Samtíðin - 01.04.1965, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.04.1965, Blaðsíða 31
 SAMTÍÐIN 27 ÚR EINU - BANDARÍKJAMENN eru farnir að ''iníða skó úr gerviefni, sem nefnist cor- fam. Það er mjög sterkt, og er auðvelt að þvo það með blautri tusku, án þess að gljáinn fari af því. Hælarnir eru úr nælon. Þessir skór líta út alveg eins og ieðurskór, og áferðin er eins og á leiðri. FÓLK fagnar nýju ári á ýmsan liátt. læplega er hægt að gera þáð á einfald- ari hátt en útlend fjölskjdda gerði ný- lega. Hún setti kerti, sem var alveg að árenna út, á borðið og annað nýtt hjá bvi. Kl. 24 á gamlárskvöld slökkti hús- / áóndinn á gamla kertisskarinu og kveikti a nýja kertinu. Athöfnin var einkar lát- Fius, en svo eðlilega táknræn, að heimilis- fólkið hafði naumast lifað áhrifameiri aramótastund. Á meðan þessu fór fram, kvað við háreysti mikil úti fvrir húsinu, Þar sem nágrannarnir voru að kveðja Samla árið með flugeldaskotum. »í DAG hef ég verið suður á Bláströnd ^liðjarðarhafsins,“ sagði síglaða vinnu- ^onan mín, sem hefur ekki efni á að iara í neitt sumarfrí. „Fyrst fór ég í gufu- áað og síðan í háfjallasól, og í allt kvöld áef ég verið að spila svellandi dægurlög a grammófóninn og lesa franska ástar- sögu í danskri þýðingu.“ Ég öfundaði hana, að hún skyldi geta áreytt gráum rigningardegi í sólskinsdag suðiu- við Miðjarðarhaf! FEGAR þú fæðist, slær hjarta þitt að jafnaði 130—140 slög á mínútu. Svo ^aekkar slögum þess smátt og smátt, og Barta 25 ára gamals manns slær 75 slög á mínútu, en sá slagafjöldi helzl ævi- langt. Eftir því sem maður eldist, sendir hjartað minna blóðmagn frá sér við hvert slag og' sýnir með því, að starfsemi þess dvínar. Reynslan hefur sýnt, að hjartafrumur karlmanns hrörna fyrr en i kvenmanni. Þrisvar sinnum fleiri karl- ar en konur látast árlega úr hjartasjúk- dómum. Á KIRKJUHURÐ einni í Suður-Frakk- landi má lesa eftirfarandi tilkynningu: Ferðamenn eru velkomnir í kirkjuna, en þeir eru heðnir að fara ekki inn i hana í sundfötum. Þar er engin sundlaug. ÍTALI nokkur, sem dvaldist í sumar- leyfi í London, var mjög leiður yfir því, að allan tímann, sem hann hafði dval- izt í borginni, hafði verið hellirigning. „Sjáið þið aldrei sól i þessu landi?“ spurði hann ungan mann, sem hann mætti á götu. „Ég veit það nú ekki, þvi ég er ekki nema sextán ára,“ anzaði pilturinn. ÁÐUR FYRR hörðust menn með bog- um og örvum, og nú ætla Bandarikja- menn að taka upp örvar, en í slað ]>ess að skjóta þeim af bogum eins og í gamla daga, verður þeim skotið úr eins konar skammbyssum. Þessar örvar eru mjóar eins og ritblý, fljúga heint með albeina málmfingra, en dreifast, þegar þær koma að marki og valda jafnvel meira tjóni en hyssukúlur, enda eru þetta geigvænleg vopn, er þykja mjög létt og handhæg i skæruhernaði. - í ANNAÐ

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.