Samtíðin - 01.04.1965, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.04.1965, Blaðsíða 7
3. blað 32 arg Mr. 311 Apríl 1965 SAMTÍÐIIM HEIIVSILISBLAÐ TIL SKEIVHUTIJMAR OG FRÓÐLEIKS SAMTíÐIN kemur út mánaðarlega nema í janúar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: SigurSur í>kulason, Reykjavik, sími 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. Árgjaldið 100 kr. (erlendis ilu kr.), greiðist fyrirfr-am. Áslcriftir miðast við áramót. Áskriftum og áskriftargjöldum veitt móttaka i Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan lif. Þegar sjónminnið tapast skyndilega RANNSÓKNIR læknavísindanna á ýmsum s3ukdómsfyrirbrigðum leiða margt nýstárlegt í íjós um þessar mundir. Menn hafa til að mynda Uylega kynnzt undarlegri og sem betur fer sjaldgaefri afleiðingu heilablæðingar. Hún er í fólgin, að sjónstöðvar heilans bíða tjón, en v*ð það glatast sjónminni sjúklingsins, án þess hann glati jafnframt öðrum andlegum hæfi- '®ikum sínum. Blæðingin hefur það í för með Ser> að sjúklingurinn hættir skyndilega að ^kkja fólk, sem hann þekkti áður. Kveður ^eira að segja svo rammt að þessu, að hann Pekkir ekki sjálfan sig í spegli. Hann á vitan- °Sa einnig mjög örðugt með að þekkja hluti, staði eða liti, sem hann bar áður kennsl á. Sjúklingur, sem nýlega varð fyrir þessari teg- and heilablæðingar, hefur komizt þannig að °rði: Rff varð þess allt í einu var, þar sem ég sat 1 strætisvagni, að eitthvað undarlegt hafði fferzt. Skyndilega varð allt, sem ég sá, harla “kennilegt. Hins vegar mundi ég upp á hár, 'ar ég átti heima, og með því að spyrja fólk til be; Vegar tókst mér að komast heim til mín. En l’egar ég kom að húsi mínu, kom það mér svo Unnuglega fyrir sjónir, að ég kannaðist satt segja ekki við það. Mér var þó ljóst, að að l’elta hlaut að vera húsið mitt. . *>effar ég kom inn, var eins og ég kæmi inn aunarleg híbýli. Herbergin, húsgögnin og t1jyndirnar á veggjunum, allt koni þetta mér e|ns ókunnuglega fyrir sjónir og ég hefði aldr- V Se® bað áður. Mér varð það fyrst fyrir, að >K skrapp inn í baðhcrbergið. Þar leit ég í spegil, en við mér blasti andlit, sem ég kann- aðist ekkert við. Varð mér þá undir eins ljóst, að ég yrði að síma til fjölskyldu minnar, sem hafði brugðið sér að heiman. Síðan ætlaði ég að leita læknis til að fá skýringu á þessu furðu- lega ástandi. Enda þótt ég hefði daglega farið framhjá húsi læknisins í mörg ár, var mér nú engin leið að þekkja það. En til allrar hamingju sá ég nafn læknisins á dyrunum. Kvenmaður opnaði fyrir mér. Ég var ekki viss um, hver hún væri, fyrr en hún sagði til nafns síns. Annar sjúklingur, sem nýlega varð fyrir sams konar heilablæðingu, gat dregið upp rnynd af ákveðinni fyrirmynd, sem honum var feng- in. En jafnskjótt og farið var burt með mynd- ina, var honum engin leið að muna, hvernig hún hafði litið út. Þriðji sjúklingurinn, sem orðið hafði fyrir sams konar blæðingu, kvaðst að vísu skynja nef, augu og eyru fólks sem einstaka hluti, en hon- um reyndist öldungis ofviða að skynja þau í lífrænni heild. Honum virtist öll andlit, sem hann sá, algerlega ópersónuleg og sviplaus, og ef hann sá hvorki hár né skegg, sem var sér- kennilegt og hann gat áttað sig á, varð hann að ákvarða af klæðaburðinum eða rödd manns- ins, hvort hann væri karl eða kona. Þessi undarlegu sjúkdómsfyrirbrigði eiga sér þannig ákveðnar líkamlegrar orsakir eins og geðsjúkdómar og andleg áföll yfirleitt. Nú hef- ur í sambandi við framangreind sjúkdómstil- felli tekizt að ákvarða þær stöðvar heilans, þar sem sjónminnið á sér aðsetur.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.