Samtíðin - 01.12.1968, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.12.1968, Blaðsíða 18
10 SAMTÍÐIN myndavél og teikniblokk. Þar teiknaði hann fugla, dýr og blóm ásamt kynlegum klettum og ljósmyndaði auk þess allt, sem hann komst í færi við. Mest gaman hafði hann af að ganga eftir strandlengjunni með- fram Hoxasundi. Þar eru rauðleitir ekki all- háir klettar, ýmist berir eða grasi grónir, með keltneskum áletrunum. Þarna reikaði úrsmiðurinn oft tímunum saman aleinn eða réri á kænu út á sundið og lét bátinn berast með flóðinu, meðan hann skyggndist sjálfur um gegnum sjónauka sinn. Örskammt þaðan er Skapaflói, hið fræga herskipalægi Breta í báðum heimsstyrjöld- unum, enda talinn ein öruggasta flotastöð heimsins. Þar lá um þessar mundir obbinn af herflota Bretlands, allar tegundir her- skipa, m. a. bryndrekinn „Royal Oak“ frá 1914, 29 150 lestir með 1200 manna áhöfn, frægur eftir sigur Breta í sjóorrustunni við Jótlandssíðu 31. maí 1916, endurgerður sam- kvæmt kröfum tímans árið 1938. Skapaflói er 10X10 km að stærð, um- kringdur eyjum. Mjó sund með tálmunum af náttúrunnar völdum, bæði ofan sjávav klettum og blindskerjum. eru þaðan í allar áttir til hafs. Eru þrjú þeirra mest: Hoxa- sund, Holm og Hoy. Öll skipgeng sund úr Skapaflóa voru jafnvel á friðartímum alsett geysimiklum kafbátanetum, og var gerð þeirra og lögn auðvitað algert hernaðar- leyndarmál. Eftir lok heimsstyrjaldarinnar fyrri í nóvember 1918 hafði þýzki herskipa- flotinn verið lokaður inni á flóanum, og þar sökktu þýzku skipshafnirnar honum 22. júní 1919, samkvæmt skipun þýzka flotaforingj- ans von Reuters. ÚRSMIÐURINN gerði sér ákaflega títt um Skapaflóa og sögu hans. Því var það, að hann var öllum stundum, er tóm gafst, á rölti meðfram flóanum og Hoxasundi um 12 ára skeið. Þaðan sá hann vel til ferða brezku herskipanna, er komu og fóru. Ef leita þurfti staðgóðra upplýsinga um eitt eða annað, sem Albert úrsmiður reyndist ófróður um, voru hæg heimatökin að afla þeirra hjá sjóliðun- um, sem voru trölltryggir viðskiptavinir hans. Og úrsmiðurinn lagði það ekki í vana sinn að afgreiða þá þegjandi. Ef samtal hans við einhvern þeirra dróst á langinn, gátu aðrir, sem biðu afgreiðslu í búðinni, fengið að leggja þar orð í belg! í Kirkwall hafði enginn maður hraðann á. Þar stóð lífið kyrrt, meðan uggur og óró æxluðust annars staðar um heimsbyggðina. Þegar þeir Hitler og Stalin létu heri sína hefja leiftursókn úr austri og vestri inn í Pólland í septemberbyrjun 1939, var heims- styrjöldin síðari hafin. Hinn 3. september sögðu Englendingar og Frakkar Þjóðverjum stríð á hendur. Undanfari þessa hrikalega hildarleiks var innrás Þjóðverja í Tékkó- slóvakíu í marz 1938 eftir árangurslausar friðarviðræður þeirra Hitlers og Chamber- lains. Albert Ortel úrsmiður varð fyrstur manna í Kirkwall til þess að hengja brezka þjóð- fánann yfir dyr sínar, er stríðið brauzt út. ,,Nú er ég Englendingur, en ekki framar Svisslendingur“, var haft eftir honum við það tækifæri. En Albert gerði meira til að sýna Bret- um fölskvalausan vinarhug sinn. Hann keypti til að mynda fleiri stríðsskpldabréf en nokkur annar maður í Kirkwall. Hann barmaði sér, svo að margir heyrðu, yfir því að geta ekki fyrir aldurs sakir gengið í her- inn. Gat nokkur leyft sér að efast um óskor- aða hollustu úrsmiðsins við Breta eftir allt þetta? Umræðurnar í búð hans snérust nú vitan- lega því nær einvörðungu um styrjöldina. Þar var af nógu að taka, ekki sízt vegna ná- lægðar Skapaflóa. Úrsmiðurinn hafði símal- andi útvarp í búð sinni. Þar gat hver, sem vildi, hlustað á stríðsfréttir frá morgni til kvölds. Síðan hófust fjörugar umræður um stríðið. Sjóliðarnir frá Skapaflóa gátu lagt þar óspart orð í belg með skýringum, sem voru á fárra vitorði. f októberbyrjun 1939 sáu fiskarar austan við Skapaflóa. að eitthvað óvenjulegt var að gerast á Hoxasundi, en það hafði þá verið lokað öllum einkaskipum um nokkurt skeið. Hópar lítilla herskipa fóru um sundið allan sólarhringinn eða lágu þar við akkeri á ýms- um stöðum. Hvort mundi hér vera um eitt- hvað enn alvarlegra en venjulegt gæzlustarf að ræða? Um það var óspart rætt í búð Alberts úrsmiðs. Fiskari nokkur lét i ljós grunsemd sína um, að verið væri að huga að tálmunum í sundinu, enda ekki að ástæðu- lausu. Úrsmiðurinn spurði, hvort ekki myndi full þörf á að endurnýja þær öðru hverju, sjávardýr gætu skemmt girðingarstaurana,

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.