Fréttablaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 6
6 25. janúar 2010 MÁNUDAGUR Eignastýring og séreignarsparnaður fyrir hugsandi fólk Opinn kynningarfundur þriðjudaginn 26. janúar kl. 17:15 að Borgartúni 29. Viltu ábyrgari fjármálaþjónustu? Allir velkomnir –fegurðin býr í bókum Barónsstíg 27 | 511 0910 | crymogea@crymogea.is | www.crymogea.is Nú fer fáanlegum eintökum fækkandi af þessum glæsilega grip. Tryggðu þér eintak í tíma. TÆKNI Búist er við að rúmlega þúsund manns, þar af um hundrað erlendir gestir og fyrirlesarar, sæki alþjóðlega risaráðstefnu Microsoft á Íslandi um upplýsingatækni, sem haldin verður í Reykjavík á morgun og miðvikudag. Á ráðstefnunni er að finna rjómann af þremur ráðstefnum sem haldnar voru í Bandaríkjunum og í Evrópu í fyrra. Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, segir ráðstefnuhaldið viðbrögð við gengis- hruni krónunnar. „Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið duglegir að sækja tækniráðstefnur erlendis og hafa þrír til tólf frá okkur farið með um þrjú hundr- uð manna hópi og haldið Íslendingakvöld fyrir hann.“ Þegar krónan féll hafi aðeins þrjátíu skráð sig til fararinnar. Í kjölfarið lagði Halldór höfuðið í bleyti og komst að því að miðað við aðstæður væri hag- kvæmt að halda sambærilega ráðstefnu hér. „Ég reiknaði út að við kæmum út á sléttu. Við getum meira að segja boðið ókeypis inn á hana í stað þess að fara,“ segir Halldór en þetta er í annað skipt- ið á jafnmörgum árum sem blásið er til ráðstefnu af þessum toga þar sem nýjasta tækni Microsoft er kynnt. Á sambærilega ráðstefnu hér í fyrra mættu 850 manns og var þetta þá stærsta ráðstefna í upplýs- ingatækni sem haldin hefur verið hér á landi. - jab HALLDÓR JÖRGENSSON Microsoft á Íslandi brást við gengis- hruninu með því að halda tækniráðstefnu hér í stað þess að fara með nokkuð hundruð manna hóp til útlanda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Microsoft á Íslandi skipuleggur rúmlega þúsund manna ráðstefnu í kreppunni: Fær erlenda fyrirlesara heim STJÓRNMÁL Niðurstaða prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skilar lista sem lítur ágætlega út, með óumdeildan leiðtoga. Veikleiki listans er helst skortur á endurnýj- un, segir Gunnar Helgi Kristins- son, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri hlaut afgerandi kosn- ingu í fyrsta sætið, sem sýnir öðru fremur að hún er fremur óum- deildur leiðtogi flokksins í borg- inni, segir Gunnar Helgi. Í öðru sæti hafnaði Júlíus Víf- ill Ingvarsson, einn þeirra fimm sem sóttist eftir því sæti á listan- um. Gunnar Helgi segir niðurstöð- una í slagnum um annað sætið ekki koma sérstaklega á óvart. Júlíus Vífill komi vel út, og fyrirfram hafi verið vitað að staða Gísla Mart- eins Baldurssonar, sem hafnaði í fimmta sætinu, væri erfið. Niðurstaðan er ákveðinn varnar sigur f y r i r Gí s l a Martein, þrátt fyrir að rætt hafi verið um að hann hafi verið framtíð- ar forystuefni flokksins í borginni fyrir nokkr- um árum. Það hljóta að vera vonbrigði fyrir Geir Sveinsson að hafna í sjötta sætinu, segir Gunnar Helgi, en hann var einn þeirra sem sótt- ust eftir öðru sætinu. Þetta sýni að það sé ekki sjálfrötuð leið í for- ystusæti í stjórnmálum Það hljóta að vera vonbrigði fyrir Jórunni Frímannsdóttur að hafna í áttunda sætinu á listanum eftir að hafa sóst eftir því þriðja, segir Gunnar Helgi. Ýmislegt geti hafa haft áhrif á hennar gengi, til dæmis umdeilt sjónvarpsviðtal í Ríkissjónvarpinu nýverið. Þátttaka í prófkjörinu var fremur dræm, tæplega 35 pró- sent. Gunnar Helgi segir það lík- lega tengjast því að ekki hafi verið slagur um fyrsta sætið, en Hanna Birna var sú eina sem bauð sig fram til forystu á listanum. - bj Júlíus Vífill lagði keppinauta um annað sætið á lista Sjálfstæðisflokks fyrir sveitastjórnarkosningar í Reykjavík: Veikleiki listans er skortur á endurnýjun HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR ÚRSLIT PRÓFKJÖRSINS 1. Hanna Birna Kristjánsdóttir 2. Júlíus Vífill Ingvarsson 3. Kjartan Magnússon 4. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir 5. Gísli Marteinn Baldursson 6. Geir Sveinsson 7. Áslaug María Friðriksdóttir 8. Jórunn Frímannsdóttir 9. Hildur Sverrisdóttir 10. Marta Guðjónsdóttir Á að stækka álverið í Straums- vík? Já 65,2% Nei 34,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er prófkjör heppileg leið til að velja á framboðslista? Segðu þína skoðun á vísir.is MENNING „Það er verið að veita í s len sk r i k v i k my nd a ger ð náðarhöggið,“ segir Hjálm- týr Heiðdal, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna um nið- urskurðaraðgerðir RÚV. Þær fela meðal annars í sér að dregið verð- ur úr kaupum á innlendum kvik- myndum, sjónvarpsþáttum og heimildarmyndum. Hjálmtýr segir að þátttaka RÚV sé forsenda fyrir fjármögn- un íslenskra kvikmynda og þátta. „Fyrsta skrefið er ávallt að fá Sjón- varpið í lið með sér. Það verður að tryggja mynd sýningu til að hún fái styrk frá Kvikmyndamiðstöð. Það sama gildir um norræna og evrópska sjóði.“ Áður höfðu framlög ríkisins til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands verið skorin niður um 35 prósent. Hjálmtýr segir niðurskurð RÚV vera olíu á þann eld og gæti riðið íslenskum kvikmyndaiðnaði að fullu. „Það tekur langan tíma að fjármagna kvikmynd. Ef Kvik- myndamiðstöð er sett á hliðina í eitt eða tvö ár er það ávísun á langt tímabil stöðnunar.“ Í þjónustusamningi RÚV og menntamálaráðuneytisins frá 2006 segir meðal annars að RÚV skuli styrkja og efla innlenda kvikmyndagerð með því að kaupa og sýna efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Páll Magnússon útvarpsstjóri bendir á að forsenda samningsins sé sú að tekjur RÚV minnki ekki frá því sem þær voru að raungildi 2006. Sú grunnfor- senda sé fallin. „Við reynum engu að síður að uppfylla lögbundið hlutverk okkar af fremsta megni en það er ljóst að þessi niðurskurður kemur niður á öllum þáttum starfseminnar. Á liðnu ári keyptum við og sýndum á þriðja tug heimildarmynda og það verður skorið niður eins og allt annað,“ segir hann. Páll segir kvikmyndagerðar- menn beina gagnrýni sinni í ranga átt. „Það er stjórnvalda að ákveða skilyrðin fyrir því hverjir fá úthlutun úr kvikmyndasjóði. Það verður þá bara að rjúfa þá teng- ingu að RÚV þurfi að skuldbinda sig til að kaupa og sýna viðkom- andi mynd. Hvaða skilyrði mennta- málaráðherra og Kvikmyndamið- stöð vilja hafa til að ráðstafa sínum peningum getur ekki verið málefni Ríkisútvarpsins.“ Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra segir alltaf álitamál hvernig sé forgangsraðað í niður- skurði. Hún muni kanna hvernig heimtur af nefskatti hafi skilað sér til RÚV og innlendrar kvikmynd- argerðar. bergsteinn@frettabladid.is Segja vegið að kvik- myndagerð í landinu Kvikmyndagerðarmenn segja það geta gert út af við íslenskan kvikmyndaiðnað ef RÚV dregur úr kaupum á innlendu efni. Útvarpsstjóri segir það stjórnvalda að ákveða skilyrði fyrir fjárveitingum til kvikmyndargerðarmanna en ekki RÚV. VIÐ TÖKUR Á HAMRINUM Hjálmtýr Heiðdal segir þátttöku RÚV forsendu fyrir fjármögnun íslenskra kvikmynda. Útvarpsstjóri segir það ekki geta verið málefni RÚV hverjir fái úthlutað styrkjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.