Samtíðin - 01.12.1968, Blaðsíða 37

Samtíðin - 01.12.1968, Blaðsíða 37
SAMTÍÐIN 29 STJÖRNUSPÁ ALLRA DAGA í DESEMBER með hamingjuóskum til afmælisbarna mánaðarins. 1. Þér er spáð hugsanlegri uppheíð, ef þú ert forsjál(l). 2. Heppilegast verður að fara að öllu með gát og eiga ekkert í hættu, hvað fjármálin snertir. 3. Útlit er fyrir, að vinátta annarra komi þér að miklu haldi á þessu ári. Farðu varlega í ástamálum. 4. Horfurnar eru góðar, hvað tekjur snertir, en ekki er vist, að þú komir aðaláhugamáli þinu í framkvæmd. Óvæntur atburður getur glatt þig. 5. Þetta getur orðið þér heillaríkt ár, ef þú gætir þess, að allt sé í lagi. Ástamálin munu ganga að óskum. 6. Reyndu að halda í horfinu, og varastu freistingar, hvað fjármálin snertir; þá mun vel fara, þótt siðar verði. 7. Útlit er fyrir, að þú eigir við einhver vandamál að stríða, en góðvild annarra mun verða þér happadrjúg. Störfin munu ganga vel. 8. Enda þótt ýmislegt kunni að verða þér til tafar, muntu sigrast á örðugleikunum með ár- vekni og dugnaði. 9. Þér er spáð öruggri framsókn og jafnvel óvæntri hamingju. 10. Ágætt ár, sem verður þér happadrjúgt frá efnahagslegu sjónarmiði. Gamlar væringar kunna að skjóta upp kollinum, en þær verða þér ekki að meini. 11. Með viljaþreki og staðfestu muntu ná settu marki. Láttu fjárhagslegt happ ekki koma þér úr jafnvægi. 12. Árið kann að reynast þér örðugt, hvað tilfinningamálin snertir, en staðfesta þín mun sigrast á þeim. 13. Þetta getur orðið spennandi ár, og útlit er fyrir farsæld, eftir að öldurnar hefur lægt. 14. Ágætt ár til fjár og óska. Störf þín og viðskipti munu einnig ganga að óskum. 15. Einhverjir örðugleikar kunna að steðja að snemma á árinu, en þú munt sigrast á þeim °g ná settu marki. Tómstundastörfin munu veita þér ánægju. 16. Snöggar breytingar geta orðið þér ábata- samar, en ástamálin kunna að verða örðug við- fangs. 17. Allt mun ganga hægt og rólega á þessu ári. Vertu ekki of veiðibráð(ur). Hafðu hemil á tilfinningum þinum, og settu markið ekki allt of hátt. 18. Notalegt ár með góðri afkomu á öllum sviðum. Útlit er fyrir eitt happ og ef til vill einnig smá óhapp. 19. Gott ár, hvað framtíðaröryggið snertir, ef þú verður á verði og tekur skarplegar ákvarðanir. Þú átt leikinn á næsta ári. 20. Sæktu fram með eldmóði æskunnar. Fjármálin kunna að reynast þér örðug, en láttu það ekki á þig fá. 21. Enda þótt þér virðist fyrstu mánuðir árs- ins fremur dauflegir, skaltu vera þolinmóð(ur). því hamingjan er á næsta leiti fyrir tilstyrk góðra manna. 22. Þú átt afbragðsár í vændum á flestum sviðum, jafnvel bezta ár, sem hugsazt getur. 23. Fyrst í stað verður allt með kyrrum kjörum. Þú skalt spara kraftana á meðan til átaka seinna á árinu. 24. Mikilsvert ár, hvað störf þín snertir. Stefndu hátt, og leitaðu þér aukinnar mennt- unar sem baráttuvopns. 25. Skemmtilegt ár, en viðbúið er, að þú verðir svartsýn(n), hvað óskadraum þinn snertir. Einkalif þitt verður ánægjulegt. 26. Þú munt þroskast i baráttu við nokkur vonbrigði og fjárhagslega örðugleika. Þér mun veitast tækifæri til að ljá góðu málefni lið. 27. Störf þín verða svipuð og áður, en gæfar. getur orðið þér hliðholl. Skyldmenni þín munu eiga þátt í þvi. 28. Þér mun leiðast kyrrstaðan í þjóðlífinu, sem hefur áhrif á störf þín. Vertu ekki of bráðlát(ur), hvað hagsbætur snertir. 29. Útlit er fyrir, að þú munir ná settu marki, sem getur orðið það stórkostlegt, að þú verðir að einbeita öllum tíma þínum og kröftum að því. 30. Á þessu ári er mikilsvert að vera bjart- sýn(n). Gerhugsaðu málin, áður en til fram- kvæmda kemur. 31. Útlitið er frábærlega gott. Þú munt efn- ast vel og geta leyft þér ýmsan munað. Óvænt höpp munu sennilega falla þér í skaut.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.