Fréttablaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 20
25. JANÚAR 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald
Listasafn Reykjavíkur, Hönnunar-
miðstöð Íslands og verslunin Kraum
efna til hönnunarsamkeppni sem
byggir á verkum listamannsins
Ásmundar Sveinssonar.
„Í stuttu máli sagt gengur þessi keppni
út á að búa til nytjahluti út frá þeim hug-
myndum og verkum sem Ásmundur
hefur unnið,“ útskýrir Soffía Karlsdótt-
ir, kynningar- og markaðsstjóri Lista-
safns Reykjavíkur, sem í samstarfi við
Hönnunarmiðstöð Íslands og verslun-
ina Kraum stendur fyrir hönnunarsam-
keppni þar sem sjónum er beint að Ás-
mundi Sveinssyni listamanni.
Þetta er í annað sinn sem ofangreindir
aðilar standa fyrir hönnunarsamkeppni
sem er byggð á verkum íslensks lista-
manns. Í fyrra voru verk Errós höfð til
hliðsjónar. Þátttakendur fengu það verk-
efni að hanna grip undir áhrifum frá
honum ásamt því að hanna umbúðir utan
um gripinn og útlista framleiðsluferlið.
Þá þurftu þeir að gera grein fyrir heild-
sölu- og smásöluverði vörunnar. Sami
háttur verður hafður á í ár.
„Við viljum hins vegar forðast að bein-
ar eftirlíkingar verði gerðar eftir verk-
um Ásmundar eða þau notuð eins og þau
koma fyrir, til dæmis með því að prenta
eftirmyndir þeirra beint á fleti,“ útskýrir
Soffía. „Hins vegar er fólki frjálst að taka
fyrir ákveðið minni úr verkum Ásmund-
ar enda af nógu að taka þar sem 450 verk
eru í eigu safnsins auk þeirra sem eru í
Ásmundarsafni. Helst viljum við að fólk
hugsi út fyrir rammann.
Enda er það nú einu
sinni sérsvið lista-
manna að sjá
hlutina í nýju
ljósi.“
Samkeppn-
in er öllum
opin. „Í fyrra
máttu aðeins
hönnuðir vera
með í keppninni
en okkur fannst það
takmarkandi þannig að
allir fá tækifæri til að spreyta
sig að þessu sinni,“ bendir Soffía á og
bætir við að verðlaunahafi hljóti verð-
laun að verðmæti 500.000. Auk þess verði
gripurinn seldur í verslunum Kraums í
Aðalstræti og á Kjarvalsstöðum og
í safnverslunum Listasafns
Reykjavíkur og í Ásmund-
arsafni í minnst eitt ár.
Þá kemur til greina að
fleiri munir úr sam-
keppninni verði vald-
ir til sölu.
Þess má geta
að fyrirkomulag
keppninnar verð-
ur kynnt í fjölnota-
sal Hafnarhússins
klukkan 12 í dag.
Nánari upplýsing-
ar á listasafnreykja-
vikur.is, kraum.is og
honnunarmidstod.
is. - rve
Hugsað út fyrir rammann
Anna
Leoniak fékk
viðurkenningu
fyrir þessa ávaxtaskál í
hönnunarsamkeppni sem
byggði á verkum Errós.
Auk hennar hlaut Óðinn
Bolli Björgvinsson viður-
kenningu fyrir kjöthamar.
Vinningstillagan
frá því í fyrra er
minnistafla fyrir
heimili eftir Ingibjörgu
Hönnu Bjarnadóttur
vöruhönnuð.
Sumarhúsið og garðurinn bjóða
upp á námskeiðið Handbók hús-
byggjandans – frá hugmynd til
byggingar dagana 8. og 15. febrú-
ar næstkomandi.
Leiðbein-
endur eru
arkitekt-
arnir Hlé-
dís Sveins-
d ó t t i r o g
Gunnar Berg-
mann Stefáns-
son, eigendur Eon
arkitekta ehf. Fjallað er
um byggingu íbúðarhúsa frá upp-
hafi til loka framkvæmda, þætti
er varða skipulagsmál í þéttbýli,
hugmyndavinnu, hönnun, útfærsl-
ur hönnunar, efnisval og bygg-
ingafræðilegar lausnir. Þá verð-
ur skoðað samþykktarferli hjá
skipulags og byggingar-
yfirvöldum og farið yfir
áframhaldandi fram-
kvæmdaferli, allt frá
útboðum og vali á
verktökum til
bygging-
ar húss
ásamt
fleiru.
Námskeiðið kost-
ar 12.800 krónur fyrir tvö kvöld
frá klukkan 19 til 21.30. Skráning
fer fram á vefsíðunni www.rit.is,
með tölvupósti á rit@rit.is eða í
síma 578 4800. - kg
Námskeið fyrir
húsbyggjendur
Maskros -hengiljósið frá IKEA
gefur mjúka stemningslýsingu
og kostar 14.990 krónur.
Rautt Hotta-
hengiljós sem
er á útsölu í
Ikea og kostar
5.990 krónur.
Fallegar ljósakrónur setja punktinn yfir I-ið í vel hönnuðu eldhúsi.
Ef eldhúsinnréttingin er orðin gömul og lúin getur slík ljósakróna
einnig lífgað upp á umhverfið. Hér eru nokkrar fallegar ljósakrón-
ur sem myndu sóma sér vel í hvaða eldhúsi sem er. - sg
Til upplýsingar
Fillsta-hengiljós-
ið frá Ikea er til í
nokkrum stærðum
og kostar frá 3.590
upp í 8.990 krónur.
Litir lífga upp á tilveruna,
líkt og þetta bláa Fargo-loft-
ljós frá Ilvu sem kosta
10.195 krónur.
Við hvítar innréttingar
er flott að vera með
svart ljós á borð
við þetta Puff-
ljós frá Ilvu sem
kostar 15.195
krónur.
„Helst viljum við að fólki hugsi
út fyrir rammann. Enda er það nú
einu sinni sérsvið listamanna að sjá
hlutinu í nýju ljósi,“ segir Soffía um
skilyrði fyrir þátttöku í hönnunar-
samkeppni sem byggð er á verkum
Ásmundar Sveinssonar.
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/G
VA
Á námskeiðinu er fjallað um byggingu íbúðarhúsa frá upphafi til loka framkvæmda.
Þetta hvíta Sevilla-
ljós frá Ilvu setur stíl
á eldhúsið. Kostar
9.950 krónur.
N
O
RD
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY
ERTU ORKULAUS?
Viltu finna orkubreytingu
STRAX!
Fæst í apótekum, heilsubúðum og
heilsuhillum flestra stórmarkaða.
Énaxin total er frábær
jurtaformúla með Rhodiolu
ásamt dagskammti af
vítamínum og steinefnum
Þægilegt, aðeins 1 tafla á dag