Samtíðin - 01.12.1968, Side 22
i
14
1 anddyri nýju Óperunnar? Hún er falleg,
er ekki svo? Það er alltaf verið að biðja
mig að skapa þessar Operur!“ segir hann
i gamni.
„Herra Malraux vill efna til stórrar
sýningar á verkum mínum, stórkostlegt
fyrirtæki, — ef til vill á þessu ári í Grand-
Palais, já, já, eins og á verkum Picassos!
Og núna er ég að ljúka við að afgreiða
pöntun frá Bandaríkjunum: Gluggarúðu-
skreytingar í einkakapellu Rockefellers.
Ég er mikið beðinn um að skreyta glugga-
rúður, eins og þcr vitið, m. a. rúðumar
í dómkirkjuna í Metz, „gluggarúðu frið-
arins“, setta upp að tilhlutun Sameinuðu
þjóðanna til minningar um Hammer-
skjöld, minningamerkið, sem gefið var út
4. nóvember, rúðurnar í litlu synagóguna
í Jerúsalem. 0, Jersúsalem, mesta opin-
berun lífs míns. Hreinleikinn ...“
Að lokum segir meistarinn: „Eitt þykir
mér verst, og það er, að ég veit aldrei,
hvenær ég hef lokið við mynd. Að mínu
áliti er henni aldrei lokið. Áður fyrr, þeg-
ar ég var einn, ókvæntur, vissi ég það.
Síðan ég kvæntist, hef ég alltaf spurt
konurnar mínar ráða í þessum efnum. Sú
fyrri þeirra, Bella, sem dó 1944, el'tir að
við höfðum verið gift í 29 ár, varð feg-
urðin í öllum myndum mínum. -— Síð-
ustu 15 árin, sem ég hef verið kvæntur
Valentínu, hefur hún alltaf sagt mér,
hvenær myndirnar mínar væru fullgerð-
ar. „Þetta er gott. Þú getur liætt. Mynd-
inni er lokið“, hefur hún sagt, og þá hef
ég látið verkinu lokið“.
Blaðamaðurinn kveður Chagall að
sinni með handabandi. Hörundið á hönd
snillingsins er hrjúft, þurrt og heitt við-
komu eins og sólvermdur steinn, tafla,
lögmálstöflur Móse.
SAMTÍÐIN
☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆
Astleitnir karlmenn
FRÁSKILDAR konur í Englandi segjast,
ekki hafa nokkurn stundlegan frið fyrir
ástleitnum karlmönnum. Þessi staðreynd
hefur vakið þá spurningu, hvernig á því
standi, að þessar einstæðingskonur séu
svona gífurlega eftirsóttar. Ein þeirra sagði:
„Karlmenn ásóttu mig eins og ránfuglar,
undir eins og þeir fréttu, að ég væri orðin
frí og frjáls“.
Önnur, sem er hjúkrunarkona, sagði:
„Karlmenn, sem ég hafði þekkt og starfað
með árum saman, voru sihringjandi til mín,
eftir að við hjónin skildum, og voru svo
frekir, að allt útlit var fyrir, að þeir álitu,
að ég væri til í tuskið með hverjum, sem
hafa vildi og hvenær sem væri“.
Sú þriðja sagði: „Allir nánustu vinir okk-
ar hjónanna, sem voru kvæntir — að ein-
ungis tveim undanskildum — reyndu að fá
mig á stefnumót við sig eftir skilnað okkar
hjónanna".
Og lítið stoðaði, þótt þessar konur segðu
NEI, því að karlmennirnir létust ekki heyra
það, en sögðu: „Þú ert nú ekkert barn
lengur“.
Um þetta ástand hefur rithöfundurinn
Morton Hunt nýlega skrifað bók, sem nefn-
ist á ensku: The World Of Formerly Married
(Tilvera þeirra, sem áður lifðu í hjóna-
bandi). Hún varpar skýru ljósi á vandamál
kvenna sem þeirra, er að framan getur. Hunt
hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að sum
fráskilin hjón giftist aftur, en önnur hegði
sér eins og flón. Kátar fráskildar konur og
ekkjur vaða uppi í samkvæmislífinu. — 5
af hverjum 6 persónum, er lent hafa í skiln-
aði í Bandaríkjunum, hefja ástalif að nýju
innan árs, og eru þá fæstar við eina fjölina
felldar. Sumar af þessum manneskjum verj-
ast einstæðingsskapnum með því að ástunda
svonefndar „keðjuástir", af því að þær þora
ekki að slíta gömul ástatengsl, fyrr en þær
hafa tryggt sér önnur haldbetri.
í Bretlandi eru nú um 45.000 hjónaskiln-
aðir árlega eða 6 sinnum fleiri en árið 1945.
Af hverjum 9 hjónaböndum er talið líklegt,
að 1 endi með skilnaði. Enn fleiri hjóna-
skilnaðir verða þó árlega í Bandaríkjunum;
þar skilja fjórðu hver hjón.