Fréttablaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 2
2 25. janúar 2010 MÁNUDAGUR SAMFÉLAGSMÁL Ætli alþjóðasamfé- lagið að bregðast við hörmungum á Haítí með því að ættleiða munað- arlaus börn úr landi bíða yfir 130 fjölskyldur og einstæðar konur þess hér á landi að geta ættleitt börn, segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskar ættleiðingar. Félagið hefur sent Rögnu Árna- dóttur, dóms- og manréttindamála- málaráðherra, bréf þar sem vakin er athygli á þessari stöðu. Þar segir að hugsanlegt sé að eitthvað af því fólki sem bíði þess að ætt- leiða börn sé tilbúið til að fá börn frá Haítí inn í sínar fjölskyldur. Hörður segist þrátt fyrir þetta ekki gera sér miklar vonir til þess að munaðarlaus börn frá Haítí komi hingað til lands. Ekki sé formlegt ættleiðingarsamband á milli landanna, og reynslan sýni að mikið sé að gera hjá þeim starfs- mönnum dómsmálaráðuneytisins sem fari með þennan málaflokk. „En stundum er stjórnsýslan öflug, við sáum hvernig hægt var að bregðast við þegar rústabjörg- unarsveitin fór út,“ segir Hörður. Talið er að um 50 þúsund mun- aðarlaus börn hafi verið á Haítí áður en jarðskjálftinn lagði höf- uðborg landsins og nærsveitir að segja má í rúst. UNICEF og önnur alþjóðleg samtök hafa varað þjóðir heims við hættu á því að nokkurs konar gullgrafaraæði brjótist út hjá fólki sem vilji ættleiða börn í kjölfar hörmunganna á Haítí. Þá er varað við hættu á mansali með börn frá landinu. Hörður segir stjórn Íslenskrar ættleiðingar vel meðvitaða um þá hættu, og tekur undir varnaðar- orðin. Treysta verði stjórnvöldum hér og annars staðar til að tryggja hagsmuni barna við ættleiðingar. Ragna Árnadóttir dómsmála- ráðherra staðfesti í gær að erindi Íslenskrar ættleiðingar hefði bor- ist. Ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvernig því verði svarað. brjann@frettabladid.is Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Nýr Rauðmagi OPNUM KL 8.00 Frá mekka fi skanna.........Ólafsvík & Rifi Glæný Línuýsa og Hrogn Nýlagaður Plokkfi skur að hætti Fiskikóngsins Vilja ættleiða börn frá Haítí til Íslands Félagið Íslensk ættleiðing hefur lýst áhuga á ættleiðingu barna frá Haítí til Íslands í kjölfar náttúruhamfara í landinu í bréfi til dómsmálaráðherra. Taka undir með samtökum sem óttast mansal á börnum í kjölfar hörmunga. Í kjölfar flóðbylgjunnar miklu í Asíu annan í jólum 2004 settu alþjóðasam- tök upp fjölmörg heimili fyrir munaðarlaus börn í þeim löndum sem verst urðu úti, og rætt er um að bregðast eins við nú eftir jarðskjálftann á Haítí. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir reynsluna af slíkum heimilum misjafna. Dæmi séu um að foreldrar barna komi þeim á munaðarleysingjahæli til að tryggja þeim fæðu og menntun. Best sé fyrir munaðarlaus börn að fá nýja fjölskyldu í heimalandinu, en næst best að fá nýja fjölskyldu utan landsteinanna. Síst sé fyrir börnin að dvelja á munaðarleysingjaheimilum. BEST AÐ BÖRNIN FÁI NÝJA FJÖLSKYLDU ÆTTLEIDD Frönsk kona faðmar stúlku sem hún ættleiddi frá Haítí. Stúlkan var í hópi 33 barna sem komu frá Haítí til kjörforeldra í Frakklandi á föstudag. NORDICPHOTOS/AFP Gerður, er þetta góð uppskera? „Heldur betur, eins og jafnan þegar ráðist er á Garðinn þar sem hann er draugalegastur.“ Til stendur að kvikmynda draugasöguna Garðinn eftir Gerði Kristnýju Guðjóns- dóttur. HAÍTI Manni var bjargað úr rústum hótels í Port-au- Prince á Haíti á laugardag, ellefu dögum eftir að jarð- skjálfti lagði borgina í rúst. Nokkrum klukkustundum áður hafði verið tilkynnt að hætt yrði að leita að fólki á lífi í rústunum. Nú er talið að að minnsta kosti 150 þúsund manns hafi látið lífið í höfuðborginni einni. Maðurinn heitir Wismond Exantus, er 24 ára gam- all og starfaði í verslun á hótelinu. Hann er við góða heilsu og sagði fréttamönnum að hann hefði haldið lífi með því að drekka Coca Cola og borða snarl. Hann var í litlu holrými sem myndaðist í rústunum og gat hreyft sig aðeins. Fjórir aðrir voru fastir á svipuðum stað að sögn Exantus, en hann segir fólkið hafa hætt að hreyfa sig nokkrum dögum áður en honum var bjargað. Fjölskyldumeðlimir Exantus heyrðu hljóð úr rústum hótelsins á laugardag. Einn þeirra lét grískan blaða- mann vita, sem hafði samband við gríska björgunar- sveit á staðnum. Björgun mannsins tók um tvær og hálfa klukkustund. Tveimur var bjargað á lífi úr rústum í borginni á föstudaginn. 84 ára gömul kona fannst alvarlega slös- uð og vannærð í rústum heimilis síns. 21 árs gamall maður fannst einnig og er á spítala. Hann hefur greint frá því að hann hafi þurft að drekka eigið þvag til þess að lifa af. - þeb Ungur maður lifði á gosi og snarli í rústum hótels á Haíti: Fannst á lífi eftir ellefu daga BJÖRGUNIN Grískir, franskir og bandarískir björgunarsveitar- menn unnu að björgun mannsins úr rústunum. Hann brosti við áhorfendum þegar hann var fluttur á börum inn í sjúkrabíl. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AFGANISTAN Þingkosningum í Afganistan hefur verið frestað um fjóra mánuði, fram í sept- ember. Peningaleysi og áhyggjur af öryggismálum eru sagðar ástæð- ur frestunarinnar. Forsetakosn- ingarnar í landinu á síðasta ári voru mikið gagnrýndar vegna kosningasvika og þrýst hefur verið á stjórnvöld að endurbætur séu gerðar á framkvæmd kosn- inga. Fjölmenn ráðstefna um málefni Afganistans verður haldin í Lond- on í næstu viku. Öryggismál og umbætur í stjórnkerfinu verða þar í aðalhlutverki. - þeb Þingkosningar í september: Fresta kosning- um í Afganistan BANDARÍKIN Osama Bin Laden segir að hryðjuverkaárásum á Bandaríkin verði haldið áfram á meðan landið styðji við Ísrael. Þetta kemur fram í hljóðupp- töku sem birtist á fjölmiðlinum Al-Jazeera í gær, en í upptök- unni segir að skilaboðin séu frá Osama til Obama. Þá sagði Bin Laden Al-Kaída bera ábyrgð á sprengjutilræði í Bandaríkjunum á jóladag, þegar reynt var að sprengja upp flugvél á leið til Detroit. Ekki hefur verið staðfest að það sé Bin Laden sem talar á upp- tökunni. - þeb Ný hljóðupptaka birt í gær: Bin Laden hót- ar fleiri árásum STJÓRNMÁL Náist ekki samkomu- lag við Breta og Hollendinga um að taka upp viðræður vegna Icesa- ve í vikunni gengur það tækifæri mönnum úr greipum. Það er mat þeirra stjórnmálamanna sem Fréttablaðið ræddi við. Fari svo, verði haldið óhikað í þjóðarat- kvæðagreiðslu, en undirbúningur hennar hefur haldið áfram sam- hliða viðræðum við Breta og Hol- lendinga. Málið er á viðkvæmu stigi, svo viðkvæmu að ekki er talað um við- ræður á milli manna heldur þreif- ingar. Þær héldu áfram á laugar- dag, en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst voru engir eiginlegir fundir haldnir á sunndag. Þá er öllum fregnum af viðræðum hald- ið í lágmarki og deiluaðilar stíga varlega til jarðar til að styggja ekki hver annan. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á laugardag munu Bretar og Hol- lendingar ekki sætta sig við annað en að Íslendingar greiði lágmarks- tryggingu innstæðureikninga, 20.877 evrur. Þeir líti raunar svo á að Íslendingar hafi margoft skuldbundið sig til þess. Þá hafa þeir lagt á það áherslu að stjórn- arandstaðan skuldbindi sig einn- ig samningunum, þeir verði ekki teknir upp eftir á vegna óánægju hennar. Náist samstaða flokkanna hér- lendis um að greiða lágmarks- trygginguna gætu viðræður haf- ist á ný. - kóp Viðræður um Icesave halda áfram en ekki hefur náðst niðurstaða: Tími samninga að renna út MÁLIN RÆDD Forystumenn flokkanna hafa nokkrum sinnum fundað um mögulega nýja samninga við Breta og Hollendinga um Icesave. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fremur rólegt hjá lögreglu Tilkynnt var um átta þjófnaði á höfuð- borgarsvæðinu á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags. Þar á meðal var innbrot í Hjallaskóla, þar sem skjávarpa var stolið. Þá var brotist inn í þrjá bíla og tvö heimahús. LÖGREGLUFRÉTTIR SLYS Rúmlega þrítugur sjómaður á Kristrúnu II RE slasaðist alvar- lega á höfði þegar hann féll í lest skipsins þegar það var nýlagt frá bryggju seinnipart dags í gær. Skipinu var þegar snúið aftur að bryggju og var maðurinn flutt- ur meðvitundarlaus frá borði, og á bráðamóttöku Landspítalans. Maðurinn var að taka beitu upp úr lest skipsins þegar slysið varð. Fallið var um tveir metrar, og lenti maðurinn illa að sögn skips- félaga. - bj Sjómaður alvarlega slasaður: Féll í lest við siglingu úr höfn FRÁ BORÐI Sjúkraflutningamenn hífðu manninn á börum upp úr lestinni þegar skipið kom að landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DANMÖRK Lögregla í Danmörku sleppti fyrir helgina manni sem grunaður var um morð á tví- tugri stúlku á nýársnótt. Maður- inn hafði verið í haldi frá því 2. janúar. Stúlkan fannst myrt í þvotta- húsi í kjallara húss í bænum Herning. Henni hafði verið nauðgað. Maðurinn á heima á hæðinni fyrir ofan kjallarann. Niðurstöður úr DNA-prófi pöss- uðu ekki og urðu til þess að mann- inum var sleppt. Lögregla vinnur nú að því að safna DNA-sýnum frá öllum mönnum sem höfðu aðgang að þvottahúsinu. Þeir eru milli 30 og 40 talsins. - þeb Morð í Danmörku: DNA sýknaði þann grunaða ÍSRAEL, AP Ísraelar munu aldrei gefa eftir hluta Vesturbakkans að sögn Benjamins Netanyahu, for- sætisráðherra landsins. Forsætisráðherrann lýsti þessu yfir nokkrum klukkustundum eftir fund með sérstökum friðar- erindreka Bandaríkjanna, George Mitchell. Mitchell hefur verið á svæðinu síðan í vikunni sem leið til að reyna að glæða friðarvið- ræður lífi. Mahmoud Abbas, for- seti Palestínu, hefur sagt yfirlýs- inguna eyðileggja þær tilraunir. Abbas fundaði með Mitchell á föstudag og ítrekaði þar þá kröfu að allri uppbyggingu Ísraela á svæðinu verði hætt. - þeb Forsætisráðherra Ísraels: Gefa ekki eftir Vesturbakkann SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.