Samtíðin - 01.04.1965, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.04.1965, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN „Yðar hátign! Ríkisstjórn yðar verður heillarík, en minnizt tölunnar 24," sagði spámaðurinn við Filippus II Spánarkonung Tuttugasta og fjórða grafhvelfingin FILIPPUS II Spánarkonungur (1527— ’98) lét reisa sér minnismerki víðsvegar um riki sitt. Þetta varð lionum ástríða, er fram í sótli. Filippus átti ekki alltaf sjö dagana sæla. Iiann hafði meðal annars áliyggj- ur stórar af baráttu sinni við Márana. í orrustu, sem háð var að morgni dags, liandtóku hermenn konungs tyrkneskan spámann. Spádómsgáfa hans var talin yfirnáttúrleg. Filippus vonaðist til, að hann myndi spá sér áframhaldandi far- sækl í konungdómi og lét því færa liann til liallar sinnar. Þar lagði konungur svo- látandi spurningu fyrir Tyrkjann: „Verður ríkisstjórn mín farsæl og á- hrifarík?“ Spámaðurinn kinkaði brosandi kolli og svaraði: „Svo mun verða, yðar liátign, en sand- ur tímans er þegar tekinn að verpa haug spænsku konunganna. Minnizt tölunnar 24.“ Filippus hlýddi á þessa spásögn furðu lostinn. Síðan hrást hann reiður við og fyrirskipaði, að spámaðurinn skyldi líf- látinn. Engu að síður bergmáluðu orð hans i eyrum einvaldans alla ævi síðan. Og öldum seinna áttu þau fyrir sér að rætast. Á miðjum valdatíma sínum, þegar frið- ur rikti á Spáni, aldrei þessu vant, vakn- aði Filippus morgun einn við þann draum, að nú skyldi liann láta reisa mesta minnismerki sitt. Og hinn stórliuga konungur mælti svo fyrir, að Escorial- höllin skyldi reist. Hún átti að verða stór- fenglegt grafliýsi Spánarkonunga og drottninga þeirra. Byggingu þessa mikla grafhýsis miðaði seint, og Filippus kom daglega á vett- vang með reidda svipu, er liann lét óspart dynja á bökum örþreyttra verkamann- anna til að örva þá til meiri afkasta. Hundruð þeirra örmögnuðust og dóu, en grafhýsið stækkaði og varð eitt fegursta stórhýsi veraldar. Svo kynlega vildi til, að dag einn, þeg' ar liúsameistarar Filippusar konungs komu til hans og spurðu, hve margai’ grafhvelfingar ættu að vera í höllinni, svaraði hann hiklaust: „Tuttugu og fjórar.“ Enda þótl enginn iiefði heyrt samtal konungs og spámannsins, barst sá orð- rómur skjótt út, er menn fréttu, að graf' ir hallarinnar væru 24, að þegar hin síð' asta þeirra hefði þjónað hlutverki sínu, myndi seinasti konungur Spánar annað- hvort verða látinn eða Iandrækur ger. Eftirmenn Filippusar á konungsstóh létu þennan orðróm eins og vind um eyru þjóta. Sama máli gegndi um koni' andi kynslóðir spænsku þjóðarinnar. ÞEGAR María Kristín Spánardrottn- ing lézt árið 1930, voru jarðneskar leifn1 hennar lagðar til hinztu livíldar í 2-Ij11 gröf Escorial-hallarinnar. Þá komst sag' an um spádóminn skyndilega aftur a

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.