Fréttablaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 BAÐKAR í líki háhælaðs skós er ekki hefðbundin sjón en slíkt var meðal annars að finna á alþjóðlegri húsgagnasýningu í Köln sem haldin var í janúar. Sólveig Einarsdóttir kennari ólst upp með níu systkinum í stóru húsi í Reykjavík. Börnin voru öll fædd á sextán ára tímabili og því oft líf og fjör á heimilinu, ekki síst á matmálstímum. Það er því ekki að furða að móðir Sólveigar, sem var heimavinnandi með allan krakka- skarann, þyrfti að leggja sig eftir hádegismatinn. Á barnmörgu heimili verður óhjákvæmilega ráp inn og út og dyrabjallan því síhringjandi. Móðir Sólveigar brá því á það ráð að láta hengja úr dyrasímanum snúru með rofa þannig að hægt væri að slökkva á dyrabjöllunni svo hún fengi frið meðan hún lagði sig. „Þegar ég stofnaði eigið heim- ili og eignaðist mín fjögur börn fann ég stundum fyrir þeirri þörf að vera í friði í dálitla stund til að leggja mig,“ segir Sólveig sem brá þá á sama ráð og móðir hennar og lét setja upp dyrabjöllurofa til að minnka líkurnar á því að bjallan truflaði blundinn. „Þetta er kannski ekki hluturinn á heimilinu sem mér þykir vænst um en hann hefur hins vegar teng- ingu við mína barnæsku og gefur mér einnig góðar stundir í friði og ró,“ segir hún en viðurkennir kímin að stundum gleymi hún að kveikja aftur á bjöllunni, gestum til nokkurs ama. Sólveig er íslenskukennari við Kvennaskólann og gaf nýverið út ásamt Ásdísi Arnalds tvær bækur í bókaflokknum Tungutak. „Önnur bókin er eins og konfekt og rjómi,“ segir hún glettin. Þar er fjallað um félagsleg málvísindi, til dæmis máltöku barna, kynjamál, stétta- mál, táknmál og ýmislegt fleira. Hin bókin er sérhæfðari og fjall- ar um hljóðfræði,“ upplýsir hún en dyrabjöllurofinn hefur líklega komið sér vel þegar Sólveig ein- beitti sér að skrifum bókarinnar. solveig@frettabladid.is Takkinn veitir góða hvíld Þótt hluturinn sem Sólveig Einarsdóttir kennari ákvað að sýna lesendum Fréttablaðsins sé ekki sá sem er í mestu uppáhaldi á heimilinu, veitir hann henni ómælda ánægju í formi góðrar hvíldar. Takkinn góði sem Sólveig lét setja upp til að geta slökkt á dyrabjöllunni þegar hún vill fá frið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Matarhorn sælkerans: Spennandi olíur og edik Fyrsta flokks vara Sett í flöskur á staðnum Skrifum kveðjur á flöskurnar Óvenjulegar og skemmtilegar gjafir www.svefn.is FRAMTÍÐIN Í FJÖLSTILLANLEGUM RÚMUM TM - Hægt að stilla við iPhone® og iPod touch® - Hrotu stjórnun - Wi-Fi fjarstýring - Fimm stilliminni - Vekjaraklukka með léttu nuddi og hljóði - „Finna fjarstýringu“ stilling - Stærsti framleiðandi í heimi á stillanlegum rúmum - Fæst bæði með dökkum og ljósum lit " IQ-CARE heilsudýnurnar hafa svo sannarlega slegið í gegn hér á landi. Þær eru einstakur valkostur og hafa reynst frábærlega vel. Viðskiptavinir okkar velja þær yfirleitt í stillanleg rúm sín enda eru dýnurnar sérstaklega hannaðar til að þola allar hreyfingar sem stillanleg rúm gera kröfu til. Með komu IQ-CARE heilsudýnanna höfum við enn betur náð að koma til móts við sértækustu þarfir viðskiptavina okkar og finna þá lausn í dýnu sem best hentar hverjum og einum " Sigurður Matthíasson , forstjóri Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 - Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.