Samtíðin - 01.12.1968, Side 19
SAMTÍÐJN
11
og vírnetin kynnu að ryðga sundur. Óhugs-
andi var, að endurnýjun á kafbátanetum
sundanna út frá Skapaflóa fengi dulizt fólk-
inu á þessum slóðum og alls ekki þeim, er
höfðu jafnmikinn áhuga á þeim málum og
Albert úrsmiður. Hann spurði viðskiptavini
sína óspart ofboð sakleysislegra spurninga
um, hvað nú væri að gerast á Hoxasundi,
einkum sjóliðana þaðan, og brást þá aldrei,
að honum væri svarað af fyllsta trúnaði.
Auk þess skauzt hann daglega niður að
sundinu með sjónaukann sinn. Varð hann
þess þá skjótt áskynja, að verið var að
skipta um kafbátanet í sundinu. enda var
það talið óumflýjanlegt að áliti hernaðarsér-
fræðinga.
Nú upphófst ferlegur orðasveimur. Sagt
var, að ný kafbátanet hefðu löngu verið
pöntuð frá verksmiðju í Suður-Englandi, en
að þeim hefði seinkað vegna uppnámsins 3.
september og stirðbusalegrar skriffinnsku á
æðri stöðum. Útlit var því fyrir, að lögn net-
anna myndi dragast heila viku!
Að þessu komst úrsmiðurinn 8. október
1939. Þann dag lokaði hann búð sinni óvenju
snemma og skundaði heim til sín. Húsbún-
aðurinn heima hjá honum var algerlega að
enskum sið. Hann stillti útvarp sitt hátt, því
að heyrn hans var tekin að sljóvgast. Nýj-
ustu stríðsfréttirnar bárust að eyrum hans
með þvílíkri háreysti, að aðrir íbúar húss-
ins höfðu ónæði af.
Albert læsti íbúð sinni og snaraðist inn
i lítið herbergi inn af henni. Þar var hlut-
ur, sem líktist gömlu útvarpstæki. Við það
voru hengdar spólur, sem fljótlegt var að
skipta um. Á veggnum hékk þungt símtól til
að spenna á höfuð sér. Enda þótt áhald þetta
líktist gömlu viðtæki, var það dulbúinn stutt-
bylgjusendir.
Niðurl. í næsta blaði.
4 MUNIÐ að tilkynna SAMTÍÐINNI undir
eins bústaðaskipti til að forðast vanskil.
Höfum ávallt fyrirliggjandi:
Peysur úr goðri ull
UNDUR — AFREK
4 Lægsti maður, sem vitað er með vissu,
að lifað hafi, hét Calvin Philips og fæddist
í Bridgewater í Massachusetts í Bandaríkj-
unum 14. jan. 1791. Hann var 70 cm á hæð
og vó alklæddur 5,4 kg. Calvin varð aðeins
21ns árs gamall.
4 Stærsta ljósmyndavél, sem sögur fara
af, var búin til í Chicago árið 1900. Hún
nefndist Anderson Mammoth. Útdregin var
hún 6,1 m á lengd, og þurfti 15 menn til að
bjástra við hana.
4 Kínverjar eru fjölmennasta þjóð í
heimi. Um íbúatöluna í Kína eru ekki hand-
bærar nákvæmar tölur, en talið er, að hún
hafi verið um 713 milljónir árið 1967. Eru
þá ótaldir fjölmargir Kínverjar, sem búsettir
eru erlendis. Kínverska þjóðin er um 21,2%
af íbúatölu jarðar.
4 Stærsta sjúkrahús heimsins nefnist
District Medical Center og er í Chicago. Er
þar í raun og veru um 5 sjúkrahús að ræða,
sem ná yfir 193ja hektara svæði. Eru þar
samtals 5600 sjúkrarúm, og rúmlega 3000
læknastúdentar njóta þar kennslu.
4 Það þorp, sem reist hefur verið í
mestri hæð, er Aucanquilcha námaþorpið í
Chile. Það stendur uppi í Andesfjöllum í
meir en 5300 m hæð yfir sjávarmál.
4 Lengsta styrjöld hér í heimi er hið
svonefnda 100 ára stríð milli Englending'a
og Frakka. Það stóð raunar 115 ár, frá
1338—1453.
4 Unilever verzlunarfyrirtækið auglýsir
vörur sínar fyrir meira fé en nokkurt ann-
að fyrirtæki í heiminum. Það var stofnað
árið 1884. Unilever rekur meir en 500 fyrir-
tæki í rúml. 60 löndum og hefur um 294.000
manns í þjónustu sinni. Árið 1965 auglýsti
það rösklega 1000 vörutegundir fyrir sam-
tals 151 millj. dollara.
Framkvæmum fljótt og vel:
SKÓ-, GÚMMI- og SKÓLATÖSKU-
VIÐGERÐIR.
PEYSABÍ sf. Skóverkstæði HAFÞÖRS,
BOLHOLTI 6 — SÍMI 37713 GarSastrœti 13 (inngangur úr Fischerssundi).