Fréttablaðið - 22.02.2010, Side 2
2 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR
Fréttablaðið kemur út í nýju
broti í dag. Nýja brotið er
tveimur sentimetrum lægra en
áður en prentflöturinn minnkar
þó aðeins um einn sentimetra.
Breytingarnar eru gerðar í
hagræðingarskyni en töluverð-
ur sparnaður næst í pappírs-
kaupum. Ný pappírsstærð felur
ekki í sér breytingar á fram-
setningu efnis.
Fréttablaðið í
nýju blaðabroti
STJÓRNMÁL Ármann Kr. Ólafsson
hlaut örugga kosningu í fyrsta
sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins í Kópavogi fyrir sveitarstjórn-
arkosningarnar í vor. Ármann
lagði þar Gunnar I. Birgisson,
fyrrverandi bæjarstjóra. Gunnar
sóttist eftir fyrsta sætinu, en hafn-
aði í því þriðja.
„Ég er mjög sáttur við þessa nið-
urstöðu, þetta eru afgerandi úrslit
og mikil traustsyfirlýsing við mitt
framboð,“ segir Ármann.
Ekki náðist í Gunnar í gær, en
hann sagði á fundi með fram-
bjóðendum í síðustu viku að hann
myndi ekki taka
annað sætið á
listanum tap-
aði hann slagn-
um um fyrsta
sætið.
Ármann seg-
ist ekki hafa
heyrt í Gunnari
eftir að úrslit
urðu ljós.
Um 4 . 9 0 0
manns voru skráðir í flokkinn
hinn 21. janúar. Um 6.000 voru
á kjörskrá í prófkjörinu og því
hafði fjölgað um 1.100 í flokknum
á einum mánuði. Alls kusu 3.337
í prófkjörinu og kjörsókn því um
56 prósent.
Ármann segir sitt framboð ekki
hafa stundað smölun. Eðlilegt sé að
nýjum mönnum fylgi nýir stuðn-
ingsmenn. - bj
Óvíst hvort Gunnar I. Birgisson tekur sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Kópavogi:
Ármann öruggur í fyrsta sæti
ÁRMANN KR.
ÓLAFSSON
RÖÐ FRAMBJÓÐENDA
1. Ármann Kr. Ólafsson
2. Hildur Dungal
3. Gunnar I. Birgisson
4. Margrét Björnsdóttir
5. Aðalsteinn Jónsson
6. Karen E. Halldórsdóttir
7. Árni Bragason
Garðar, er það ekki lengur þitt
að dæma?
„Nei, nú kem ég mér bara fyrir á
spjöldum sögunnar.“
Garðar Örn Hinriksson knattspyrnudóm-
ari er hættur dómgæslu eftir 20 ára feril.
SÁDÍ-ARABÍA Kvenkyns lögfræð-
ingar munu bráðlega geta flutt
mál sín fyrir dómi í Sádi-Arabíu í
fyrsta sinn. Hingað til hafa konur
aðeins getað starfað á bak við
tjöldin hjá hinu opinbera.
Ný lög um þetta verða kynnt
á næstu dögum að sögn dóms-
málaráðherrans Mohammed al-
Eissa. Hann segir lögin hluta af
endurbótaáformum konungsins
Abdullah. Konunum verður þó
aðeins leyfilegt að flytja fjöl-
skyldutengd mál, til dæmis skiln-
aðar- og forræðismál. - þeb
Réttarbót í Sádi-Arabíu:
Konur fái að
flytja mál
NEPAL, AP Khahendra Thapa
Negar, átján ára Nepali, ætlar
að ferðast til Ítalíu til að freista
þess að komast í Heimsmetabók
Guinness sem minnsti maður í
heimi. Hann er aðeins 56 senti-
metrar á hæð en núverandi met-
hafi, Kínverjinn He Pingping, er
73 sentimetrar á hæð.
Fjölskylda Negars lagði fyrst
inn metumsókn hjá Heimsmeta-
bókinni þegar hann var fjórtán
ára en henni var synjað þar sem
hann var ekki fullvaxinn. Negar
varð átján ára í fyrra og ætlar
því að reyna að fá metið staðfest.
Læknar í Nepal hafa ekki getað
útskýrt hvers vegna hann er
svona lítill. - þeb
Sækist eftir heimsmeti:
Er aðeins 56
sentimetra hár
Í FANGI PABBA Engin læknisfræðileg
skýring er á hæð Khanedra Thapa Negar.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Árni leiðir Neslistann
Árni Einarsson sigraði í prófkjöri Nes-
listans á Seltjarnarnesi fyrir sveitar-
stjórnarkosningarnar í vor. Brynjúlfur
Halldórsson hlaut kosningu í annað
sætið. Þeir eru báðir varabæjarfull-
trúar Neslistans í dag. Alls kusu 186 í
prófkjörinu.
SELTJARNARNES
PORTÚGAL „Alls staðar í kring eru
skriðuföll, og grjót á flestöllum
leiðum,“ segir Guðmundur Berg-
steinsson, sem býr á eyjunni Mad-
eira í Portúgal. Stormur reið yfir
eyjuna á laugardag og olli miklum
flóðum og aurskriðum. Að minnsta
kosti fjörutíu hafa látið lífið og
hundruð eru særðir. Þá er óttast að
tala látinna muni hækka þar sem
fjölmargra er enn saknað.
Guðmundur býr ásamt konu
sinni í um tuttugu mínútna akst-
ursfjarlægð frá höfuðborginni
Funchal, sem varð einna verst
úti í hamförunum. „Það eru mjög
miklar skemmdir inni í Funchal,
og það er rosalegt að sjá þetta. Það
er búið að rigna svo til alla daga
frá því fyrir jól,“ segir Guðmund-
ur. Hann segir að rignt hafi stans-
laust í um tvo klukkutíma á laug-
ardag og vatnsmagnið hafi verið
gríðarlegt. „Árnar taka bara ekki
við þessu og það flæddi hér niður
allar hlíðar.“
Flóðin hrifu meðal annars með
sér gróður og bíla. Þá gaf jarðveg-
ur sig undan einhverjum húsum.
Hjálparstarfsmenn hafa verið
sendir frá meginlandi Portúgal
og Spáni til þess að aðstoða við
björgunarstörf. Veður hamlaði
björgunaraðgerðum á laugardag
en aðstæður höfðu skánað mikið
í gær.
Guðmundur segir eyjuna vera
í hálfgerðri biðstöðu. Allir skólar
og vinnustaðir séu og verði lokað-
ir. „Það hreyfir sig enginn og það
veit enginn neitt nema það sem
heyrist í fréttum. Leiðin til höf-
uðborgarinnar er lokuð, og leiðin
út á flugvöll líka. Það veit enginn
hvenær allt fer af stað aftur, fólk
bara bíður.“
Eyjan Madeira er vinsæll ferða-
mannastaður og voru nokkrir
ferðamenn á meðal þeirra sem
leituðu aðhlynningar á spítölum.
Yfirvöld í Portúgal hafa sagt alla
ferðamenn óhulta, en þó er óttast
um afdrif breskrar konu.
thorunn@frettabladid.is
Minnst fjörutíu eru
látnir á Madeira
Flóð og aurskriður hafa orðið að minnsta kosti fjörutíu manns að bana á portú-
gölsku eyjunni Madeira. Hundruð eru særð og fjölmargra saknað. „Rosalegt að
sjá þetta,“ segir Guðmundur Bergsteinsson sem er búsettur á eyjunni.
GUÐMUNDUR BERGSTEINSSON Íbúi á
Madeira segir eyjuna alla í biðstöðu
vegna hamfaranna.
BJARGAÐ ÚR FLÓÐINU Hjálparstarfsmenn aðstoða mann við að komast leiðar sinnar
í höfuðborginni Funchal á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
AKRANES Kærunefnd útboðsmála
hefur úrskurðað að Akraneskaup-
stað beri að afhenda fyrirtækinu
Omnir ehf. gögn varðandi kaup
á tölvuþjónustu. Bæjaryfirvöld
hafa hundsað ítrekaðar fyrir-
spurnir nefndarinnar og ekki rök-
stutt hví gögnin voru ekki afhent.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá
framlengdi kaupstaðurinn samn-
ing við fyrirtækið SecurStore um
kaup á tölvuþjónustu, en hætti
við að bjóða þjónustuna út. Fyrir-
tækið Omnir kærði þá ákvörðun
til kærunefndarinnar, en nefnd-
in hafnaði kærunni. Fyrirtækið
krafðist aðgangs að öllum gögnum
og nú hefur bæjarfélagið verið
skikkað til að verða við því. - kóp
Akraneskaupstaður:
Skikkaður til að
afhenda gögn
LÖGREGLUMÁL Karlmaður liggur
þungt haldinn á gjörgæsludeild
Landspítalans eftir eldsvoða í
Stykkishólmi í gærmorgun.
Lögreglu barst tilkynning
um eld í raðhúsi klukkan 10.33
í gærmorgun. Þegar komið var
að húsinu var það alelda og
fannst maðurinn meðvitundar-
laus í svefnherbergi. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni á
Snæfellsnesi eru upptök eldsins
ókunn. Tæknideild er væntanleg
til Stykkishólms í dag.
Manninum er nú haldið sofandi
á gjörgæsludeildinni í Fossvogi.
Hann er þungt haldinn að sögn
læknis á deildinni. - þeb
Karlmaður á gjörgæslu:
Þungt haldinn
eftir eldsvoða
SAMGÖNGUR Samninganefndir flugvirkja og Ice-
landair funduðu stíft í allan gærdag og fram eftir
kvöldi til að freista þess að ná samningum áður en
til verkfalls kæmi. Samningar höfðu ekki tekist
þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi, en
verkfall átti að hefjast á miðnætti.
Seint í gærkvöldi stefndi allt í að milliríkjaflug
Icelandair myndi stöðvast. Guðjón Arngríms-
son, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í gær
að stefnt væri á að funda fram eftir nóttu til að
reyna að ná samningum.
Kristján Kristinsson, formaður samninganefnd-
ar Félags flugvirkja, sagði í gærkvöldi ekkert
hægt að upplýsa um gang viðræðna, en viðræður
myndu halda áfram fram eftir kvöldi.
Heimildir Fréttablaðsins herma að flugvirkjar
hafi verið búnir að draga úr kröfum sínum í gær,
en upphaflega kröfðust þeir 25 prósenta launa-
hækkunar. Atvinnuástand meðal flugvirkja hefur
verið gott, störfum hefur fjölgað frá árinu 2008 og
næga vinnu að hafa.
Sex vélar Icelandair áttu að fljúga frá Keflavík-
urflugvelli í morgun, og má búast við því að um
það bil 1.000 farþegar eigi bókað far með þeim.
Guðjón hvatti þá til að fylgjast með stöðunni og
reikna með að áætlanir gangi upp.
Verkfall flugvirkja myndi setja ferðaáætlan-
ir um 20 þúsund ferðamanna, sem eiga bókaðar
ferðir á þeim tíma sem verkfallið á að standa, úr
skorðum. - bj
Verkfall flugvirkja hjá Icelandair gæti stöðvað ferðir um 20 þúsund farþega í dag:
Fundað stíft fram eftir kvöldi
FERÐALÖG Verkfall flugvirkja myndi setja ferðaáform fjölda
flugfarþega í uppnám. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Reynir að hindra verkfall
Þýska flugfélagið Lufthansa reri í gær
öllum árum að því að koma í veg fyrir
að fjögur þúsund flugmenn fari í fjög-
urra daga verkfall í dag. Slíkt myndi
hafa í för með sér mikla röskun á
innanlands- og millilandaflugi.
ÞÝSKALAND
Ógnaði með sprautunál
Maður á þrítugsaldri framdi vopnað
rán í verslun 10/11 í Álfheimum á
laugardagsmorgun. Maðurinn, sem
var í annarlegu ástandi, ógnaði
afgreiðslustúlku í versluninni með
blóðugri sprautunál og hafði á brott
með sér óverulega peningaupphæð.
Lögregla fann manninn skömmu
síðar.
LÖGREGLUFRÉTTIR
AKRANES Bæjarfélagið hefur verið
skikkað til að láta af hendi gögn er varða
kaup á tölvuþjónustu.
SPURNING DAGSINS