Samtíðin - 01.12.1968, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.12.1968, Blaðsíða 12
4 SAMTÍtJIN þjóðum verkfræðiþekking’u og framkvæma stórkostleg mannvirki fyrir þær, eins og danska smáþjóðin liefur til dæmis lengi gert, eða vera eins konar hráefnanýlenda, sem ávailt virðist eiga undir högg að sækja með að geta selt matvælaframleiðslu sína, enda þótt veruiegur hluti mannkynsins svelti. I*að er ekki liehlur björgulegt að sækja ávallt flest andleg viðhorf til annarra þjóða og gleypa við þeim, einatt að lítt rannsökuðu máli og án tillits til, hvort þau lienti sem bezt. RAD D I R -------- ------R A D D I R- -----------RADDIR Arthur Knut Farestveif: OF IUIKID AFTURHALD Ég hef þá skoðun, að maðurinn fylgist ekki nægilega vel með breyttum tímum. Maðurinn veldur breytingum, en dregst aftur úr eigin verkum. Hávaðinn af Islendingum reynir t. d. alltaf að halda aftur af forystu- mönnum sínum. Við erum svo miklir ein- staklingshyggjumenn, að við þolum ekki, að nokkur sé öðrum fremri og reynum því að draga alla niður til okkar, sem fram úr skara. Þetta tel ég vera aðalgalla á íslenzku þjóðinni. Við reynum alltaf að gera minna úr náunganum í stað þess að styðja við bak- ið á þeim, sem vilja ryðja brautina og njóta um leið góðs af því, að slíkir menn skuli vera til. Tækninni fleygir fram, við stöndum eftir sundraðir og máttvana. Fólk hér á mjög erfitt með að slíta sig frá uppruna sínum og fjölskyldum. Ferskar nýj- ar hugmyndir eiga erfitt uppdráttar. Okkur hættir oft við að halda, að við séum guðs útvalda þjóð. Við gleymum okkur í sjálfs- ánægju yfir verkum forfeðranna. (Úr samtali við Arthur Knut Farestveit rit- höfund í Vísi 9. okt. 1968). SAMTÍÐIN óskar öllum Islendingum jóla. Helurilu heyrt þessar ? Verra gat það verið MAÐUR nokkur sagði oft, þegar hann lieyrði vondar fréttir: „Ja, verra gat það verið“. Eitl sinn liitti liann kunningja sinn, sem sagði: „Nú er það svart, maður! Heldurðu ekki, að hann Siggi skósmiður hafi kom- ið heim til sin í gær og sótt þannig að konunni sinni, að hún var í hörku faðm- lögum við einhvern náunga. Og hvað heldurðu, að Siggi hafi þá gert: Hann dró hara upp skammbyssu og skaut þau hæði — og sjálfan sig á eftir!“ „Ja, verra gat það verið, lagsmaður!“ „Hvað áttu við, maður?“ „Ég á við það, að ef hann Siggi hefði rekizt heim til sin daginn áður, þá liefði liann fundið mig í faðmlögum við kon- una sína“. Leizt ekki á nemendurna INNBROTSÞJÓFUR kom fyrir kvið- dóm í Englandi, og forseli dómsins sagði við liann: „Skýrið þér háttvirtum dóm- endum nú frá því, hvernig þér fóruð að því að opna peningaskápinn“. „Það liorgar sig ekki, því þeir mundu aldrei geta lært það“, anzaði þjófsi. Grét af engu MAÐUR nokkur sagði við eiginkonu siua: „Ileldurðu, að þú færir að gráta, ef ég dæi?“ „Því gæti ég' bezt trúað, því ég er svo tilfinninganæm, að ég græt stundum hókstaflega af engu“, anzaði konan.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.