Fréttablaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 22. febrúar 2010 21 NÝTT! MARGFALDUR ÁVINNINGUR FYRIR KYLFINGA KORTHAFAR PREMIUM ICELANDAIR AMERICAN EXPRESS GREIÐA EKKERT ÁRGJALD Í ICELANDAIR GOLFERS ICELANDAIR GOLFERS Félagar í klúbbnum njóta ýmissa hlunninda og fríðinda: • Ekkert gjald er tekið fyrir golfsett í áætlunarflugi Icelandair • 2.500 Vildarpunktar • 2.000 króna gjafabréf í Saga Shop • 100 æfingaboltar í Básum PREMIUM ICELANDAIR AMERICAN EXPRESS Greiðslukort sem veitir margföld hlunnindi á við venjuleg greiðslukort og margborgar sig að nota bæði hér heima og í golfferðum erlendis. Meðal fríðinda Premiumkortsins má nefna: • Ókeypis aðild að Icelandair Golfers • 15 Vildarpunktar af hverjum 1.000 kr. af öllum færslum kortsins heima og erlendis • 20 Vildarpunktar af hverjum 1.000 kr. af öllum keyptum miðum og um borð hjá Icelandair • Frítt bílastæði við Leifsstöð þegar flogið er með Icelandair • Aðgangur að flýtiinnritun í Leifsstöð • Viðbótarfarangursheimild • Aðgangur að betri stofu Icelandair í Leifsstöð • 10.000 Vildarpunktar við fyrstu notkun kortsins SLÁÐU HOLU Í HÖGGI OG FÁÐU ÞÉR PREMIUM Þú getur sótt um Premium Icelandair American Express á Icelandairgolfers.is KÖRFUBOLTI „Ég er ólýsanlega montinn að hafa náð þessum titli loksins. Þetta er geðveikur titill,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálf- ari Snæfells, eftir 92-81 sigur á Grindavík í úrslitaleik Subway- bikars karla í Höllinni á Laugar- daginn. Ingi Þór var búinn að fara með liði sínu þrisvar í Höllina, sem aðalþjálfari 2000 og 2002 og sem aðstoðarþjálfari í fyrra, en farið heim með silfur í öll skiptin. „Sean Burton leiddi liðið í þess- um leik og steig stórt skref fram þegar okkur vantaði. Það var frá- bær karakter hjá honum. Hann sagði mér að hann hafi bara þurft að taka af skarið,“ sagði Ingi og það er hægt að taka undir það. Sean Burton skoraði alls 36 stig í leiknum og gerði Grindvíkingum lífið leitt allan leikinn. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ágætlega og Brenton Birmingham var mjög ákveðinn í upphafi og skoraði meðal annars 9 stig í fyrsta leikhlutanum. Grindavík var 20-18 yfir eftir fyrsta leikhluta og náði mest átta stiga forskoti í upphafi annars leikhluta. Snæfellingar þurftu hins vegar ekki langan tíma til að snúa leikn- um þegar liðið breytti stöðunni úr 23-30 fyrir Grindavík í 36-30 fyrir Snæfell með því að skora þrettán stig í röð á rúmum tveggja mín- útna kafla. Eftir það var Snæfells- liðið með frumkvæðið og varðist vel endurkomum Grindvíkinga. Grindvíkingurinn Guðlaugur Eyjólfsson virtist þó vera búinn að kveikja í Grindavíkurliðinu er hann kom Grindavík yfir í 57- 56 í þriðja leikhluta eftir að hann skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð en Sean Burton var fljótur að svara og koma sínum mönnum aftur af stað. „Við náðum þessum stóru leika- triðum á undan þeim. Þegar þeir komu með stóru leikatriðin sín þá náðum við að svara þeim. Eins og þeger Gulli kom þeim yfir þá kom bara Burton og svaraði strax með þristi og meðbyrinn var aftur kominn yfir til okkar. Við náðum að hafa „mómentin“ okkar megin. Við fengum kraft úr þessum stóru skotum og höfðum þar af leiðandi meiri kraft í lokin. Það skipti sköp- um,“ sagði Ingi Þór eftir leikinn. „Við hleyptum þeim í alltof mörg opin þriggja stiga skot og þetta er mjög gott þriggja stiga skotlið. Þeir hittu mjög vel og það verður bara að segja alveg eins og er að þeir bara sökktu okkur í þriggja stiga skotum. Þeir spiluðu bara betur en við og þetta er bara sanngjarnt,“ sagði Friðrik Ragn- arsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn. Grindvíkingar voru með full- skipað lið í fyrsta sinn í langan tíma en þjálfarinn kenndi ekki lélegri leikæfingu um það hvern- ig fór. „Við getum endalaust verið að afsaka okkur en við töpuðum bara af því að við vorum lélegri og það var bara svoleiðis. Það þýðir ekk- ert að vera að afsaka sig því þá vinnum við ekkert alvöru titil. Við horfum bara fram á við og förum að einbeita okkur að því að vinna stóra titilinn,“ segir Friðrik. Grindvíkingar höfðu unnið alla fjóra bikarúrslitaleiki sína fyrir leikinn á laugardaginn en að þessu sinni vantaði liðið tilfinnanlega meira frá lykilmönnum eins og Páli Axel Vilbergssyni sem náði aðeins fimm skotum á körfuna og skoraði aðeins 4 stig í leiknum. Þegar á reyndi undir lokin voru Snæfellingar líka grimmari í baráttunni, tóku flest ef ekki öll mikilvægustu fráköstin og settu síðan niður dýrmæt skot í kjölfar- ið á sóknarfráköstum á lokakafla leiksins. Það vó þungt en mestu máli skipti þó að þeir voru með Sean Burton í sínu liði. ooj@frettabladid.is Sean Burton í miklu stuði í Höllinni Snæfellingar urðu bikarmeistarar í annað skiptið á þremur árum eftir sigur á Grindvíkingum. Þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson varð bikarmeistari í fyrsta sinn og Grindavík tapaði fyrsta bikarúrslitaleiknum. ANNAÐ SKIPTIÐ Á ÞREMUR ÁRUM Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfells, lyfti bikarn- um alveg eins og fyrir tveimur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LOKSINS GULL Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara Snæfells, var fagnað með hefðbundnum hætti eftir að bikarmeistaratitillinn var í höfn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI „Þetta var frábær sigur. Við náðum að loka betur á þá í seinni hálfleik og Sean setti niður stór skot. Þar var leikurinn fannst mér,“ sagði Snæfelling- urinn Sigurður Þorvaldsson sem varð bikarmeistari í þriðja sinn í þremur heimsóknum í Höllina. „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel eins og kannski tveir síðustu leikir í deildinni sýndu,” sagði Sigurður. „Mér fannst við ná að loka mjög vel á Pál Axel. Það var eng- inn einn sem gerði það því við vorum allir að spila góða vörn. Kannski Þorleifur og hinir að keyra eitthvað meira upp að körfunni en við urðum að gefa eitthvað. Við urðum að velja eitr- ið,“ sagði Sigurður að lokum. - óój Sigurður Þorvaldsson: Sean setti niður stór skot Í STRANGRI GÆSLU Sigurður Þorvalds- son dekkaði Pál Axel Vilbergsson í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Brenton Birming- ham náði ekki að vinna bikarinn í fimmta sinn á ferlinum þegar hann spilaði sinn sjötta bikarúr- slitaleik með Grindavík um helg- ina. „Þetta var erfitt og það sem gerði okkur enn erfiðara fyrir var að við fylgdum ekki því sem við höfðum lagt upp með varnar- lega fyrir leikinn. Þeir jörðuðu okkur með öllum þessum þrist- um,“ sagði Brenton eftir leikinn. „Ég vil ekki afsaka mig og þetta er leikur sem við áttum að vinna og gátum unnið,“ sagði Brenton sem var stigahæstur í liði Grindavíkur með 17 stig. - óój Brenton Birmingham: Jörðuðu okkur með þristunum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.