Samtíðin - 01.12.1968, Blaðsíða 39

Samtíðin - 01.12.1968, Blaðsíða 39
SAMTÍÐJN 31 ÞEIR VITRU SÖGÐU ÞÓRARINN BJÖRNSSON: „Vandi kennara er ekki lítill, og' þarf margt til að vera góður kennari. Þekkingin ein luekkur skammt, þó að hún sé nauðsyn- leg. Kennari verður að vera óeigingjarn í starfi. Hann verður að gefa óspart af sjálfum sér. Nemendur þurfa helzt að finna, að hann njóti þess að veita. Þá verður kennari að vera gæddur SKILN- INGSGLEÐI, þarf að fyllast heilögum fögnuði yfir því að skynja og skýra sam- hengi hlutanna. Og jafnframt þarf hann að eiga FURÐUGÁFUNA, hæfileikann til að undrast og dást að margvíslegum fyr- irbærum tilverunnar. Það gefur máli hans lit 0g yl. Skilningur hins fullorðna er hér ehki nógur. Kennari verður einnig að ei8a hina fersku sýn barnsins, enda eru ttiargir góðir kennarar á vissan hátt barnalegir og varðveita lengi barnssál Slna og- hrifnæmi hennar. Loks er góður hennari gæddur sálrænum næmleika, sem skapar samúðarsamband milli kennara og nemanda. Án slíkra samúðartengsla er hætt við, að sáðkorn kennarans falli löng- 11111 í ófrjóan hug. Hið vandasama starf hennarans er mikið ábyrgðarstarf, eitt hið mesta í þjóðfélaginu. Kennara er trú- fyrir því, sem er dýrmætast alls: niannssálum“. L. LYONS: „Gerðu meira en tóra — hfðu. Gerðu meira en snerta — þreifaðu a- Gerðu meira en horfa — athugaðu. Lerðu meira en lesa — lærðu. Gerðu nieira en heyra — hlustaðu. — Gerðu nieira en hluta — gerðu þér ljóst. Gerðu nieira en hugsa — kryfðu til mergjar. — Ge,'ðu méira en tala — segðu eitthvað, Sein máli skiptir“. Á BÓKAMARKAÐINUM Sigurður H. Þorsteinsson: Islenzk frímerki 1969. Með myndum. Tólfta útgáfa (Catalogue of Icelandic Stamps). 96 bls., ób. kr. 150.00. Ingólfur Davíðsson og Ingimar Óskarsson: Garðagróður. Aðallega í Reykjavik, Hafnar- firði og á Akureyri. Með myndum og lit- myndum. 2. útg. aukin og endurbætt. 480 bls., ib. kr. 720.00. Halldór Laxness: Kristnihald undir jökli. Skáldsaga. 334 bls., ib. kr. 490.00. Óiafur Jóli. Signrðsson: Litbrigði jarðar. Saga. (Islenzk úrvalsrit 4), 88 bls., ób. kr. 150.00. Ólafur Briem: Norræn goðafræði. Kennslubók með myndum. 3. útg. 134 bls., ób. kr. 160.00. Jón Thoroddsen: Maður og kona. Skáldsaga. 6. úgáfa. Teikningar eftir Gunnlaug Schev- ir.g. Steigrímur J. Þorsteinsson bjó til prent- unar. 263 bls., ib. kr. 275.00. Guðrún frá Lundi: Gulnuð blöð. Skáldsaga. 252 bls., ib. kr. 325.00. Bættir eru bænda hættir: Landbúnaðurinn, saga hans og þróun. Tuttugu og átta þættir um helztu atriði í sögu og þróun íslenzks landbúnaðar. Teikningar eftir Halldór Pét- ursson. 176 bls., ib. kr. 532.00. Hátíðarljóð 1968. 26 óverðlaunuð ljóð. 55 bls., ób. kr. 125.00. Magni Guðmundsson: Þættir um efnahagsmál. Ritgerðir og erindi um efnahags- og þjóð- mál. 115 bls., ób. kr. 177.00. Ing-ibjörg- Sigurðardóttir: Vegur hamingjunn- ar. Skáldsaga. 140 bls., ib. kr. 240.00. Þorleifur Einarsson: Jarðfræði. Saga bergs og lands. Með myndum. 335 bls., ib. kr. 400.00. Knut Hamsun: Pan. Skáldsaga. Blöð úr fórum Tómasar Glahns liðsforingja. Jón Sigurðs- son frá Kaldaðarnesi þýddi. 230 bls., ib. kr. 270.00. Útvegum alíar fáanlegar bækur. Kaupið bækurnar og ritföngin þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Bókaverzlun ísafoldar Austurstræti 8. Reykjavík. Sími 1-45-27.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.