Samtíðin - 01.12.1968, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN
9
Hernjósnir stórveldanna eru geigvæn-
legar. Hámarki ná þær vitanlega á
styrjaldartímum, en þeim linnir ekki,
þó að friður eigi að heita ríkjandi,
eins og eftirfarandi frásögn sannar.
SKANDALINN
Á SKAPAFLÓA
ÁRIÐ 1927 fluttist maður nokkur til
Kirkwall (Kirkjuvogs) á Pomonaeyju í
Orkneyjaklasanum. Hann sagðist heita
Albert Ortel og vera Svisslendingur. Kom
þá engum á óvart, þótt hann gerðist starfs-
maður hjá úrsmið í bænum, Dennis Eynhall-
ow að nafni.
Albert þessi var hinn altillegasti og virtist
hverjum manni vel. Hann reyndist framúr-
skarandi geðfelldur afgreiðslumaður í úra-
verzluninni. Útlendi ljóminn af honum varð
íbúum smábæjarins þægileg tilbreyting í
staðnaðri eymennskunni. Auk þess var Sviss-
lendingur þessi afburða úrsmiður, eins og
vænta mátti, og er ekki að orðlengja, að
viðskiptin við Eynhallow stórjukust við til-
komu hans.
Albert Ortel var hófsamur og sparneyt-
inn eins og sönnum Svisslendingi sæmdi.
Hann stefndi brátt markvisst að því að
stofna sjálfur úra- og listmunaverzlun í
Kirkwall. Þóttist Eynhallow sjá sæng sína
uppreidda, ef úr því yrði, og tók því það
ráð að hækka við hann kaupið til að reyna
að fá hann ofan af þessu. Það varð auðvitað
til þess eins að flýta fyrir áformi Svisslend-
ingsins, og árið 1931 stofnaði hann verzlun,
Þar sem aðaláherzlan var lögð á úrasölu og
úraviðgerðir. Er nú skemmst frá að segja.
að viðskiptamenn Eynhallows streymdu til
Alberts, enda fór hvort tveggja saman hjá
honum: frábær kunnátta í úraviðgerðum og
eindæma mannhylli. Hann gerði sér engan
mannamun, heldur leiðbeindi öllum, örvaði
Þá til athafna og hreif hvern mann, sem
kynntist honum, með vinsemd sinni. Hentu
eyjaskeggjar ekki sízt gaman að erlenda
hreimnum í rödd hans, þegar hann var að
bera sig að tala mállýzku þeirra.
Meðal viðskiptamanna Alberts úrsmiðs
voru sjóliðar frá brezku flotastöðinni í Skapa-
flóa, sem var örskammt frá Kirkwall. Þeir
keyptu af honum hvers konar gjafir handa
ástvinum sínum. Þeir skeggræddu við hann
um allt milli himins og jarðar, enda kunni
úrsmiðurinn skil á löndum og þjóðum um
víða veröld. Áhuga hans á málefnum sjó-
liðanna virtust engin takmörk sett.
Albert var ókvæntur, en honum leiddist
samt ekki í hinu nýja umhverfi. Orkneying-
ar tóku honum undir eins opnum örmum og
kepptust um að bjóða honum heim til sín.
Auk þess fór hann í róðra með fiskimönn-
um, seig í björg með fuglurum og spilaði
bridge við fólkið í Kirkwall. Hann gerðist
brátt þvílíkur heimamaður á Pomonu, að
honum þótti fyrir því að verða að skreppa
þaðan til Sviss á hverju sumri til að hitta
að máli aldurhniginn föður sinn og fjöl-
mennt frændlið. Að fám árum liðnum hætti
hann þessum heimsóknum, og árið 1932 öðl-
aðist hann brezkt ríkisfang. Eftir það var
ekkert, sem benti til þess, að hann væri út-
lendingur annað en nafn hans, því að Bret-
ar reyndust ekki þeir harðstjórar gagnvart
erlendum innflytjendum að krefjast þess, að
þeir skiptu um nöfn, eins og íslenzk yfir-
völd láta sér sæma og teljast má með nokkr-
um hætti undarleg ráðstöfun, svo að ekki
sé dýpra tekið í árinni.
Svo gróinn gerðist þessi svissneski úr-
smiður við hina nýju átthaga sína, að hann
sat þar brátt sem fastast og lét sér Þá nægja
að skrifa karli föður sínum í stað þess að
heimsækja hann ár hvert. Og synd væri að
segja, að hann hefði reynzt pennalatur, því
að hann skrifaði gamla manninum ekki
sjaldnar en hálfsmánaðarlega. Auk þess var
úrsmiðurinn sískrifandi öðrum ættmennum,
enda sagði hann, að fjölskylda sín væri ákaf-
lega stór og dreifð um alla Evrópu.
Ýmsir frændur og vinir Alberts heim-
sóttu hann í Kirkwall. Auðvitað töluðu þeir
allir með svissneskum hreim. Nokkrir þeirra
urðu svo hrifnir af eyjunni, að þeir settust
þar að. Liðsinnti úrsmiðurinn þeim eftir
föngum við útvegun atvinnu og dvalarstaðar.
Engan furðaði á því, að Svisslendingur
skyldi heillast af hafinu. Hvenær sem færi
gafst, fór Albert út á strönd með sjónauka,