkar,“ segir Maríanna Þórð- ardóttir sem þjálfar klappstýru- lið á Kjalarnesinu. Nýlega greindi Fréttablaðið frá öðru klappstýru- liði í Vík í Mýrdal og aðspurð seg- ist Maríanna endilega vilja hitta það, enda um einu klappstýruliðin að ræða hér á landi að því er hún kemst næst. Áhugann á klappstýruliðum fékk hin tvítuga Maríanna þegar hún bjó í Danmörku og æfði með einu slíku. Sumarið 2007 byrjaði hún að þjálfa íslenskar klappstýr- ur og í fyrsta hópnum hennar voru sextán stelpur á aldrinum 11 til 15 ára. Þær æfðu í sex vikur og héldu sýningu á Kjalarnesi, þar sem Maríanna býr, og á fótboltaleik í Mosfellsbæ. Einnig sýndu þær á vorsýningum UMFK. Á síðasta ári ferðaðist Maríanna til Ekvador þar sem hún æfði í einn mánuð með klappstýrulið- inu í Latacunga, sem er jafn- framt Ameríkumeistari. Liðið fór á heimsmeistaramót klappstýra sem var haldið í Þýskalandi í nóv- ember og stóð sig mjög vel. „Þetta var rosagaman og ég gæti alveg hugsað mér að prófa þetta aftur,“ segir Maríanna um lífsreynsluna í Ekvador. Hún fékk að æfa með lið- inu eftir að hún komst í kynni við skiptinema frá Ekvador hér á landi sem þekkti þjálfarann. Eftir að Maríanna kom heim hélt hún áfram klappstýruþjálfun sinni á Kjalarnesi. Liðið er nú skip- að átta stúlkum, eða þeim Petru, Lindu, Rakel, Thelmu Ósk, Theu, Karitas, Birtu og Katrínu. Þær æfa tvisvar í viku, tvo klukkutíma í senn og sumar þeirra hafa verið undir stjórn Maríönnu frá byrj- un. „Allar stelpurnar hafa tekið gríðarlegum framförum og eru rosalega duglegar,“ segir hún. Í nóvember síðastliðnum tóku þær þátt í danssýningu sem Háskóli Íslands hélt á Laugarvatni í sam- starfi við grunnskólana á Laugar- vatni, Minni-Borg og í Reykholti. Um fimm hundruð manns voru á svæðinu og fengu stúlkurnar mjög góðar undirtektir frá áhorfendum sem kunnu vel að meta þessa nýj- ung í íþrótta- og dansmenningu Íslendinga. „Þetta gekk mjög vel hjá þeim. Þetta var fyrsta stóra sýningin þeirra og þær voru svolít- ið stressaðar en aðalmálið fannst mér að hafa gaman,“ segir klapp- stýruþjálfarinn knái. freyr@frettabladid.is MARÍANNA ÞÓRÐARDÓTTIR: STELPURNAR ERU ROSALEGA DUGLEGAR Klappstýrulið frá Kjalar- nesi vekur mikla athygli DUGLEGAR KLAPPSTÝRUR Klappstýrurnar frá Kjalarnesi eru átta talsins og hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. MARÍANNA ÞÓRÐARDÓTTIR Maríanna fékk áhuga á klappstýruliðum þegar hún bjó í Danmörku. „Karlinn kom og söng þetta í „one-take“. Það er ekk- ert vesen á gamla,“ segir Hlynur Benediktsson í hljómsveitinni Mono. Sveitin hefur gert nýja „aðeins rokkaðri“ útgáfu af gamla Hemma laginu „Út á gólf- ið“ og fékk Hemma sjálfan til að syngja með. Lagið verður á fyrstu plötu Mono sem kemur út í mars og heitir einfaldlega Partý. „Þarna verða eintóm íslensk partý-lög og við fáum marga góða gesti með okkur. Hemmalagið er það fyrsta sem fer í spilun, en þarna eru líka menn eins og Magni, Gunni Óla og Sjonni Brink. Svo kom Árni Johnsen og söng eitt lag. Hann valdi „Ég veit þú kemur í kvöld til mín“ og leysti það með glans. Svo eru nokkrir gestir í viðbót sem við viljum ekki segja frá alveg strax. Við viljum eiga nokkur tromp uppi í erminni.“ Mono hefur starfað í rúmt ár og meðlimirnir eru að upplagi frá Norðfirði þó þeir búi allir í bænum núna. Þetta er ballband fyrst og fremst og hefur spilað út um víðan völl. Það er alltaf stuð á böllun- um og Hlynur segir að hljómsveitin sé komin með nóg af íslenska kreppuþunglyndinu. „Við erum að koma með jákvæðnina inn, en það eru kannski ekki allir tilbúnir til þess því það eru allir í sorgarferlinu miðju. Maður er eiginlega skot- inn niður á færi ef maður reynir að vera brosandi og jákvæður. Þessi partýplata er hugsuð sem okkar leið til að bjarga geði landans. Við eigum svo frum- samin lög líka en við komum bara með þau seinna.“ - drg Stuð í miðju sorgarferli INN MEÐ JÁKVÆÐNINA Hljómsveitin Mono og Hemmi Gunn: Bjarni, Hlynur, Hemmi og Þorlákur. Monomennina Magnús og Þorlák vantar á myndina. „Þetta er annað myndbandið sem við gerum með Editors og það fer vel á með okkur,“ segir Siggi Kinski. Leikstjórarnir Siggi Kinski og Stefán Árni gerðu nýverið mynd- band við lagið You Don‘t Know Love með bresku hljómsveitinni Editors. Lagið er á þriðju plötu hljómsveitarinnar, en hún er gríð- arlega vinsæl í Evrópu og platan fór beint í fyrsta sæti breska vin- sældarlistans. Var þetta í annað skipti sem hljómsveitin leitaði til félaganna, en fyrir tveimur árum gerðu þeir myndband við lagið Smokers Outside the Hospi- tal Door, af plötunni An End has a Start. „Við skutum fyrsta mynd- bandið með þeim í Prag. Það var frábær reynsla fyrir alla og allir voru mjög ánægðir með mynd- bandið,“ segir Siggi. „Þeir töluðu við okkur aftur núna – og við töl- uðum reyndar um að gera næsta myndband með þeim líka. Það er ekki komin dagsetning á það. Það verður kannski gert eitt myndband í viðbót af þessari plötu.“ Siggi Kinski og Stefán Árni hafa áður gert myndband með hljómsveitum á borð við Placebo, Snow Patrol og Sigur Rós. Siggi er ánægður með samstarfið við Edit- ors og segir meðlimi hljómsveit- arinnar listrænni en marga grun- ar. „Við náum að tengja mjög vel saman og þetta er rosalega fínir strákar,“ segir hann. „Þeir hafa gaman að því að teygja þennan miðil sem tónlistarmyndbandið er og hafa gaman af listrænum hlut- um.“ - afb Gerðu annað myndband með Editors BEINT Á TOPPINN Nýjasta plata Editors fór beint á toppinn í Bretlandi. Árni og Kinski hafa nú unnið tvö myndbönd með hljómsveitinni og eru hér við tökur. Siggi og félagar í Hjálmum fengu platínuplötur í föstudaginn, enda búnir að selja plötuna IV í tæplega 12 þúsund eintökum. Bandið er byrjað að taka upp næstu plötu og þar kveður við svokallaðan „dub“-tón. Nýju lögin eru ósungin, heillöng, tilraunakennd og tekin upp á lélegasta dótið í stúdíóinu því „dub“ má ekki hljóma vel. Mikael Svensson, fyrrverandi meðlim- ur Hjálma sem nú spilar með sænsku söng- konunni Lykke Li, tekur þátt í upp- tökunum og hann spilaði einnig með bandinu á tónleik- um á Rósenberg um helgina. Umboðsskrifstofan Prime og söngkonan Hafdís Huld hafa gert samning um að Prime sjái hér eftir um hennar mál á Íslandi. þetta þykir þeim hjá Prime enn ein rósin í hnappagat umboðsskrifstofunnar, en hún er þegar með fólk eins og Bubba, KK, Ellen Kristjánsdóttur og Pétur Jóhann á sínum snærum. Af Hafdísi er það annars að frétta að í gær spilaði hún í frönsku borginni Cannes á Midem-ráðstefnunni ásamt fleiri efnilegum tónlistarmönnum víðs- vegar að úr heiminum. Kvikmyndaframleiðandinn og leikstjórinn Kristófer Dignus er byrjaður að skrifa handritið að kvikmyndinni sem verður gerð eftir draugabók Gerðar Kristn- ýjar, Garðinum. Kristófer er ekki ókunnur handrita- skrifum því hann hefur meðal annars skrifað handritið að sjónvarps- þáttaröðinni Fólkið í blokkinni sem enn á eftir að sýna. - drg/fb FRÉTTIR AF FÓLKI Hringdu í síma ef blaðið berst ekki VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1. 7.300 milljarðar króna. 2. Fimm. 3. Við Fischersund 3.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.