Samtíðin - 01.12.1968, Blaðsíða 20
12
SAMTÍÐIN
(--- ' ‘
ÁTTRÆÐA hllTKMENAIl)
Iflarc Ckagall
LISTMÁLARINN heimsfrægi, Marc
Chagall, er eins og óskasonur íslenzku
þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, dæmi-
gerður starfsmaður, er vinnur enn sem
ungur væri og á sér fjölda óleystra við-
fangsefna. Við hann hafa birzt mörg
merkileg viðtöl. Við tökum hér upp
nokkrar setningar meistarans úr einu
þeirra, sem við rákumst nýlega á í frönsku
hlaði.
Chagall opnaði hús sitt fyrir blaða-
manninum, eins og hann væri að fram-
kvæma helgiathöfn, og mælti:
„Afsakið, en ég er ekkert annað en
málning á fingrunum. Ég er að koma úr
2000 km ferðalagi, en hvað er það fyrir
ekki eldri mann en mig“. Og hann geng-
ur léttur í spori á undan gestinum inn í
rúmgott anddyri stóra nýja hússins síns
á hæðinni skammt frá Saint-Paul-de-
Vence i Suður-Frakklandi. Göngulag
hans minnir á Chaplin. Svo kveikir hann
ljós við glugga, sem er helmingi hærri en
hann sjálfur, og segir:
„Litið þér á leirmyndirnar mínar og
vegginn þarna, sem er allur úr mósaík,
og sólina, sem gengur sína leið. Allt þetta
hef ég búið til handa konunni minni.
Hérna sjáið þér myndir eftir mig. Hér er
mynd af bleikri Iiryssu fyrir vagni; hún
er frá 1927. Til vinstri á arinhillunni er
rismynd af Davíð konungi í granít frá
1952. — En nú þarf ég að kalla á kon-
una mína! Það er hún, sem þér þurfið
að hafa samtalið við. Það er hún, sem
kann að tala við yður, en ekki ég“. Og
listmálarinn verður á svipinn eins og full-
orðinslegur feiminn drengur.
Talið berst að lofti Parísaróperunnar,
sem Chagall var fenginn til að skreyta
fyrir nokkrum árum eins og frægt er
orðið.
„Feikna Iieiður fyrir mig“, segir hann,
„stórkostlegur!“ Svo verður hann sorg-
mæddur á svipinn og segir: „Ég lief sætt
miklum árásum fyrir það verk. Það ger-
ir afbrýðisemin“. Síðan hýrnar aftur yfir
honum, og hann hætir við: „En ráðherra
eins og Malraux getur ekki skjátlazt.
Feiknarlega mikilhæfur ráðherra. Hann
spurði mig ekki einu sinni að því, hvort
ég vildi vinna þetta verk. I huga hans var
það þegar afráðið fyrirfram. En svo upp-
hófust þjáningarnar. Oft neitaði ég að
vinna þetta ofhoðslega verk“.
Þögn.
Chagall virðir fyrir sér eitt af málverk-
um sínum á veggnum. „Þér sjáið þetta
málverk", segir hann. „Það er fullgert.
Ég hef sett nafnið mitt á það. Það er
kraftaverk eins og loftið í Óperunni,
kraftaverk, sem gerist í hvert skipti, sem
ég byrja á nýju málverki, byrja að festa
það á hreinan striga, þangað til ])ví er
lokið, til síðasta pensildráttar, meðan ég
er að setja nafnið mitt á það, ramma það