Fréttablaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 4
4 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR
STJÓRNMÁL Ragnheiður Hergeirs-
dóttir bæjarstjóri varð í fyrsta
sæti í forvali Samfylkingarinn-
ar í Árborg fyrir sveitarstjórn-
arkosningar í
vor. Prófkjörið
fór fram á laug-
ardag og var
kosning í fyrstu
fjögur sætin
bindandi.
Arna Ír
Gunnarsdótt-
ir hlaut flest
atkvæði í annað
sætið. Vegna
kynjakvóta færðist hún niður í
þriðja sætið. Eggert Valur Guð-
mundsson færðist því upp í annað
sætið í stað Örnu, en fjórða sætið
skipar Kjartan Ólason.
Gylfi Þorkelsson bæjarfull-
trúi, sem sóttist eftir fyrsta sæt-
inu, hafnaði ekki í einu af fjórum
efstu sætunum. - bj
Ragnheiður efst í Árborg:
Karl upp vegna
kynjakvótans
RAGNHEIÐUR
HERGEIRSDÓTTIR
ORKUMÁL Framleiðsla á rafmagni
með jarðhita hefur aukist mikið
undanfarin ár og nú er svo komið
að fræðilega væri hægt að anna
allri almennri orkuþörf landsins
með rafmagni þannig framleiddu.
Þetta kom fram í erindi Sigurð-
ar Inga Friðleifssonar, fram-
kvæmdastjóra Orkuseturs, á aðal-
fundi Samorku á föstudag.
Alls eru framleiddar um 17
þúsund gígavattsstundir af orku
hér á landi. Af þeim eru 4 þúsund
framleiddar með jarðhita sem
annar allri almennri orkunotkun
á landinu.
Sigurður Ingi sagði að ef kynda
þyrfti hús hér á landi með olíu,
líkt og víða tíðkast, þyrfti að
flytja inn 800 þúsund tonn árlega,
með um 50 milljarða kostnaði. Þá
sparast um 2,5 milljónir tonna
af útblæstri gróðurhúsaloftteg-
unda,við að hita húsin líkt og gert
er hér. Til samanburðar má nefna
að losun frá öllum vegasamgöng-
um er um 900 þúsund tonn.
Ísland stendur öðrum löndum
framar í þessum efnum. Sigurð-
ur Ingi tók sem dæmi að í Hol-
landi eru aðeins framleidd tæp-
lega 9 þúsund gígavattsstundir
af grænni orku. Til þessarar sér-
stöðu landsins gleymist oft að líta
þegar kemur að viðræðum við
Evrópusambandið. Því sé mikill
akkur og tölfræðilegur fengur að
fá land sem framleiðir jafn mikið
af grænni orku.
„Eini mælikvarðinn á stöðu
þjóða í raforkuframleiðslu er
græn orka,“ sagði Sigurður Ingi.
Engin þjóð muni komast undan
því að skipta á
endanum yfir
í græna orku.
Það þýði mikil
fjárútlát hjá
öðrum þjóð -
um vegna óhjá-
kvæmilegra
orkuskipta,
fjárútlát sem
Íslendingar
losni við.
Sigurður Ingi benti þó á að enn
væri úrbóta þörf á ýmsum svið-
um. Þannig kæmi enn um 20 pró-
sent af orku hérlendis frá óend-
urnýjanlegum orkugjöfum. Á
því þyrfti að taka. Þá hefur notk-
un heimila á gasi aukist undan-
farin ár, úr tæpum 600 tonnum
árið 1996 í rúmlega 1.000 tonn
árið 2007. Það skýrist af útihit-
urum og gaseldavélum. „Það er
eins og annar hver maður sé orð-
inn stjörnukokkur sem þurfi gas-
eldavél.“
Sigurður Ingi segir mikla mögu-
leika í orkutengdri ferðaþjónustu.
Hægt væri að búa til útsýnisferð-
ir um virkjanir og ýmis fyrirtæki
þeim tengdum. Sérstaða Íslands
vekti eftirtekt í útlöndum og út á
hana ætti að gera.
kolbeinn@frettabladid.is
Jarðhiti annar allri
orkuþörf landsins
Íslendingar framleiða tvöfalt meira af grænni orku en Holland. Væri notast við
olíukyndingu þyrfti að flytja inn olíu fyrir 50 milljarða á ári. Alls eru framleidd-
ar 17.000 gígavattsstundir af orku og eru 4.000 þeirra framleidd með jarðhita.
SIGURÐUR INGI
FRIÐLEIFSSON
NESJAVELLIR Sigurður Ingi telur mikla möguleika liggja í ferðaþjónustu tengdri orku-
framleiðslu. Sérstaða þjóðarinnar í orkumálum veki víða athygli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FILIPPSEYJAR Framámaður í hópi
íslamskra harðlínumanna féll
ásamt fimm öðrum í árás filipp-
eyska hersins á búðir uppreisnar-
manna á eyjunni Jolo á Filippseyj-
um. Breska ríkisútvarpið BBC
greindi frá þessu.
Albader Parad, leiðtogi upp-
reisnarsamtakanna Abu Sayyaf,
var eftirlýstur fyrir að hafa rænt
þremur starfsmönnum Rauða
krossins á eyjunni í fyrra. Tals-
maður hersins segir fall hans reið-
arslag fyrir uppreisnarhópinn.
Abu Sayyaf-samtökin eru
minnstu og róttækustu aðskiln-
aðarsamtökin á suðurhluta Fil-
ippseyja. Þau eru talin standa á
bakvið nokkrar sprengjuárásir,
mannrán og morð.
Róstur á Fillipseyjum:
Uppreisnarleið-
togi veginn
BJÖRGUNARSTARF Landhelgisgæsl-
an kallaði út tvö björgunarskip
fyrir hádegi í gær, eftir að útkall
barst frá vélarvana fiskibát norð-
vestan af Viðey. Tveir menn voru
um borð í bátnum og var óttast að
hann myndi reka að eynni.
Björgunarskip Landsbjarg-
ar, Ásgrímur S. Björnsson frá
Reykjavík, og Gróa Pétursdótt-
ur frá Seltjarnarnesi, voru send
á vettvang. Rúmum 40 mínútum
eftir útkall var Ásgrímur kominn
með bátinn í tog og dró hann bát-
inn til hafnar í Reykjavík. - bs
Tvö björgunarskip kölluð út:
Bátur varð vélar-
vana við Viðey
VIÐSKIPTI Þrotabú Baugs íhugar
að krefja fyrrverandi stjórnendur
Baugs um allt að 15 milljarða króna
í skaðabætur vegna vanrækslu. Stöð
2 greindi frá þessu í gær.
Stjórnin keypti hlutabréf fyrir
þessa upphæð af þremur stærstu
hluthöfum Baugs þegar markaður-
inn fyrir bréfin var lítill sem eng-
inn. Þegar Hagar voru seldir úr
Baugi til eignarhaldsfélagsins 1998
ehf. sumarið 2008 fóru 15 milljarð-
ar króna af söluandvirðinu í hluta-
bréfakaup Baugs í Baugi. Bréfin
voru keypt af félögum í eigu þriggja
stærstu hluthafanna; Jóni Ásgeiri
Jóhannessyni, Ingibjörgu Pálma-
dóttur og Hreini Loftssyni. Öll sátu
þau í stjórn Baugs á þessum tíma,
auk Jóhannesar Jónssonar, Kristín-
ar Jóhannesdóttur, Guðrúnar Syl-
víu Pétursdóttur og Hans Kristian
Hustad. Öll tengdust þau félögunum
þremur nema Hans Kristian.
Þrotabúið skoðar nú hvort stjórnin
hafi ákveðið að kaupa nánast verð-
laus hlutabréf af stærstu eigendum
þess á yfirverði. Skaðabótakrafan
getur numið allt að fimmtán millj-
örðum króna, ef bréfin verða metin
verðlaus þegar kaupin áttu sér stað.
- ghh
Þrotabú Baugs íhugar að krefja fyrrverandi stjórnendur Baugs um skaðabætur:
Krafa upp á allt að 15 milljarða
STRANDABYGGÐ Gert er ráð fyrir
hagnaði á árinu 2010 í fjárhags-
áætlun sveitarfélagsins Stranda-
byggðar, en hún var samþykkt
fyrir skemmstu. Frá þessu er
greint á fréttavefnum Strandir.is.
Þegar aðalsjóður og B-hluta sjóðir
eru teknir saman er gert ráð fyrir
tveggja milljóna króna hagnaði.
Gert er ráð fyrir hækkuðum
fasteignagjöldum en útsvars- og
fasteignaprósentur verða óbreytt-
ar. Önnur þjónustugjöld hækka
að meðaltali um 7 prósent. Tekj-
ur sveitarfélagsins eru áætlaðar
tæpar 345 milljónir króna. Þá var
samþykkt að styrkja hjálparstarf
á Haítí um 100 krónur á hvern
íbúa sveitarfélagsins. - kóp
Fjárhagsáætlun 2010:
Hagnaður hjá
Strandabyggð
HÓLMAVÍK Rekstur Strandabyggðar
gengur vel og gert er ráð fyrir hagnaði á
árinu. MYND/JÓN JÓNSSON
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
17°
4°
2°
1°
8°
5°
9°
0°
0°
22°
6°
14°
6°
25°
-14°
11°
15°
-6°
Á MORGUN
Vaxandi vindur norðan-
lands .
MIÐVIKUDAGUR
Víða strekkingur eða
allhvasst.
-8
-3
-3
-4
-4
-3
-3-3
-3
-3
-3
-4
-4
-6
-4
-2
-4
-2
-3
-3
-11
5
6
4
6
6
6
7
7
15
15
12
6
FROST Fram und-
an eru frostkaldir
dagar enda norð-
anátt ríkjandi á
landinu. Norðan-
og austanlands
verður éljagangur
en bjart sunnan
heiða. Þegar líður
á morgundaginn
bætir í vind um
landið norðanvert
og á miðvikudag-
inn verður víða
strekkingur.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Þrotabú
Baugs kannar hvort fyrrverandi stjórn
hafi keypt verðlítil hlutabréf á yfirverði.
ÁLFTANES Fjöldi Álftnesinga ætlar
að flytja lögheimili sitt yfir í annað
sveitarfélag til að koma sér undan
hærri álögum vegna fjárhagsvand-
ræða Álftaness. RÚV greindi frá
því í gær. Í samtali við Vísi sagði
Pálmi Másson bæjarstjóri að bæj-
aryfirvöld hafi verið meðvituð um
að hærri álögur gætu haft þetta
í för með sér. Hann gerir þó ráð
fyrir að þeir sem færi lögheimili
sín séu almennt að flytja en reynt
verði að fylgjast með. - jhh
Álftnesingar flytja lögheimili:
Flýja álögurnar
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
GENGIÐ 19.02.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
230,1527
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
128,87 129,49
198,2 199,16
173,88 174,86
23,36 23,496
21,469 21,595
17,643 17,747
1,4027 1,4109
196,37 197,55
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR