Fréttablaðið - 22.02.2010, Page 6
6 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR
N1 Deildin
KARLAR
Mánudagur
Höllin
Kaplakriki
Vodafone höll
Akureyri - Fram
FH - Stjarnan
Valur - HK
19:00
19:30
19:30
2009 - 2010
NJARÐARBRAUT 9 - REYK
JAN
ES
BÆ
FIS
KIS
LÓÐ
3 - REYKJAVÍK
VM krefst ...
Nánari upplýsingar á www.asi.is
... greiðsluaðlögunar sem nær
til almennra skulda og veðskulda,
íbúðalána og bílalána.
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
Allt sem þú þarft…
FÉLAGSMÁL Einelti í 4. til 10. bekk
í grunnskólum í Reykjavík, sem
fylgja Olweusaráætluninni,
mældist að meðaltali sjö prósent
samkvæmt nýrri könnun sem
gerð var í nóvember og desember
síðastliðnum. Þetta jafngildir því
að einn til tveir nemendur í hverj-
um bekk verði fyrir einelti ann-
arra nemenda, að sögn Þorláks
H. Helgasonar, framkvæmda-
stjóra Olweusar-áætlunarinnar á
Íslandi. Áætlunin er sem kunnugt
er notuð gegn einelti í skólum.
Í grunnskólum Reykjavíkur
mældist eineltið mest í 4. bekk,
rúm þrettán prósent, og lækk-
ar eftir því sem ofar dregur. Það
er fjögur prósent í 10. bekk. Ein-
elti mælist meira hjá strákum en
stelpum nema í 6. bekk.
Þorlákur segir að breytinga
hafi orðið vart milli ára 2008
til 2009 sem felist í því að fleiri
svari því til en áður að þeim líki
illa á unglingastigi í skólanum.
2,6 prósent stúlkna í 8. til 10.
bekk sögðu sér líka illa í skólan-
um haustið 2008 en 4,4 prósent
haustið 2009.
„Það er einkum þrennt sem
stendur upp úr þegar spurt er um
tegund eineltis,“ útskýrir Þorlák-
ur. „Það er orðbragðið og stríðn-
in á óþægilegan og meiðandi hátt.
Þá er það rógburðurinn, að breiða
út sögur og loks beinlínis útilok-
un. Þetta er svokallað dulið ein-
elti. Skólarnir bregðast við lík-
amlegu áreiti svo sem höggum
og spörkum, en suma þeirra þarf
að aga til að bregðast við duldu
ofbeldi. Aðalatriðið er að hinir
fullorðnu, foreldrar, starfs-
fólk skóla og skólayfirvöld, beri
ábyrgð og setji reglur.“
Þorlákur segir að þar sem skól-
ar hafi agað sig og fylgt Olweus-
ar-áætluninni í hvívetna sé að
nást verulega góður árangur. Í
nokkrum skólum sé einelti helm-
ingi minna milli ára og börnunum
þar líði augljóslega betur. Hann
kveðst ekki vilja nefna einstaka
skóla í þessu sambandi.
„Reykjavíkurborg hefur stutt
þetta verkefni myndarlega. Ég er
með ákveðinn ramma sem ég er
nú að útfæra á hvern skóla í borg-
inni. Svona þarf að vinna þetta og
styrkja hvern einasta skóla, ekki
á einhverjum meðaltalsgrund-
velli heldur með tilliti til þarfa
hvers og eins.“ jss@frettabladid.is
OLWEUSAR-VERKEFNIÐ Á milli 55 til 60 prósent grunnskólabarna eru þátttakendur í
Olweusar-verkefninu. Einn framhaldsskóli, Framhaldsskólinn á Selfossi, hefur tekið
upp áætlunina innan sinna vébanda með ágætum árangri. Í hittifyrra kom svo fyrsti
leikskólinn inn í verkefnið, Eyrarskjól á Ísafirði.
Eineltið mest hjá níu
til tíu ára krökkum
Í könnun sem gerð var í lok síðasta árs í þeim grunnskólum Reykjavíkur sem
fylgja Olweusar-áætluninni mældist einelti mest í 4. bekk, eða rúm þrettán pró-
sent. Framkvæmdastjóri áætlunarinnar segir hana víða draga mjög úr einelti.
Skólarnir bregðast við
líkamlegu áreiti svo sem
höggum og spörkum, en suma
þeirra þarf að aga til að bregðast
við duldu ofbeldi.
ÞORLÁKUR HELGASON
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Ætlar þú að smakka á köku
ársins sem byrjað er að selja í
bakaríum landsins?
JÁ 29,5%
NEI 70,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Borðaðir þú fisk oftar en einu
sinni í síðustu viku?
Segðu þína skoðun á visir.is
EFNAHAGSMÁL Búast má við að tæp-
lega þriðjungur íslenskra heimila
safni upp skuldum, gangi á eignir
til að standa undir daglegri neyslu
og afborgunum af lánum, eða hafi
dregið svo mikið úr neyslu að lág-
marksviðmið samfélagsins eiga
ekki við hjá þeim.
Þetta kemur fram í úttekt sem
unnin var fyrir Neytendasam-
tökin. Niðurstöður úttektarinnar,
sem unnin var af Kjartani Brodda
Bragasyni hagfræðingi, benda
til þess að Seðlabankinn og aðrir
opinberir aðilar ofmeti greiðslu-
getu íslenskra heimila.
Þegar tekið hefur verið tillit til
„eðlilegra neyslustaðla“ er töluverð
hætta á greiðsluþroti hjá töluverð-
um hluta þeirra skuldsettu heimila
sem eru með lægstu ráðstöfunar-
tekjurnar, að því er fram kemur í
skýrslunni.
Tekjulægsti hópurinn, sem
telur tæplega 11 þúsund heimili,
um níu prósent íslenskra heimila
samkvæmt skýrslunni, er með um
235 þúsund krónur í ráðstöfunar-
tekjur þegar tekið hefur verið til-
lit til vaxta- og barnabóta. Þennan
hóp vantar um 129 þúsund krónur
á mánuði til að borga fyrir daglega
neyslu og til að greiða vaxtakostn-
að af lánum. Þessi hópur þarf því
annaðhvort að ganga hratt á eign-
ir, taka lán fyrir neyslu, eða draga
verulega úr neyslu sinni. - bj
Niðurstaða hagfræðiúttektar á greiðsluvanda heimilanna fyrir Neytendasamtökin:
Þriðjungur heimila er í vanda
HEIMILI Töluverð hætta er á greiðsluþroti hjá skuldsettustu heimilunum sem eru
með lægstu ráðstöfunartekjurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HOLLAND, AP Ríkisstjórn Hollands
féll á laugardag, eftir miklar deil-
ur um veru hollenskra hermanna í
Afganistan.
Hollenskir hermenn hafa verið
í Afganistan frá árinu 2006, en
áformað hafði verið að draga her-
liðið burt á þessu ári. Fyrr í mánuð-
inum bað Nató ríkisstjórnina um að
endurskoða þá ákvörðun og halda
herliðinu í landinu. Deilur hafa
verið á milli stjórnarflokkanna
vegna málsins. Kristilegir demó-
kratar vildu skoða beiðni Nató en
Verkamannaflokkurinn vildi halda
fyrri áætlun. Í umræðum um málið
á þinginu var meirihluti fyrir því
að hefja brottflutning á árinu.
Stjórnarsamstarfinu lauk svo
þegar ráðherrar Verkamanna-
flokksins gengu af sextán klukku-
stunda löngum fundi þar sem reynt
var að ná samkomulagi um málið.
Forsætisráðherrann, Jan Peter
Balkenende, tilkynnti svo í gær að
hollenski herinn myndi hefja brott-
flutning frá Afganistan í ágúst.
Hann hefði ekki lengur vald til
þess að breyta þeirri ákvörðun.
Líklegt er að nú verði boðað til
kosninga í maí, ári fyrr en áætlað
var. - þeb
Ríkisstjórnin í Hollandi deildi um veru hermanna í Afganistan:
Afganistan felldi ríkisstjórn
FORSÆTISRÁÐHERRANN Jan Peter Balk-
enende tilkynnti um slit stjórnarinnar á
laugardagsmorgun. Hann mun ganga á
fund drottningar í dag og líklegt er að
boðað verði til kosninga í maí.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SAMFÉLAGSMÁL Orator, félag laga-
nema við Háskóla Íslands, mun á
næstu vikum bjóða borgarbúum
upp á lögfræðiráðgjöf á bóka-
söfnum borgarinnar. Laganem-
ar verða á aðalsafni Borgarbóka-
safns í dag milli 16 og 18.
Þjónustan er borgarbúum að
kostnaðarlausu, en mannrétt-
indaráð Reykjavíkurborgar veitti
styrk fyrir verkefninu. Laganem-
ar hafa hingað til eingöngu veitt
ráðgjöf í gegnum síma og verður
því haldið áfram samhliða aðstoð
á bókasöfnum. - bj
Félag laganema við HÍ:
Ókeypis ráðgjöf
á bókasöfnum
KJÖRKASSINN