Samtíðin - 01.04.1965, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.04.1965, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN 5 A vorprófunum NEMANDI þurfti nauðsynlega að koma miða með mikilvægum upplýsing- uni til félaga síns í skriflegu vorprófi i einum af gagnfræðaskólum höfuðstaðar- úis. Ilann kallaði á kennarann, sem var í yfirsetu, og hað hann um skýringu á einskis verðu atriði. Á meðan þeir rædd- Ust við, nældi nemandinn miða með upp- lýsingunum aflan á jakka kennarans. Siðan kallaði hinn nauðstaddi félagi drengsins á kennarann, spurði hann líka Um einskis verð atriði, en náði um leið miðanum af jakkanum lians. Annar drengur sendi félaga sínum miða með veigamiklum upplýsingum i kuxnaskálmarupphroti lcennarans. Sá þriðji hað kennarann að fara með helj- ui'mikið samanhrotið þerriblað til fé- laga síns. Innan í því var uppkast hans uð enska stílnum. Þessir atburðir gerðust sinn i liverjum skóla. (Birt án ábyrgðar). tg er þreyttur STEBBI litli vakti föður sinn kl. 11 á sUnnudagsmorgni og sagðist vera voða- ^ega þreyttur. »Sofnaðu þá aftur,“ rumdi í föður lians. »Það er ekki svoleiðis þreyta, pahbi. a" er hara orðinn svo þreyttur af að Vei'a kyr lil þess að vekja þig ekki.“ Siöferðisþrek BISKUP var að segja strákahópi, í lverju siðferðisþrek væri fólgið og Utifndi eftirfarandi dæmi til skýringar: »Iíu drengir sváfu i sama svefnskála. A* . 0 l°eins einn þeirra kraup við rúmstokk- jnu sinn og haðst fyrir, áður en hann ýU' að sofa. Það var siðferðisstyrkur. etið þið nefnt annað dæmi?“ »Já,‘“ gall einn strákanna við. „Tiu Uskupar sváfu i sama svefnskálanum. Aðeins einn þeirra háttaði án þess að lesa bænirnar sínar. Var hann ekki sval- ur?“ Vanþakklæti ENSIv greifafrú var að koma af dans- leik, sem haldinn liafði verið til styrktar fátæklingum. Þegar hún var að stíga upp i bílinn sinn, birtist betlari, sem hað hana um ölmusu. Greifafrúin hvessti á hann augun og anzaði hyrst: „En sú ósvífni! Vilið þér ekki, að ég hef verið að dansa fyrir yður fram á rauða nótt?“ Hjálpsemi RÆÐUMAÐUR varð fyrir þvi óliappi á fjölmennum fundi að missa út úr sér efri góminn, sem datt niður á gólf og brotnaði. Áheyrandi á fremsta bekk sá, hve mað- urinn var nauðulega staddur. Hann fór niður í vasa sinn, dró upp efri góm og rétti ræðumanninum. Þegar gómurinn reyndist of stór, dró maðurinn upp ann- an, en það fór á sömu leið. Sá þriðji reyndist liins vegar alveg mátulegur, og með liann í munninum lauk ræðumaður máli sínu, eins og ekkert hefði í skorizt. Um leið og hann skilaði gómnum, spurði liann velgerðarmann sinn: „Eruð þér tannsmiður?“ „Nei, ég kistulegg lík.“ ORÐSENDING Árgjald SAMTlÐARINNAR fyrir 1965 féll í gjalddaga í febrúar. Við þökkum öllum þeim áskrifendum, sem þegar hafa greitt það. — Hinir, sem eiga árgjaldið ógreitt, eru vinsamlega beðnir að greiða nú þegar póstkröfu fyrir því, sem þeim hefur verið send. Með fyrirfram þökk fyrir greið skil.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.