Fréttablaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 46
26 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ SEGIR MAMMA? „Ég er náttúrlega í skýjunum yfir því hvað þjóðin er tónviss og hef- ur góðan smekk. Hún Hera hefur alltaf verið söngelsk og var fljót að grípa lög og læra texta. Ég er alveg ótrúlega stolt af henni.“ Hjördís Geirsdóttir er mamma Heru Bjarkar sem vann Söngvakeppni Sjón- varpsins. Hinn 1. maí næstkomandi lýkur merkilegum kafla í sögu Ríkis- sjónvarpsins en þá verður í fyrsta skipti útsending án sjónvarps- þulna. Frá því að sjónvarpið sendi fyrst út, hinn 30. september 1966, hafa sjónvarpsþulur verið órjúf- anlegur þáttur dagskrárinnar en nú tekur við tölvumynd sem sýnir áhorfendum hvað sé næst á dag- skrá. „Þetta er leiðinlegt, það er allt- af gaman að fá fallegt bros þegar dagskráin á kvöldin hefst,“ segir Ása Finnsdóttir en hún er fyrsta sjónvarpsþulan og bauð Íslend- inga velkomna að skjánum fyrsta sjónvarpskvöldið. Ása hafði verið búsett í Danmörku áður en hún tók þessa stöðu að sér og hafði því fylgst vel með dönsku þulun- um sem fygldu áhorfendum inn í kvöldið þar. „Ég lærði helling af þeim,“ útskýrir Ása og bætir því við að það sé alltaf synd þegar hefðir detta út. „En það hafa átt sér stað miklar breytingar að und- anförnu þótt auðvitað sé stundum erfitt að sætta sig við það.“ Sigurður Hinrik Hjörleifsson hefur stjórnað útsendingum þuln- anna í 33 ár, eða frá því 1977. Hann er viss um að það eigi eftir að verða mikill söknuður af þulunum meðal áhorfenda, hann eigi allavega eftir að sakna þeirra. „Það var þula fyrsta kvöldið og hefur alltaf verið síðan þá, þetta eru því stórmerki- leg tímamót,“ segir Sigurður og bætir því við að fólk vilji jú alltaf sjá fólk. „Þær voru fyrst allan tím- ann, lásu dagskrá morgundagsins og buðu síðan góða nótt. Það er því búið að minnka vægi þeirra jafnt og þétt og kannski hefur alltaf verið stefnt að þessu.“ Katrín Brynja Hermannsdótt- ir hefur verið sjónvarpsþula í níu ár. Hún segir að það verði skrýtið þegar þessu tímabili ljúki. „Maður minnist þeirra Sirrýjar og Rósu, þeirra sem allir þekkja, þetta verð- ur eitthvað undarlegt,“ segir Katr- ín. freyrgigja@frettabladid.is ÁSA FINNSDÓTTIR: MERKILEGUM SJÓNVARPSKAFLA AÐ LJÚKA Þulurnar kveðja í apríllok ELST UPP ÁN ÞULNA Ása Finnsdóttir, fyrsta sjónvarpsþulan hjá RÚV, með barnabarni sínu, Jóhannesi Gauta Long, sem elst vænt- anlega upp án þess að hafa þulu á skjánum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÁRÉTT 2. hluta sólahrings, 6. bardagi, 8. rúm ábreiða, 9. sarg, 11. gelt, 12. býsn, 14. fáni, 16. í röð, 17. heldur brott, 18. loga, 20. holskrúfa, 21. stígur. LÓÐRÉTT 1. blað, 3. skammstöfun, 4. alger, 5. skjön, 7. hálsklútur, 10. gljúfur, 13. kóf, 15. hrjúf, 16. húðpoki, 19. lést. LAUSN „Við sjáum fram á að hún gæti verið komin í gagnið um páskana,“ segir Sveinbjörn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri verktakafyrirtækis- ins Sveinbjörn Sigurðsson. Starfs- menn fyrirtækisins hafa séð um að reisa sundlaugina á Hofsósi sem athafnakonurnar Steinunn Jónsdóttir og Lilja Pálmadóttir gáfu íbúum bæjarins fyrir tæpum þremur árum. Upphaflega stóð til að sundlaug- in yrði tilbúin um mánaðamótin nóvember/desember á síðasta ári og hún hefði því getað orðið ansi vegleg jólagjöf til Skagfirðinga. En eilitlar tafir urðu á verkinu, meðal annars vegna efnisskorts, og Skag- firðingar urðu því að bíða enn um sinn. „Þetta var allt leyst og það hefur allt staðið eins og stafur á bók í samskiptum okkar við þær,“ segir Sveinbjörn. Íbúar Hofsóss og nærsveitamenn bíða eflaust spenntir eftir því að geta stungið sér til sunds og setið í heitu pott- unum og horft yfir til Drangeyjar, jafnvel látið sig dreyma um Drang- eyjarsund. Og nú lítur allt út fyrir að þeir geti gert það um svipað leyti og páskarnir ganga í garð. Það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar þær Steinunn og Lilja skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að gefa íbúum Hofsóss sundlaug hinn 19. júní 2007. Dorrit Moussa- eiff tók fyrstu skóflustunguna að sundlauginni ásamt þeim Stein- unni og Lilju í apríl 2008 og í kjöl- farið var hafist handa. Sundlaugin sjálf verður 25 metrar að lengd en innifalið í gjöfinni er vegleg þjón- ustumiðstöð. - fgg Páskaopnun Hofsós-sundlaugar FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN Forsetafrúin Dorrit Moussaeiff tók fyrstu skóflu- stunguna að sundlauginni ásamt þeim Steinunni og Lilju. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Maður verður bara að halda áfram. Við héldum góð jól en maður verður stundum sorg- mæddur þegar maður hugsar út í myndirnar af börnunum, það er söknuður af þeim,“ segir Arnar Gauti Sverrisson, fyrrum sjón- varpsmaður og framkvæmda- stjóri. Hann hefur hvorki séð tangur né tetur af þeim munum sem stolið var af heimili hans í Melahvarfi 14. desember á síð- asta ári. Arnar var ekki tryggð- ur og fékk því tjónið ekki bætt en innbrotið átti sér stað um hábjart- an dag. Arnar er kvæntur Aðalbjörgu Ein- arsdóttur og saman eiga þau Natalíu París og Kiljan Gauta. Arnar segist vera í góðu sambandi við rannsókn- arlögregluna og hann fari reglulega inn á heimasíðu lögreglunnar þar sem finna má myndir af þýfi sem hald hefur verið lagt á. „Annars ótt- ast ég að þarna hafi verið á ferðinni erlent þjófagengi, þessu hafi bara verið sópað inn í gám niður á Sunda- höfn og sent út,“ segir Arnar. - fgg Óttast að hlutirnir hafi verið sendir úr landi HAFA EKKI FUNDIST Þjófarnir sem brutust inn til Arnars Gauta og fjölskyldu hans hafa ekki fundist og ekki heldur þýfið. Mikið hefur verið rætt og ritað um deilur Birtu Björnsdóttur fatahönnuðar og Lindu Bjargar Árnadóttur, fagstjóra fatahönn- unardeildar LHÍ, sem Fréttablaðið hefur greint frá að undanförnu. Linda gerði sem kunnugt er athugasemdir við kjóla eftir Birtu sem Ragnhildur Steinunn og Eva María klædd- ust í Eurovision. Birta svaraði fullum hálsi og hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá Listaháskól- anum. Ef til vill er rétt að halda því til haga að Birta er dóttir Björns Emilssonar, framleiðanda hjá RÚV, en fósturmóður hennar er Ragna Fossberg, förðunarmeistari Ríkisút- varpsins. Og svo virðist sem þjóðin fylgist betur með kjóla-og klæðaburði sjónvarpsfólks nú en áður. Einhverjir supu hveljur yfir kjólnum sem Þóra Arnórs- dóttir klæddist í síðasta Útsvari því hann virtist vera gegnsær. Stóra spurningin er sú; fær Þóra líka bréf frá Listahá- skólanum? Þau Svanhildur Hólm og Stefán Eiríksson verða eflaust ekki ofar- lega á jólakortalistum Dalvíkinga í ár en lið Reykjavíkur hreinlega valtaði yfir lið Dalvíkurbyggðar í síðasta Útsvarsþætti. Dalvíking- ar geta þó huggað sig við að lið Reykjavíkur virðist vera hálfgert útibú norðanmanna en höfuðborgarbúar virðast feiknasterkir um þessar mundir. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI LÁRÉTT: 2. dags, 6. at, 8. lak, 9. urg, 11. gá, 12. feikn, 14. flagg, 16. hi, 17. fer, 18. eld, 20. ró, 21. slóð. LÓÐRÉTT: 1. lauf, 3. al, 4. gagnger, 5. ská, 7. trefill, 10. gil, 13. kaf, 15. gróf, 16. hes, 19. dó. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Ása Finnsdóttir Rósa Ingólfsdóttir Ragnheiður Elín Clausen Ellý Ármannsdóttir Eva Sólan Brynja Vífilsdóttir FRÆGAR ÞULUR RÚV

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.