Fréttablaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 42
22 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR Enska úrvalsdeildin: ASTON VILLA-BURNLEY 5-2 0-1 Steven Fletcher (10.), 1-1 Ashley Young (32.), 2-1 Stewart Downing (56.), 3-1 Downing (58.), 4-1 Emile Heskey (61.), 5-1 Gabriel Agbonlahor (68.), 5-2 Martin Paterson (90.+2) BLACKBURN-BOLTON 3-0 1-0 Nikola Kalinic (41.), 2-0 Jason Roberts (71.), 3-0 Gaël Givet (84.) FULHAM-BIRMINGHAM 2-1 0-1 Sjálfsmark (3.), 1-1 Damien Duff (59.), 2-1 Bobby Zamora (90.). MANCHESTER CITY-LIVERPOOL 0-0 WIGAN-TOTTENHAM 0-3 0-1 Jermain Defoe (27.), 0-2 Roman Pavlyu chenko (84.), 0-3 Pavlyuchenko (90.+2). ARSENAL-SUNDERLAND 2-0 1-0 Nicklas Bendtner (27.), 2-0 Francesc Fabre gas, víti (90.+3). EVERTON-MANCHESTER UNITED 3-1 0-1 Dimitar Berbatov (16.), 1-1 Diniyar Bilya letdinov (19.), 2-1 Dan Gosling (76.), 3-1 Jack Rodwell (90.). PORTSMOUTH-STOKE 1-2 1-0 Frédéric Piquionne (35.), 1-1 Robert Huth (50.), 2-1 Salif Diao (90.+1). WEST HAM-HULL 3-0 1-0 Valon Behrami (3.), 2-0 Carlton Cole (59.), 3-0 Julien Faubert (90.+3). WOLVES-CHELSEA 0-2 0-1 Didier Drogba (40.), 0-2 Drogba (67.). STAÐAN Í DEILDINNI: Chelsea 27 19 4 4 63-22 61 Man. United 27 18 3 6 63-24 57 Arsenal 27 17 4 6 63-30 55 Tottenham 27 13 7 7 48-26 46 Man. City 26 12 10 4 48-33 46 Liverpool 27 13 6 8 43-27 45 Aston Villa 26 12 9 5 37-21 45 Everton 26 10 8 8 38-37 38 Fulham 27 10 7 10 32-29 37 Birmingham 26 10 7 9 25-28 37 Stoke City 26 8 10 8 26-29 34 Blackburn 27 9 7 11 29-43 34 West Ham 26 6 9 11 35-40 27 Sunderland 26 6 8 12 32-44 26 Wigan 26 6 7 13 26-52 25 Wolves 26 6 6 14 21-44 24 Hull City 27 5 9 13 25-54 24 Bolton 26 5 8 13 29-49 23 Burnley 26 6 5 15 27-55 23 Portsmouth 26 4 4 18 21-44 16 MARKAHÆSTIR: Wayne Rooney, Manchester United 21 Didier Drogba, Chelsea 19 Jermain Defoe, Tottenham 16 Darren Bent, Sunderland 15 Louis Saha, Everton 13 Carlos Tévez, Manchester City 13 Fernando Torres, Liverpool 12 Francesc Fabregas, Arsenal 12 Enska b-deildin Blackpool-Reading 2-0 Brynjar Björn Gunnarsson var eini Íslendingurinn í byrjunarliðinu en Gylfi Þór Siguðsson kom inn fyrir hann á 32. mínútu og Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á 54. mínútu. Cardiff-Barnsley 0-2 Emill Hallfreðsson var ekki í leikmannahópnum. Crystal Palace-Coventry 0-1 Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn. Plymouth-Leicester 1-1 Kári Árnason lék allan leikinn og varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Scunthorpe-Watford 2-2 Heiðar Helguson spilaði fyrstu 83 mínúturnar. ENSKI BOLTINN FÓTBOLTI Chelsea náði fjögurra stiga forystu í ensku úrvalsdeild- inni á laugardag þegar liðið lagði Úlfana örugglega að velli, 2-0. Didier Drogba heldur áfram að vera þyngdar sinnar virði í gulli en hann skoraði bæði mörk leiksins. Fyrr um daginn tapaði Manchest- er United fyrir Everton. Útlitið var gott fyrir United snemma leiks á Goodison Park þegar búlgarski sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov þrumaði knett- inum í slá og inn. Það tók Evert- on hins vegar aðeins þrjár mínút- ur að jafna metin. Í seinni hálfleik þurfti Berbatov að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og við það sundrað- ist spilamennska Englandsmeist- aranna. Sir Alex Ferguson breytti um leikkerfi og ekki stóð steinn yfir steini hjá United. Varamennirnir Dan Gosling og Jack Rodwell skor- uðu fyrir þá bláklæddu sem fögn- uðu innilega í leikslok enda hafa þeir nú borið sigurorð af tveim- ur efstu liðum deildarinnar með skömmu millibili. Rodwell fékk síðan kampavíns- flösku fyrir nafnbótina maður leiksins. „Mér líður eiginlega bara kjánalega,“ sagði hinn 18 ára Rod- well. „Ég spilaði í fimm mínútur og fæ flöskuna. Réttast væri að verðlauna liðið í heild. Við lékum virkilega vel. Það segir sig sjálft að ef lið nær að vinna Manchester United þá hefur það spilað vel.“ Sir Alex Ferguson, stjóri Unit- ed, sagði eftir leik að úrslitin hefðu verið sanngjörn. „Við byrjuðum leikinn vel en það er mjög slæmt að fá á sig mark í andlitið svona fljótt eftir að komast yfir. Við vorum bara næst bestir í seinni hálfleiknum,“ sagði Ferguson. „Þetta eru mikil vonbrigði og leikmenn eru miður sín. Þeir eru manneskjur, spila fyrir Manchester United og vilja ekki tapa leikjum. Það gerðist samt í dag. Þetta eru slæm úrslit og það á tímapunkti sem við höfum ekki efni á svona úrslitum.“ Sigrar hjá Lund- únaliðunum Lundúnaliðin Ars- enal og Chelsea nýttu sér svo mistök Rauðu djöflanna og unnu sína leiki síðar um dag- inn. Fílabeinsstrending- urinn Didier Drogba sá um markaskorun Chel- sea eins og svo oft áður. Petr Cech, maðurinn með hjálminn í marki Chelsea, átti einnig fínan leik. „Drogba er magn- aður sóknarmaður og hefur gert frábæra hluti fyrir Chelsea í mörg ár. Hann er einn besti sóknarmaður í heimi og það eru forréttindi að fá að æfa og spila með svona leikmanni,“ sagði Cech eftir leik. „Vissulega erum við í góðri stöðu en þetta er fljótt að breyt- ast og við verðum að halda okkur á tánum. Við lékum ekkert sérlega vel í þessum leik en stigin þrjú eru það sem máli skiptir.“ Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að menn megi ekki afskrifa titil- möguleika sinna manna eftir 2-0 sigur á Sunder- land. „Það getur ýmislegt gerst og margt á eftir að gerast. Toppliðin munu tapa stigum, þau eiga eftir að mætast innbyrðis svo það er ekki annað hægt,“ sagði Wenger. „Það er nóg af liðum í deildinni sem geta vel tekið stig af efstu liðum. Við verðum bara að nýta okkur þau tækifæri sem gefast.“ Á hinum enda töflunn- ar heldur áfram að ganga bölvanlega hjá Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth. Liðið tap- aði fyrir Stoke um helg- ina þar sem sigurmark- ið kom í blálokin. Liðið er nú átta stigum frá öruggu sæti í deildinni og útlitið vægast sagt slæmt, innan vallar og einnig utan hans. elvargeir@frettabladid.is Slæmt tap á slæmum tíma Manchester United tapaði óvænt fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni á laugar- dag. Arsenal og Chelsea héldu upp á það með því að vinna sína leiki. GAMAN AÐ SKORA Hinn tvítugi Dan Gosling fagnaði innilega eftir að hafa komið Everton yfir gegn Englandsmeisturunum. Gosl- ing hafði komið inn á sem varamaður í leiknum. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Leikur Manchester City og Liverpool var bragðdaufur og endaði með markalausu jafntefli. Tottenham greip tækifærið og komst upp í fjórða sæti deildar- innar með því að leggja Wigan að velli, 3-0. Eiður Smári Guðjohn- sen fékk að kynnast varamanna- bekknum á DW-vellinum vel og sat á honum allan leikinn. „Ég er verulega sáttur við okkar frammistöðu, sérstaklega þegar mið er tekið af vallarað- stæðum sem voru mjög erfiðar,“ sagði Harry Redknapp, knatt- spyrnustjóri Tottenham. Jermain Defoe kom Tottenham yfir í fyrri hálfleik en mark hans átti reyndar aldrei að standa þar sem hann var rangstæður. Vara- maðurinn Roman Pavluychenko skoraði síðan tvívegis í seinni hálfleik. „Mér er alveg sama þó að Defoe hafi átt að vera dæmdur rangstæður. Ég fagna því að Pav hafi náð að skora þessi tvö mörk. Þegar hann hugsar um að spila fótbolta og leggur sig allan fram þá er hann í hæsta klassa,“ sagði Redknapp. Knattspyrnustjóri Manchest- er City, Roberto Mancini, segir að jafnteflið við Liverpool í gær hafi verið sanngjörn úrslit. „Við gáfum þeim engin færi og þeir gáfu okkur engin færi. Þetta eru því sanngjörn úrslit,“ sagði Manc- ini sem var án Carlosar Tevez í gær. „Ég veit ekkert hvar hann er. Ég held að hann sé í Argentínu. Ég býst við honum aftur eftir tvo daga, ég þarf á honum að halda. Þegar ég heyrði í honum fyrir þremur dögum sagði hann að það væru einhver fjölskyldu- vandamál en þau eru nú að baki,“ sagði Mancini. Tevez flaug til heimalands síns þar sem eigin- kona hans eignaðist barn þeirra fyrir tímann. „Þetta var erfiður leikur og svekkjandi hve erfiðlega gekk að skapa færi,“ sagði Rafa Benítez, stjóri Liverpool, sem fagnaði end- urkomu Yossi Benayoun og Fern- ando Torres af meiðslalistanum. „Þeir tveir hafa reynst okkur ansi mikilvægir í fortíðinni og það er frábært að fá þá aftur.“ - egm Tottenham nýtti sér jafntefli Manchester City og Liverpool og tók fjórða sætið með sigri á Wigan: Tottenham í hið eftirsótta fjórða sæti MÆTTUR Í SLAGINN Fernando Torres kom inn á sem varamaður á 75. mín- útu í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY 19 MÖRK Í DEILDINNI Didier Drogba skoraði bæði mörk Chelsea á móti Wolves. MYND/AFP FÓTBOLTI Íslenski landsliðsmið- vörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur skipt um umboðsmann en þetta kom fram á vefsíðunni fot- bolti.net í gær. Ragnar staðfesti það við sænska fjölmiðla í gær að Arnór Guðjohnsen væri ekki lengur umboðsmaður hans heldur hefur sænski lögfræðingurinn Carl Fhager tekið við hans málum utan vallar. Ragnar Sigurðsson hefur stað- ið sig frábærlega með IFK Gauta- borg á síðustu árum og hefur ítrekað verið orðaður við lið í betri deildum í Evrópu en það hefur engu síður ekkert gerst í hans málum. Hann var síðast orð- aður við enska úrvalsdeildarliðið Blackburn Rovers um helgina. - óój Ragnar Sigurðsson: Skipti Arnóri út fyrir Svía NÝR UMBOÐSMAÐUR Ragnar Sigurðs- son vill komast í betra lið. MYND/TOMMY HOLL FÓTBOLTI Framarar eru búnir að gera nýjan samning við Tillen- bræðurna sem hafa spilað með liðinu undanfarin tvö sumur. Þeir Joe og Sam Tillen sömdu út keppnistímabilið 2011 og verða því áfram í aðalhlutverki á vinstri vængnum hjá Safamýrar- liðinu í Pepsi-deildinni. Samuel Tillen hefur verið fastamaður í vinstri bakvarðar- stöðunni og hefur skorað 3 mörk í 39 leikjum með liðinu. Joseph Tillen var inn og út úr liðinu í fyrra en hann spilar á vinstri vængnum og hefur skorað 6 mörk í 35 deildarleikjum með Fram. Joe skoraði sigurmark- ið í sigri á KR í undanúrslitaleik VISA-bikarsins í sumar. - óój Pepsi-deild karla í fótbolta: Tillen-bræður sömdu til 2011 SAM TILLEN Hefur leikið vel í vinstri bakverðinum hjá Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SKÍÐI Íris Guðmundsdóttir náði ekki að klára ferð sína í risa- svigi á vetrarólympíuleikununum í Vancouver en þetta var fyrsta keppni hennar á ólympíuleikum. Það voru erfiðar aðstæður og Íris datt í miðri braut. Hún var ein af 15 sem sem náðu ekki að klára. Íris fær annað tækifæri því hún keppir einnig í svigi á leikunum í Vancouver en það fer fram á föstudaginn kemur. Það var síðan ákveðið að senda engan keppanda til leiks í tví- keppni karla sem fram fór í gær- kvöldi en næstur Íslendinga til að keppa er Björgvin Björgvinsson sem keppir í stórsvigi á morgun. - óój Ólympíuleikarnir í Vancouver: Íris datt í risa- sviginu ÚR LEIK Íris Guðmundsdóttir byrjaði Ólympíuferilinn ekki vel. MYND/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.