Samtíðin - 01.04.1965, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.04.1965, Blaðsíða 8
4 SAMTlÐlN SÍGILDAR NÁTTÚRULYSINGAR ÚR ÍSLENZKUM KVEÐSKAP IMTTUOSS Þar sem aldrei á grjóti gráu gullin mót sólu hlœja blóm og ginnhvítar öldur gljúfrin háu grimmefldum nísta heljarklóm, kveður þú foss, minn forni vinur, með fimbulrómi sí og œ. Undir þér bergið sterka stynur sem strá í ncetur kuldablœ. Ægilegur og undrafríður ertu, hið mikla fossaval; aflrammur jafnt þú áfram líður í eyðilegum hamrasal. Tímarnir breytast; bölið sára það brjóstið slœr, er fyrr var glatt; en alltaf söm þín ógnarbára ofan um veltist gljúfrið bratt. Kristján Jónsson .--- Hvað merkja þessi —" : ■ .ORÐTÖH? i|.. l k 1. Að liggja einhverjum á hálsi. 2. Að hafa allar klær úti. 3. Að láta einhvern sigla sinn sjó. 4. Honum skal rjúka sá seyðir. 5. Að beygja skafl(inn). Svörin eru á bls. 8. ^ SÉRHVERT heimili þarfnast fjölbreytts og skemmtilegs heimilisblaðs. SAMTÍÐIN veit- ir lesendum sínum þá þjónustu. Ilofuröu ri ? Stúlkurnar breytast RAGNAR var alltaf að tala um nýja og nýja stúlku, sem hann hefði kynnzt i skólanum. Loks ofhauð móður han« þetta svo, að hún sagði: „Rg fer nú að halda, að þú ætlir ekki að verða við eina fjölina felldur í kvenna- málunum, Ragnar minn. Ósköp hlýtui' smekkur þinn fyrir stúlkunum að breyt- ast fljótt.“ „Það er alls ekki ég, sem breyti uni smekk. Það eru stúlkurnar, sem breyt- ast svo fljótt, þegar maður fer að vera með þeim,“ anzaði pilturinn. Gáfnapróf „HYAÐ skeður, ef ég sker af þér ann- að eyrað, Guðmundur?“ „Þá lieyri ég bara með hinu.“ „En ef ég sker af þér bæði eyrun? „Þá sé ég þig ekki lengur.“ „Sérðu mig ekki?“ „Nei, því þá fer hatturinn minn niðui fyrir augun.“ Bezta stykkið SIGFÚS var boðinn í kvöldverð til Jóns og Guðnýjar. Aðalmaturinn var stói t stykki af nautasteik. Eftir að staðið var upp frá borðunn settist húsfreyjan við píanóið og spila®J lög eftir Chopin, Wagner og Liszt. því loknu spurði liúsbóndinn, hvaða stykki Sigfúsi hefði þótt hezt. „Tvimælalaust nautakjöfssitykkið a liinum stykkjunum ólöstuðum,“ svara 1 gesturinn.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.