Fréttablaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 38
22 25. janúar 2010 MÁNUDAGUR sport@fretta- EM Í AUSTURRÍKI EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON skrifar frá Vín eirikur@frettabladid.is > Allir leikirnir eru klukkan 15.00 Allir leikir Íslands í milliriðlakeppninni í Vínarborg verða klukkan 15 að íslenskum tíma. Ísland mætir strax í fyrsta leik í dag liði Króatíu sem var sigurvegari í A-riðli og eina liðið í allri keppninn sem vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni. Á morgun mæta strákarnir okkar liði Rússa og að síðustu Norðmönnum á fimmtudag- inn. Leikið er í Stadthalle í Vín en hún tekur ellefu þúsund áhorfendur í sæti. Búist er við miklum áhuga í borginni vegna góðs árangurs austurríska landsliðsins í riðlakeppninni í Linz. HANDBOLTI Ísland vann um helg- ina í fyrsta sinn sigur á ríkjandi meisturum í titilvörn á stórmóti í handbolta. Fyrir leikinn hafði Ísland leik- ið tólf sinnum gegn slíkum and- stæðingi og tapað ellefu sinnum. Besti árangur liðsins var jafn- tefli gegn Ólympíumeisturum Júgóslavíu í Seoul árið 1988. Danir urðu sem kunnugt er Evrópumeistarar í Noregi fyrir tveimur árum. - óój Sigurinn á Dönum: Sögulegur árangur HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handbolta hafði í gær vistaskipti á Evrópumeistaramótinu í hand- bolta og fór frá Linz til höfuð- borgarinnar Vínar í Austurríki. Í dag hefst keppni í milliriðli Íslands og fara leikirnir fram í hinni veglegu Stadthalle sem tekur ellefu þúsund áhorfendur í sæti. Fyrsta verkefni Íslands er ekki í léttari kantinum. Andstæðing- urinn verður hið geysisterka lið Króatíu sem er það eina í öllu mót- inu sem afrekaði að fara með fullt hús stiga upp úr sínum riðli. Ísland er þó ósigrað á mótinu til þessa og Guðmundur Guðmunds- son sagði eftir æfingu liðsins í gær að hann hefði góða tilfinn- ingu fyrir leiknum. „Verkefnin gerast varla stærri eða meira spennandi en þetta,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann hefði ekki áhyggjur af því að leikmenn verði ekki búnir að ná aftur einbeitingu eftir leikinn glæsilega gegn Dönum á laugar- daginn. „Við þurfum að halda áfram ótrauðir og það má alls ekki halda að af því að við unnum Dani þá þurfum við ekki að gera neitt gegn Króötum. Ég lagði áherslu á það í æfingaleikjum okkar fyrir mótið að fara í hvern leik á fullu og því hef ég trú á að þetta verði í lagi hjá okkur nú.“ Lykilatriði í leik dagsins er að viðhalda þeim góða varnarleik sem liðið sýndi gegn Dönum. „Vörnin var að virka jafn vel og hún gerði á Ólympíuleikunum. Þetta var einnig fyrsti leikurinn á mótinu þar sem 6-0 vörnin gekk mjög vel upp. Við þurfum að vera mjög ákveðnir og klókir gegn Króötum og passa okkur á að ein- blína ekki bara á [Ivano] Balic. Það vill oft verða þannig að lið taka bara hann fyrir og þá losnar um alla aðra leikmenn í kringum hann,“ sagði Guðmundur. „Það verða því fullt af verkefn- um út um allan völl hjá okkur. Við notuðum til að mynda æfinguna í dag til að rifja upp nokkur atriði í sóknarleiknum ef þeir skyldu spila 3-2-1 vörn. Við vitum ekki hvort þeir gera það eða stilla upp í 6-0 vörn. Við þurfum að vera klárir í hvort sem er.“ Ísland hefur ekki spilað oft við Króatíu á undanförnum en Guð- mundur óttast þann þátt ekki. „Vissulega höfum við spilað lítið á móti þeim en óvissan er jafn mikil þeirra megin. Það er ekkert síður skemmtilegra að tak- ast á við þetta en að mæta liðum sem við þekkjum vel. Staðreynd málsins er einfaldlega sú að það þarf að spila mjög vel til að vinna sigur á Króötum. Þannig er það í þessari keppni og verður einn- ig í hinum leikjum okkar í riðlin- um.“ Ísland mun spila alla leiki sína í milliriðlakeppninni klukkan 15.00 að íslenskum tíma og þótti Guðmundi sú ákvörðun mótshald- ara furðuleg. „Aðallega finnst mér það verst fyrir íslenska áhorfendur. Þetta skiptir minna máli fyrir okkur þó svo að þetta geri það að verkum að við getum ekki tekið morgun- æfingu. Ég játa að ég hefði frek- ar viljað hafa leikinn klukkan sex eða átta.“ Hann útilokar ekki að markaðs- öfl ráði þarna för. „En ég þekki þetta ekki og get svo sem ekk- ert sagt um það. Ég vona bara að það verði hægt að hafa sjónvarp í gangi á vinnustöðum svo allir sem vilja geti fylgst með.“ Þurfum að vera ákveðnir og klókir Ísland leikur í dag sinn fyrsta leik í milliriðlakeppninni á EM í handbolta í Austurríki. Þá mæta strákarnir okkar sterku liði Króata í Vínarborg. Landsliðsþjálfarinn hefur góða tilfinningu fyrir leiknum í dag. BJART YFIR ÞJÁLFARANUM Guðmundur Guðmundsson er bjartsýnn fyrir leikinn mikilvæga gegn Króötum í dag. MYND/DIENER/LEENA MANHART HANDBOLTI Eitt af lykilatriðum að velgengni á stórmótum eins og EM í handbolta er að leikmenn hvílist vel á milli leikja, sér í lagi þegar spilað er jafn ört eins og nú. Ísland á fyrir höndum gríðarlega erfiða leiki gegn Króötum í dag og svo gegn Rússum á morgun. Í gær yfirgaf íslenska landslið- ið hótelið sitt í Linz og fór til Vín- arborgar þar sem keppni í riðli Íslands fer fram. Leikmenn voru þó ekki nógu ánægðir með nýja hótelið. „Þetta eru lítil herbergi og sumir okkar voru settir saman í hjóna- rúm ef hjónarúm skyldi kalla,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson við Fréttablaðið í gær. „Það er varla hægt að snúa sér yfir á hina hlið- ina.“ Þó var hægt að fá einhverju breytt á hótelinu og Snorri segir að dvölin sé þó alls ekki slæm. „Við látum þetta ekki fara í taug- arnar á okkur. Þetta er pirrandi í fyrstu en svo hrista menn það af sér. Hin liðin eru líka á hótelinu og við ættum svo sem að lifa þetta af enda verið á verri hótelum en þetta,“ sagði hann og brosti. „Hins vegar mætti maturinn vera aðeins skárri. Hann er orð- inn svolítið þreyttur og það er orðið langt síðan að maður fékk kjöt þar sem það sem hefur verið á boðstólum getur varla talist vera í betri kantinum.“ Sverre Jakobsson tók í svipaðan streng. „Hótelið sem við vorum á í Linz var í öðrum og betri gæða- flokki hvað aðbúnað og stærð her- bergja varðar. Ég er viss um að það eru til mörg hótel í þessari borg sem eru betri en þetta sem við erum á núna,“ sagði hann. „Við látum svona lagað ekki hafa áhrif á okkur - það er öruggt.“ - esá Strákarnir okkar lentu ekki á neinu glæsihóteli í Vínarborg í gær: Varla hægt að snúa sér í rúminu ÞRÖNGT Á ÞINGI Snorri Steinn og félagar gista við lítinn íburð í Vínarborg. Menn þurfa jafnvel að deila litlu hjónarúmi. MYND/DIENER/LEENA MANHART Einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins er Sverre Jakobsson og kom mikilvægi hans ber- sýnilega í ljós þegar að Ísland vann glæsilegan sigur á Danmörku. Sverre er í stóru hlutverki í íslensku vörninni sem skóp sigurinn á laugardaginn og átti svo ríkan þátt í Ólympíusilfrinu fræga árið 2008. Landsliðið æfði í Vínarborg í gær og sagði hann við Fréttablaðið eftir æfinguna að ekki þýddi að dvelja lengi við leikinn gegn Danmörku. „Við lifum ekki á Danaleiknum lengur. Hann var bara til að bjarga andlitinu og koma okkur í þægilega stöðu fyrir milliriðilinn. Það eina sem gildir er að nota það jákvæða úr þeim leik og snúa sér svo að nýjum andstæðingi. Þeir eru hver öðrum sterkari í þessum milliriðli og aðeins með því að ná stöðugleika í leik liðsins og sömu grimmd og gegn Dönum munum við eiga einhvern möguleika.“ Liðið hefur þó sýnt sínar veiku hliðar og segir Sverre að það megi ekki gerast aftur. „Ef við munum aftur falla á svipað plan og við vorum á í leiknum gegn Austurríki þá verður róðurinn mjög þungur.“ Hann hefur þó mikla trú á liðinu og þeim verkefnum sem eru framundan. „Ég tel að við höfum það í okkur að halda út næstu þrjá leiki enda er ekki ástæða til að hræðast neinn á þessu móti - hvorki lið né leikmann. Við höfum í gegnum tíðina spilað við öll bestu lið Evrópu og staðið í þeim öllum eða unnið þau.“ Sverre á von á erfiðum leik gegn Króatíu. „Þarna eru heimsklassaleikmenn í hverri stöðu. Þeir hafa unnið allt og eru alltaf við toppinn. En þeir hafa sína veikleika og við ætlum að keyra á þá. Þeir eru með öflugt sóknarlið og við þurfum því að vera heldur betur á tánum og fljótir að brjóta þeirra aðgerðir á bak aftur,“ Sverre meiddist á löngutöng á hægri hönd gegn Dönum og á erfitt með að grípa bolta. Hann hafði þó ekki miklar áhyggjur af því.„Þetta verður í góðu lagi á morgun,“ sagði hann og brosti. „Puttinn verður bara „teipaður“ og svo gleymir maður öllu svona löguðu í hita leiksins.“ SVERRE ANDREAS JAKOBSSON: ENGIN ÁSTÆÐA TIL AÐ ÓTTAST NEITT LIÐ Leikurinn gegn Dönum bara til að bjarga andlitinu HANDBOLTI Óvíst er hvar Arnór Atlason mun spila á næsta ári eftir að danska félagið AG Hånd- bold keypti og tók yfir FC Kaup- mannahöfn. „Þetta var eins og að Þór hefði keypt KA og nú á maður bara að spila með Þór,“ sagði hann og hló. „Við fyrstu sýn er ég ekki nógu hrifinn af þessu.“ Arnór gerði nýlega tveggja ára samning við FCK og forráða- menn nýja félagsins vilja halda honum. „Við höfum val um að vera áfram eða fara. Ég hef enga ákvörðun tekið um framhaldið. Ég mun ræða fyrst við AG.“ Arnór var orðaður við spænsk og þýsk lið í dönskum fjölmiðl- um. „Ég sagði bara að ég gæti séð fyrir mér að spila í þessum lönd- um en lengra er það ekki komið.“ - esá Arnór Atlason: Mun ræða fyrst við AG ARNÓR ATLASON Hefur blómstrað í Austurríki og vakið mikla athygli. MYND/DIENER/LEENA MANHART

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.