Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 34
34 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR
AÐ SNAPPA
Hafið þið einhvern tímann
heyrt sögnina að snappa
notaða?
Elín: Nei, aldrei! Þetta er
eitthvað alveg út í hött. Er það
kannski eitthvað svipað og að
snapa?
Nei, þetta er ekkert skylt
henni, en töluvert mikið notað
í dag og merkir að missa
stjórn á skapi sínu.
Guðrún: Nú man ég að ég hef
heyrt þetta áður. Ég skildi bara
aldrei hvað var verið að segja.
Í RUSL
Hvað með að að gera eitt-
hvað alveg í rusl?
Kristjana: Þýðir þetta ekki
bara að vera í rusli?
Nei, ekki beint. Til dæmis
segja sumir sem eru mikið
í líkamsrækt að þeir ætli að
massa sig í rusl!
Guðrún: Þetta veit enginn! Ég
veit alla vega ekkert um þetta.
Elín: Þýðir þetta ekki bara
að berja í klessu, að massa
einhvern í rusl?
Það er ekki fjarri lagi, en
þýðingin er einfaldlega „mjög
mikið“.
Guðrún: Ja hérna hér, eru
það svona orð sem þeir eru
að koma sér upp í skólunum
núna?
AÐ EIPSJITTA
Getið þið ímyndað ykkur
hvað fólk meinar með því að
eipsjitta?
Kristjana: Að setja eitthvað
inn, kannski?
Svo er lítið um vangaveltur,
enda ekki auðvelt að lesa
í þetta orð. Þýðingin er að
taka brjálæðiskast eða rakka
einhvern niður.
Elín: „Ja hérna, alltaf heyrir
maður eitthvað nýtt! Það er
eins gott að muna þetta þegar
barnabörnin koma í heim-
sókn. Nú ætla ég að segja
við krakkana mína ef þau eru
með læti: „Ertu að snappa
eða hvað?“
Guðrún: Heldurðu að við
ætlum að fara að láta svona?
O nei!“
➜ SNAPPAÐ OG EIPSJITTAÐ
HISSA Á ÞESSU Þær Guðrún Ragnarsdóttir, Kristjana Þorkelsdóttir og Elín Magnúsdóttir voru heldur hissa
yfir orðunum sem blaðamaður bar á borð fyrir þær.
Bringubítill, hvað haldið þið að það sé?
Matthías Tryggvi: Einn úr Bítlunum eða
eitthvað?
Íris: Er það kannski bara trefill?
Þetta er orð notað til að lýsa karlmanni.
Jökull Bjarki: Er þetta ekki bara maður með
mikið af bringuhárum?
Já, það er rétt, þýðingin er karlmaður loðinn
á bringunni.
Hvað með orðið barnabellir, getið þið
ímyndað ykkur hvað það er?
Íris: Getur þetta verið pössunarpía?
Þetta er sko matur.
Lilja Rós: Barnamauk?
Matthías Tryggvi: Ég get ekki einu sinni
ímyndað mér það,
Þýðingin er pulsur.
Hvað með handjárn í annarri merkingu en
þeirri augljósu?
Íris: Hringur?
Sem er rétt. En ákveðin tegund af hring.
Guðrún Fanney: Giftingarhringur?
Handjárn eru einmitt trúlofunar- eða gifting-
arhringir.
Hvað með orðið tungufoss?
Guðrún Fanney: Einhver sem talar mikið?
Matthías Tryggvi: Já, einhver sem blaðrar og
blaðrar?
Já, einmitt, það er rétt. Þýðingin er málglað-
ur maður, málskrafsmaður, kjaftakvörn.
Er eitthvert orð sem þið mynduð nota í sama
tilgangi?
Lilja Rós: Sennilega bara munnræpa.
Frímann
Íris: Er það ekki bara gaur á lausu?
Lilja Rós: Einhver sem er stikkfrí?
Guðrún Fanney: Gaur í fríi?
Frímann er einmitt starfsmaður sem tekur
sér oft frí.
Utangarðsmál í nútíð og fortíð
Skilja ömmur og afar ekkert í því hvað barnabörnin eru að fara þegar þau segjast vera að snappa? Hólmfríður Helga Sigurðardótt-
ir og Gunnar V. Andrésson ljósmyndari heimsóttu heimilisfólkið á Grund og brugðu fyrir það nokkrum slanguryrðum úr nútím-
anum. Nemendur í tíunda bekk í Hagaskóla fengu hins vegar að spreyta sig á orðum úr eldri slangurorðabók frá árinu 1982.
ENGIR TUNGUFOSSAR EN MEÐ ALLT Á HREINU Þau Íris, Guðrún Fanney, Jökull Bjarki, Matthías Tryggvi og Lilja Rós áttu ekki í miklum erfiðleikum með að geta í slangrið frá því snemma á 9. áratugnum.
S
langur er óumdeilanlega sá hluti
tungunnar sem hvað mest fútt er
í. Og það á einnig sinn þátt í því
að stía fólki í sundur og skipta því
í flokka. Gamla fólkið hækkar í
heyrnartækjunum þegar ungl-
ingarnir opna munninn, án árangurs og
skilnings. Og hver kannast ekki við að hafa
ekkert botnað í samræðum bankamanna og
annarra fjármálaspekúlanta þegar pening-
ar og hlutabréf voru tekin fyrir í hverjum
umræðuþætti í sjónvarpinu?
Eins gott og það gæti verið að geta ráðið
í óskiljanlegt slangur þeirra sem tilheyra
öðrum þjóðfélagskreðsum hefur furðulítið
verið gert til að halda því til haga. En nú á
að bæta úr þessu. Á vefslóðinni http://slang-
ur.snara.is er komin slangurorðabók þar
sem öllum er frjálst að leggja orð í belg.
Miðað við viðtökur hennar og þann fjölda
orða sem þegar hefur ratað á síðuna þarf
enginn að efast um að íslenskan sé sprell-
lifandi tungumál.
Það eru íslenskufræðingar sem að bókinni
standa, þeir Einar Björn Magnússon og Guð-
laugur Jón Árnason. Þeir ætla sér að gefa
bókina út á prenti þegar fjöldi orðanna nær
3-4000.
Það eru að nálgast þrjátíu ár frá því sam-
bærileg orðabók kom síðast í bókahillur. Sú
heitir Slangur, slettur, bannorð og annað
utangarðsmál, kom út árið 1982 og var rit-
stýrt af þeim Merði Árnasyni, Svavari Sig-
mundssyni og Örnólfi Thorssyni. Það er hin
mesta skemmtun að fletta þeirri bók og eru
allir í leit að kætandi lesefni hvattir til þess
að skottast út á bókasafn og ná sér í eintak.
Þrátt fyrir að hún muni að eilífu standa fyrir
sínu, í það minnsta hvað skemmtanagildi
varðar, er útgáfa nýrrar bókar löngu tíma-
bær. Fyrir þrjátíu árum var ekkert internet
og engir gsm-símar. Hlutir sem hafa koll-
varpað tilveru mannfólksins, eins og sést vel
á hvað slangur nútímans er litað af því.