Fréttablaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 22. febrúar 2010
„Þetta er mjög flottur staður, nafn-
togaður fyrir glæsilegar sýning-
ar og því mikil viðurkenning fyrir
íslenska hönnuði og arkitekta að
vera boðið að sýna þarna,“ segir
Halla Helgadóttir, framkvæmda-
stjóri Hönnunarmiðstöðvar Ís-
lands, um fyrirhugaða sýningu á
íslenskri samtímahönnun í hinni
virtu hönnunarmiðstöð Danmarks
Design Center í Kaupmannahöfn,
sem verður opnuð föstudaginn 26.
febrúar næstkomandi.
Húsgögn, vöruhönnun og arki-
tektúr af farandssýningunni Ís-
lensk samtímahönnun sem sett
var upp á Listahátíð í Reykjavík
í Listasafni Reykjavíkur á Kjar-
valsstöðum á síðasta ári verða í
sviðljósinu í hönnunarmiðstöð-
inni næstu tvo mánuði. Þetta er
í fyrsta sinn sem íslensk hönn-
unarsýning er sett upp í miðstöð-
inni og segir Halla þetta einstakt
tækifæri fyrir íslenska hönnuði og
arkitekta að mynda samstarfsvett-
vang við norræna kollega sína.
„Skandinavísk hönnun nýtur
mikillar virðingar um allan heim.
Okkar markmið er að tengja þá
íslensku betur við hana og koma
á betra samstarfi við skandin-
avíska hönnunariðnaðinn, til að
auka möguleika íslenskrar hönn-
unar sem útflutningsvöru. Við
höfum fengið góða aðila til liðs við
okkur, eins og utanríkisráðuneyt-
ið og íslenska sendiráðið í Kaup-
mannahöfn, en svo virðist sem
að í kreppunni hafi menn loksins
komið auga á þau dýrmætu verð-
mæti sem eru fólgin í íslenskri
hönnun, arkitektúr og listum al-
mennt.“
Þess má geta að nafn Íslands
og íslensk hönnun munu blasa við
vegfarendum sem leggja leið sína
um Ráðhústorgið í Kaupmanna-
höfn næstu tvo mánuði þar sem
ákveðið hefur verið að setja fjór-
tán metra háan borða utan á húsa-
kynni Danmarks Design Center,
sem stendur rétt við torgið.
roald@frettabladid.is
Íslendingar leggja undir sig
hönnunarmiðstöð Dana
HALLA Hönnum góða útflutningsvöru. ÁBERANDI Íslensk hönnun mun blasa við þeim sem leggja leið sína um torgið.
F A G H Ó P U R Í F R A M L E I Ð S L U
K V I K M Y N D A - O G S J Ó N V A R P S E F N I S
2 0 1 0
Kosning til Edduverðlaunanna hefst í dag þegar tæplega
þúsund meðlimir Akademíunnar fá senda kjörseðla í tölvupósti.
Fólk er hvatt til að greiða atkvæði sem fyrst en kjörseðilinn
verður að nota fyrir kl 17 á föstudag.
KOSNINGIN
HEFST Í DAG
Miðasala á Edduna hefst í dag á midi.is.
Miðinn kostar 1000 krónur og gildir
á afhendingu Edduverðlaunanna
og samkvæmi sem fram fer á eftir.
Verðlaunin verða afhent í Háskólabíói á laugardagskvöldið og sýnd í opinni dagskrá á Stöð 2
Stjórnarkjör
Skv 34. grein félagsins skal tveim mánuðum fyrir aðal-
fund ár hvert auglýsa frest til framboðs í trúnaðarstöður
samkvæmt 23. og 24. gr.
Stjórn félagsins skipa fimm menn, formaður, varafor-
maður, ritari, gjaldkeri og einn meðstjórnendi, auk þess
fjórir menn til vara.
Einnig skal kjósa þrjá menn í trúnaðarráð og þrjá til vara,
tvo endurskoðendur og einn til vara og tvo menn í
kjörstjórn
Til að bera fram lista eða tillögu til stjórnarkjörs, trúnaðar-
ráðs eða annarra trúnaðarstarfa, þarf skriflega staðfest-
ingu þeirra sem á listanum eru. Komi aðeins fram einn
listi eða tillaga um menn í trúnaðarstöður, þarf kosning
ekki að fara fram.
Umsóknarfrestur er til 12.mars 2010
Umsóknum skal skila til skrifstofu félagsins Stórhöfða 31
merkt: Stjórnarkjör FÍS
Stjórn Félags íslenskra Símamanna
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
A
LL
I