Fréttablaðið - 22.02.2010, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
VEÐRIÐ Í DAGI Í
MÁNUDAGUR
22. febrúar 2010 — 44. tölublað — 10. árgangur
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
9
-0
0
9
9
Fréttablaðið er með 212% meiri
lestur en Morgunblaðið.
Meðallestur á tölublað,
höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára.
Könnun Capacent í nóvember 2009 – janúar 2010.
Allt sem þú þarft...
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ
73,8%
23,7%
FÓLK Tímamót verða í sögu Sjón-
varpsins 1. maí næstkomandi. Þá
verður dagskrá Ríkissjónvarps-
ins send út án kynningar sjón-
varpsþulnanna
í fyrsta sinn frá
því að útsend-
ingar hófust
árið 1966.
Ása Finns-
dóttir var
fyrsta þula
Sjónvarpsins og
bauð áhorfend-
ur velkomna á
fyrsta útsend-
ingardeginum. „Þetta er leiðin-
legt, það er alltaf gaman að fá
fallegt bros þegar dagskráin á
kvöldin hefst,“ segir Ása í samtali
við Fréttablaðið.
Undir það tekur Katrín Brynja
Hermannsdóttir, sem hættir sem
þula eftir níu ára starf. „Maður
minnist þeirra Sirrýjar og Rósu,
þeirra sem allir þekkja. Þetta
verður eitthvað undarlegt.“
- fgg / sjá síðu 26
Tímamót í sögu sjónvarps:
Sjónvarpsþulur
hætta í apríllok
SÓLVEIG EINARSDÓTTIR
Slekkur á dyrabjöllunni
til að fá smá frið
• heimili
Í MIÐJU BLAÐSINS
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
BAÐKAR í líki háhælaðs skós er ekki hefðbundin sjón en slíkt var meðal annars að finna á alþjóðlegri húsgagnasýningu í Köln sem haldin var í janúar.
Sólveig Einarsdóttir kennari ólst upp með níu systkinum í stóru húsi í Reykjavík. Börnin voru öll fædd á sextán ára tímabili og því oft líf og fjör á heimilinu, ekki síst á matmálstímum. Það er því ekki að furða að móðir Sólveigar, sem varheimavinna di
fengi frið meðan hún lagði sig.„Þegar ég stofnaði eigið heim-ili og eignaðist mín fjögur börn fann ég stundum fyrir þeirri þörf að vera í friði í dálitla stund til aðleggja mig “ segir Sólþ
kveikja aftur á bjöllunni, gestum til nokkurs ama.Sólveig er íslenskukennari við Kvennaskólann og gaf ný iása t Á
Takkinn veitir góða hvíld
Þótt hluturinn sem Sólveig Einarsdóttir kennari ákvað að sýna lesendum Fréttablaðsins sé ekki sá sem
er í mestu uppáhaldi á heimilinu, veitir hann henni ómælda ánægju í formi góðrar hvíldar.
Takkinn góði sem Sólveig lét setja upp til að geta slökkt á dyrabjöllunni þegar hún vill fá frið.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Matarhorn sælkerans:Spennandi olíur og edikFyrsta flokks vara Sett í flöskur á staðnumSkrifum kveðjur á flöskurnarÓvenjulegar og skemmtilegar gjafir
Jóna Marí H
HÍBÝLI OG VIÐHALD
Keyptu og gerðu upp
húsnæði í Mosfellsbæ
Sérblað um híbýli og viðhald
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
híbýli og viðhald
MÁNUDAGUR
22. FEBRÚAR 2010
UNA HLÍN KRISTJÁNSDÓTTIR
Lætur drauminn
rætast
Hannar eigin fatalínu
FÓLK 18
Éljagangur um landið norðan-
og austanvert en bjart sunnan- og
vestanlands. Frost á bilinu 0 til 10
stig, mildast syðst.
VEÐUR 4
-4 -4
-4
-3
-3
Grikklandsvinir fagna
Grikklandsvinafé-
lagið Hellas fagnar
aldarfjórðungsafmæli
sínu.
TÍMAMÓT 14
Allt glatað
Arnar Gauti Sverrisson
óttast að erlent þjófa-
gengi hafi brotist inn
til hans og komið
þýfinu úr landi.
FÓLK 26
FÉLAGSMÁL Í gær rann upp dagur
sem íbúar á Móvaði, heimili fyrir
fjölfötluð börn, höfðu beðið með
mikilli eftirvæntingu. Þá var
settur upp heitur pottur, þar sem
krakkarnir geta slakað á og hvílt
lúin bein.
Potturinn var keyptur fyrir
nokkru en ekki var hægt að setja
hann upp, því í hann vantaði lyftu-
búnað til að krakkarnir kæmust
ofan í. Kvenfélagið Hringurinn
bætti úr því og gaf Móvaði lyftu-
búnaðinn á dögunum. Þá var ekk-
ert að vanbúnaði að koma pottin-
um fyrir á sínum stað og fylla hann
vatni. Potturinn var tekinn form-
lega í gagnið í gær en krakkarn-
ir biðu með að bleyta í sér í fyrsta
sinn. Fimm fjölfötluð börn búa
í Móvaði, þau Óskar Óli, Anika,
Hrafnkell, Aníta og Anna Sóley.
Kvenfélagið keypti lyftubúnað-
inn fyrir fé úr Barnaspítalasjóði
Hringsins. Í hann rennur allt söfn-
unarfé fyrir Barnaspítala Hrings-
ins og er veitt úr honum eftir
efnum og aðstæðum.
„Auk þess að styrkja sjálfan
Barnaspítalann er markmið okkar
að styðja við öll veik börn,“ segir
Sjöfn Hjálmarsdóttir hjá Kvenfé-
lagi Hringsins. „Heiti potturinn á
án efa eftir að koma sér vel fyrir
krakkana á Móvaði og hjálpa þeim
að líða betur.“ - bs
Langþráð stund runnin upp hjá íbúum á Móvaði, heimili fyrir fjölfötluð börn:
Krakkarnir fengu heitan pott
POTTURINN VEKUR LUKKU Krakkarnir á Móvaði voru hæstánægðir með nýjasta heimilistækið. Fimm börn búa á Móvaði:
Óskar Óli, Anika, Hrafnkell, Aníta og Anna Sóley. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
UTANRÍKISMÁL Formenn stjórnmálaflokkanna
funduðu lengi í gær um tilboð Breta og Hol-
lendinga um ný kjör vegna Icesave. Ekki náð-
ist samstaða á fundinum, en líklega verður til-
boðinu svarað í dag. Ljóst er að um gagntilboð
verður að ræða, tilboðið verður ekki samþykkt
óbreytt.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra
segir að reyna eigi að ná saman um tilboð fyrri
partinn í dag. „Við erum að fara yfir þetta allt
saman og kynna útreikninga og pælingar í
kringum þetta. Við munum alltaf bregðast ein-
hvern veginn við, við látum málið ekki stoppa
hérna.“ Steingrímur segir alla vera í þessari
vinnu af heilindum og reynt verði að ná sam-
stöðu allra flokka.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður
Framsóknarflokksins, tregastur í taumi. Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins,
er mun jákvæðari í garð hugmyndanna. Sömu
heimildir herma að reynt verði til fullnustu í
dag að ná saman um svar við tilboðinu. Sam-
staða hérlendis var eitt af þeim skilyrðum sem
Bretar og Hollendingar settu við nýjum við-
ræðum.
Stjórnarkreppan í Hollandi setur einnig strik
í reikninginn og allsendis óvíst er við hvern er
að semja þar nú um mundir.
Sigmundur Davíð sagði eftir fundinn í gær
að tilboð Breta og Hollendinga væri á skjön
við það sem samninganefndin ræddi í síðustu
viku og það sem fór fram á fundi forystumanna
flokkanna í Haag.
Hver næstu skref verða ræðst af ráðgjöf Lee
Buchheit, en samstaða er um að fylgja hans
ráðum áfram. Óvíst er þó að Sigmundur Davíð
styðji það, hann hefur í viðtölum rætt um að
mögulega bíði lausn málsins haustsins. Það
þykir stjórnarliðum ekki koma til greina, efna-
hagsástandið kalli á úrlausn fyrr. Formaður
Sjálfstæðisflokksins mun einnig vera þeirrar
skoðunar.
Óvíst er hvort verður af þjóðaratkvæða-
greiðslunni 6. mars. Stjórnarliðum þykir til-
gangslítið að kjósa um lög sem byggja á verri
samningi en virðist vera að nást.
Ekki hefur fengist staðfest hvað felst
nákvæmlega í tilboði Breta og Hollendinga;
samstaða er um að það þjóni hagsmunum
Íslendinga best að ræða það ekki. Kvisast hefur
þó út að um sé að ræða breytingar á vöxtum, að
þeir verði fljótandi fyrri hluta tímabilsins og
einhvern hluta þess verði vaxtahlé. - kóp
Tilboðinu svarað í dag
Ekki náðist samstaða milli forystumanna stjórnmálaflokkanna um svar við tilboði Breta og Hollendinga
um Icesave. Formaður Framsóknarflokks er tregur í taumi. Líklega verður reynt að svara tilboðinu í dag.
ÁSA FINNSDÓTTIR
Vúddú
Einar Már Jónsson skrifar um
hagfræðikenninguna sem stingur
nálum í velferðardúkkuna til að
ráða niðurlögum hennar.
Í DAG 12
Bikarhelgi í Höllinni
Karlalið Snæfells og kvenna-
lið Hauka unnu
úrslitaleiki
Subwaybikarsins
í körfubolta um
helgina.
ÍÞRÓTTIR 20-21