Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 34

Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 34
34 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR AÐ SNAPPA Hafið þið einhvern tímann heyrt sögnina að snappa notaða? Elín: Nei, aldrei! Þetta er eitthvað alveg út í hött. Er það kannski eitthvað svipað og að snapa? Nei, þetta er ekkert skylt henni, en töluvert mikið notað í dag og merkir að missa stjórn á skapi sínu. Guðrún: Nú man ég að ég hef heyrt þetta áður. Ég skildi bara aldrei hvað var verið að segja. Í RUSL Hvað með að að gera eitt- hvað alveg í rusl? Kristjana: Þýðir þetta ekki bara að vera í rusli? Nei, ekki beint. Til dæmis segja sumir sem eru mikið í líkamsrækt að þeir ætli að massa sig í rusl! Guðrún: Þetta veit enginn! Ég veit alla vega ekkert um þetta. Elín: Þýðir þetta ekki bara að berja í klessu, að massa einhvern í rusl? Það er ekki fjarri lagi, en þýðingin er einfaldlega „mjög mikið“. Guðrún: Ja hérna hér, eru það svona orð sem þeir eru að koma sér upp í skólunum núna? AÐ EIPSJITTA Getið þið ímyndað ykkur hvað fólk meinar með því að eipsjitta? Kristjana: Að setja eitthvað inn, kannski? Svo er lítið um vangaveltur, enda ekki auðvelt að lesa í þetta orð. Þýðingin er að taka brjálæðiskast eða rakka einhvern niður. Elín: „Ja hérna, alltaf heyrir maður eitthvað nýtt! Það er eins gott að muna þetta þegar barnabörnin koma í heim- sókn. Nú ætla ég að segja við krakkana mína ef þau eru með læti: „Ertu að snappa eða hvað?“ Guðrún: Heldurðu að við ætlum að fara að láta svona? O nei!“ ➜ SNAPPAÐ OG EIPSJITTAÐ HISSA Á ÞESSU Þær Guðrún Ragnarsdóttir, Kristjana Þorkelsdóttir og Elín Magnúsdóttir voru heldur hissa yfir orðunum sem blaðamaður bar á borð fyrir þær. Bringubítill, hvað haldið þið að það sé? Matthías Tryggvi: Einn úr Bítlunum eða eitthvað? Íris: Er það kannski bara trefill? Þetta er orð notað til að lýsa karlmanni. Jökull Bjarki: Er þetta ekki bara maður með mikið af bringuhárum? Já, það er rétt, þýðingin er karlmaður loðinn á bringunni. Hvað með orðið barnabellir, getið þið ímyndað ykkur hvað það er? Íris: Getur þetta verið pössunarpía? Þetta er sko matur. Lilja Rós: Barnamauk? Matthías Tryggvi: Ég get ekki einu sinni ímyndað mér það, Þýðingin er pulsur. Hvað með handjárn í annarri merkingu en þeirri augljósu? Íris: Hringur? Sem er rétt. En ákveðin tegund af hring. Guðrún Fanney: Giftingarhringur? Handjárn eru einmitt trúlofunar- eða gifting- arhringir. Hvað með orðið tungufoss? Guðrún Fanney: Einhver sem talar mikið? Matthías Tryggvi: Já, einhver sem blaðrar og blaðrar? Já, einmitt, það er rétt. Þýðingin er málglað- ur maður, málskrafsmaður, kjaftakvörn. Er eitthvert orð sem þið mynduð nota í sama tilgangi? Lilja Rós: Sennilega bara munnræpa. Frímann Íris: Er það ekki bara gaur á lausu? Lilja Rós: Einhver sem er stikkfrí? Guðrún Fanney: Gaur í fríi? Frímann er einmitt starfsmaður sem tekur sér oft frí. Utangarðsmál í nútíð og fortíð Skilja ömmur og afar ekkert í því hvað barnabörnin eru að fara þegar þau segjast vera að snappa? Hólmfríður Helga Sigurðardótt- ir og Gunnar V. Andrésson ljósmyndari heimsóttu heimilisfólkið á Grund og brugðu fyrir það nokkrum slanguryrðum úr nútím- anum. Nemendur í tíunda bekk í Hagaskóla fengu hins vegar að spreyta sig á orðum úr eldri slangurorðabók frá árinu 1982. ENGIR TUNGUFOSSAR EN MEÐ ALLT Á HREINU Þau Íris, Guðrún Fanney, Jökull Bjarki, Matthías Tryggvi og Lilja Rós áttu ekki í miklum erfiðleikum með að geta í slangrið frá því snemma á 9. áratugnum. S langur er óumdeilanlega sá hluti tungunnar sem hvað mest fútt er í. Og það á einnig sinn þátt í því að stía fólki í sundur og skipta því í flokka. Gamla fólkið hækkar í heyrnartækjunum þegar ungl- ingarnir opna munninn, án árangurs og skilnings. Og hver kannast ekki við að hafa ekkert botnað í samræðum bankamanna og annarra fjármálaspekúlanta þegar pening- ar og hlutabréf voru tekin fyrir í hverjum umræðuþætti í sjónvarpinu? Eins gott og það gæti verið að geta ráðið í óskiljanlegt slangur þeirra sem tilheyra öðrum þjóðfélagskreðsum hefur furðulítið verið gert til að halda því til haga. En nú á að bæta úr þessu. Á vefslóðinni http://slang- ur.snara.is er komin slangurorðabók þar sem öllum er frjálst að leggja orð í belg. Miðað við viðtökur hennar og þann fjölda orða sem þegar hefur ratað á síðuna þarf enginn að efast um að íslenskan sé sprell- lifandi tungumál. Það eru íslenskufræðingar sem að bókinni standa, þeir Einar Björn Magnússon og Guð- laugur Jón Árnason. Þeir ætla sér að gefa bókina út á prenti þegar fjöldi orðanna nær 3-4000. Það eru að nálgast þrjátíu ár frá því sam- bærileg orðabók kom síðast í bókahillur. Sú heitir Slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál, kom út árið 1982 og var rit- stýrt af þeim Merði Árnasyni, Svavari Sig- mundssyni og Örnólfi Thorssyni. Það er hin mesta skemmtun að fletta þeirri bók og eru allir í leit að kætandi lesefni hvattir til þess að skottast út á bókasafn og ná sér í eintak. Þrátt fyrir að hún muni að eilífu standa fyrir sínu, í það minnsta hvað skemmtanagildi varðar, er útgáfa nýrrar bókar löngu tíma- bær. Fyrir þrjátíu árum var ekkert internet og engir gsm-símar. Hlutir sem hafa koll- varpað tilveru mannfólksins, eins og sést vel á hvað slangur nútímans er litað af því.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.