Samtíðin - 01.12.1968, Blaðsíða 21
SAMTlÐIN
13
inn, reka nagla í vegginn og hengja mynd-
ina á hann. Allt er þetta kraftaverk! Og
þó: Ég er ekki hrifinn af orðinu krafta-
verk. Annaðhvort er maður innblásinn
eða maður er flón!“
Og aftur verður Chagall vandræðaleg-
ur á svipinn og segir: „Æ — nei. Birtið
ekki þetta samtal við mig. Ég kann ekki
að segja frá. Auk þess hef ég sagt allt af
létta, skrifað það allt sjálfur. Bókin mín
heitir: Ævi mín. Hún kom út í Þýzka-
landi fyrir stríð og í Frakldandi 1957.
Árið 1919, en þá varð ég þrítugur, var ég
byrjaður á ævisögu minni. Ég hef ort
kvæði. Nokkur þeirra eru i bókinni
minni“.
Og hann fer að fletta bókinni, sem
blaðamaðurinn hefur komið með, og sá
síðarnefndi les yfir öxl meistarans þessi
orð í henni: „Ég á aðeins það land, sem
býr i sál minni. Þangað fer ég án vega-
bréfs, eins og ég væri að fara heim til
mín . . .“ Svo heldur Chagall áfram: „Ég
kom til Frakklands með rætur mínar í
öðrum jarðvegi, með annarlega mold á
skónum. Og allt í einu öðlaðist ég, nauð-
ugur viljugur, nýja fótfestu hér.
Þarna er mynd af móður minni, þegar
hún var 17 ára. Fólk sagði, að lnin væri
eins og lítil brúða, og samt var hún þá
gift. Sjáið þér: Hún stendur á tánum til
að sýnast hærri. Og þetta er hann faðir
minn kornungur, ekki nema tvítugur;
hann situr við hlið mömmu eins og virðu-
legur embættismaður.
Við vorum mörg systkinin austur í
Vitebsk í Rússlándi, 6 telpur og 3 piltar.
Það voru margir munnar að metta. Tólf
ára gamall var ég settur í teikniskóla. Það
var fyrsta dásemd lífs míns. Fyrstu mynd-
irnar mínar málaði ég á strigapoka og
hengdi þær yfir rúmið mitt. En móðir
niín og systur tóku pokana niður af nögl-
unum til að nota þá undir kartöflur! ...
Þegar barn fæðist úr móðurkviði, þá
grætur það. Sérhvert verk kemur grátantlí
i heiminn .. .
Þegar ég var 21 ns árs, strauk ég til St.
Pétursborgar til að komast í Keisaralega
listaskólann þar. En það var í París 2
árum seinna, árið 1910, sem ég fór fyrsL
að öðlast myndskyn. Þá þvoði ég mér um
augun. Áður skorti mig allt lífsins krydd.
Síðan komu allar listastefnurnar til sög-
unnar. Á næstu 20 árunum endurskapaði
málaralistin heiminn!!! En við vissum
ekki, hvað við mundum verða einn góð-
an veðui’dag. Að mínu áliti var Modigliani
þá bai’a ungur drykkfelldur piltur.
Picasso með allt sitt viljaþrek til að
brjótast áfram, fann upp afski’æmdu
myndirnar (og Chagall ypptir öxlum).
En hann var nú samt ekki brautryðjand-
inn á því sviði! Juan Gi’is hafði málað
þær á undan honum! En Picasso málaði
hara myndir til að gera fólk hrætt!
Apollinaire, það var rninn rnaður. Hann
hafði ort til mín kvæði fyrir fyrstu sýn-
inguna rnína í Bei’lín 1914. Ég sé enn
þá fyi'ir mér skriftina hans á matseðlin-
um í veitingahúsinu „Le Bouillon Duval“
á Montparnasse. Smágerða rithöndin
hans, sem hann kallaði skrautskrift, varð
seinna fræg. En þá fannst mér hún bara
meinlaust pár!“
Chagall heldur áfram: „Verkefni mín
eru mér lífið sjálft: ástin, fæðingin, dauð-
inn. Og yfir öllu þessu ríkir Guð einn. Ég
get ekki málað án hrifningar. Ég hrífst,
þegar ég er einn, aleinn. Ég byrja venju-
lega að mála mynd alklæddur, og síðan
öðlast ákafinn, skáldskapurinn útrás. Þá
fer ég úr fötunum, fyrst skyrtunni ... Ég
lifi og hi'ærist í litunum!
Ég reyki ekki. Ég drekk ekki. Ég hef
aldrei notið neins annars en að mála. Þeg-
ar ég var barn, lék ég mér aldrei ...“
Aðspurður, hvort Chagall hefði n^’lega
verið í New York, svaraði hann:
„Þér hafið séð stóru veggmyndina mina