Samtíðin - 01.04.1965, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.04.1965, Blaðsíða 22
18 SAMTlÐlN INGVLFIIll DAVÍÐSSON: ll di 53. r,;„ Læturðu pipar á plokkfiskinn þinn? „Pipar á lífsins plokkfiski,“ sagði Matt- hías Jocliumsson í ræðn um kvenfólkið. En hví er roskið, ógift fólk kennt til pip- ars? Sumir telja, að einhleypir Hansakaup- menn, er dvöldust í norðlægum löndum og verzluðu með krydd, hafi fyrst verið kallaðir piparsveinar. Siðan hefur nafn- giftin einnig færzt yfir á hluta kvenþjóð- arinnar. „Farðu þangað, sem piparinn grær,“ segja menn stundum á Norður- löndum, er við mundum segja: „Farðu til fjandans!“ Jæja, margir pipra mat sinn og borða með heztu lyst. Indverjar og Persar ræktuðu pipar þegar í fornöld. Alexander mikli kynnt- ist piparræktun á herferðum sínum eystra og flutti pipar heimleiðis. Frá Grikkjum barst liann til Rómverja. „Það er undarlegt,“ sögðu þeir, „okkur geðj- ast að hunangi, vegna þess hve gómsætt það er, en þykir pipar góður, af því að hann er svo bragðsterkur.“ Síðan hafa pipar o. fl. kryddvörur stöðugt verið fluttar lil Evrópu frá Austurlöndum. Þær komu lengi sjóveg til Jemen í Arabíu, liins forna ríkis drottningarinnar af Saba, þaðan með úlfaldalestum yfir eyðimerkur til Alexandríu í Egyptalandi og síðan sjóveg til Feneyja, Genúa o. fl. verzlunarborga. Var kryddið greitt með miklu gulli. Árið 408 keyplu Rómverjar Gotakonunginn Alarik af höndum sér og greiddu honum 5 þúsund skálapund af gulli, 3 þúsund skálapund pipars og annarra dýrgripa. Sýnir þetta verðmæti piparsins á þeim tíma. Veldi Feneyja o. fl. verzlunarborga á Ítalíu hyggðist að talsverðu leyti á krydd- verzlun. Kryddvonin hvatti Kólúmbus mjög til sæfara sinna. Vasco da Gama sigldi suður um Afríku til Indlands eink- um í kryddleit og komst heint til krydd- landsins mikla á Malaharströnd. Er talið, að Vasco da Gama liafi í fyrstu ferð flutt heim til Portúgals kryddfarm, sem borgaði ferðakostnaðinn sexfaldan! Það var árið 1499. Var ekki furða, þótt liann leg'ði í nýjan leiðangur með 20 skip þrem árum síðar. Varð geipilegur gróði af þeim leiðangri, og ölli þetta Feneyjakaup- mönnum þungum áhyggjum. Vasco da Gama fór í þriðju Indlandsferðina með 16 skip, en andaðist á Indlandi í skugga piparfléttanna. Lissahon efldist mjög af kryddverzl- uninni, er einokun Feneyinga var rofm. Síðar náðu Ilollendingar tökum á krvdd- verzluninni og hækkuðu piparverðið um meir en hehning í lok 16: aldar. Þá var Englendingum nóg boðið, og 250 árum síðar liafði enska Austur-Indíafélagið náð fullum yfirráðum á Indlandi. Enn í dag kemur pipar frá Indlandu Síam og Malajalöndum, 8—10 tonn á án eða meir, en lítið magn er það lijá þvl» sem áður var. Fyrr á öldum pipruðu menn flestan mat, ef unnt var. Men11 vildu krydda fábreyttan mat sinn. Pipar' jurtin er vafningsviður, er vefur sig um prik á piparökrunum. Aldinið er ber, fyrst grænt, síðan rautt og lolcs svart. Af yzta hluta aldinkjötsins fæst hvítur pipaI• „Spánskur pipar“ er ræktaður til skrauts í stofum, sætpipar eða paprika í gróðm- húsum sem kryddjurt. Úr aldinum skyldrar jurtar fæst hinn afarsterki Cay" ennespipar eða djöflapipar. Finnst ls" lendingum tunga sín „löga“lengi á eftu» ef þeir hragða hann! En Suðurlandabu- ar liafa góða lyst á honum eins og kunn- ugt er.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.