Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.02.2010, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 22.02.2010, Qupperneq 10
10 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Glæsileg ryksuga með öflugum mótor, 2000 W. Sjálfinndregin snúra, hleðsluskynjari. 4 lítra slitsterkur poki. Vinnuradíus: 10 m. Vinnuhollt handfang. Stillanleg lengd á sogröri. Ryksuga VS 06G2001 23.900Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 29.900 kr.) VR krefst þess að ráðist verði í mannaflsfrekar framkvæmdir. PEKINGÓPERA Söngkona á sviði í Peking í tilefni af ári tígursins, sem nú er nýhafið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KÓPAVOGUR Garðyrkjustjóri Kópa- vogs á að gera tillögur um frágang á landfyllingu vegna bryggju- hverfis á norðanverðu Kársnesi. Að því er kom fram í bæjarráði á fimmtudag frestast framkvæmd- ir á svæðinu og á meðan er það til vandræða. Úrgangur sé losaður í óleyfi og fok frá svæðinu valdi íbúum í grenndinni angri. Hægt sé að sá fræi, gera hjóla- stíga og leyfa hundum að hlaupa lausum. Vestast á svæðinu hafi orðið til sandströnd sem nota megi til sjósunds og sjóbaða. - gar Landfylling til vandræða: Gróður hefti fok á Kársnesi SAMGÖNGUR „Við fylgjumst með og höfum auðvitað vonast eftir því að sjá óyggjandi tölur um aukningu,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætós bs. „Tölurnar sem við höfum sýna hins vegar ekki verulega fjölgun þótt heldur virðist vera stígandi í þessu.“ Reynir segir fyrstu tölur um fjölda farþega Strætós í janúar benda til ríflega þriggja pró- senta fjölgunar borið saman við sama tíma í fyrra. Mælingin sé hins vegar ekki með nema um 95 prósenta öryggi og aukningin því innan skekkjumarka. „Við skipt- um árinu upp í þrjú tímabil. Best er að taka þessar tölur saman þegar skólahaldi lýkur í sumar- byrjun. Þá verður hægt að segja til um það með nokkurri vissu hvort einhver breyting hefur orðið,“ segir Reynir. Þá segir Reynir að fólk kunni að verða vart við fjölgun á álags- tímum vegna þeirrar nýbreytni að bjóða nemendahópum í sam- floti við kennara, bæði á grunn- og leikskólastigi, að nota Strætó í vettvangsferðum. - óká REYNIR JÓNSSON Segir fyrstu tölur ársins benda til fjölgunar farþega. Bíða verður talna sem fást í vor til þess að merkja raunbreytingu hjá Strætó: Vísbending um fjölgun farþega VÍSINDI Bandarískir vísindamenn hafa þróað nýtt blóðpróf sem getur sagt til um hvort krabbameins æxli hefur myndast á nýjan leik eða hvort lyfjameðferð hefur áhrif. Prófið er talið geta bylt rannsókn- um á krabbameini og meðferðum við því. Sagt er frá prófinu í breska blaðinu Times. Með prófinu er læknum gert kleift að fylgjast náið með þróun hvers konar krabbameins í sjúk- lingum og miða meðferðina við það á hvaða stigi það er hverju sinni. Prófið, sem áætlað er að geti orðið aðgengilegt víðast hvar innan fimm ára, gæti hlíft sumum sjúklingum við óþarfri lyfja- eða geislameðferð, en að sama skapi tryggt að aðrir hljóti nauðsynlega aukaaðhlynningu ef fyrstu við- brögð granda ekki meininu. Próf- ið ætti einnig að geta greint örsmá afgangsæxli sem ekki sjást á hefð- bundnum sneiðmyndum. Þá væri með prófinu hægt að komast hjá miklum skurðaðgerð- um, enda má með því komast að því hvort mein hefur dreift sér í eitla eða vefi sem virðast heilbrigðir og láta þá afskiptalausa ef svo er ekki. Í ferlinu er notast við erfðatækni til að greina DNA-auðkenni krabba- meinsfrumna í blóði. Slík próf eru ekki glæný af nálinni þegar fylgj- ast þarf með blóðkrabbameini, til dæmis hvítblæði, en hafa hins vegar ekki staðið til boða fyrir þá sem þjást af æxlum í föstu formi. Nýja blóðprófið hefur hins vegar verið prófað á fjórum sjúklingum með ristilkrabbamein og tveimur með brjóstakrabbamein. Í örfáum millilítrum af blóði fundust leifar af erfðaefni æxlisins. Prófið kostar nú um 600 þúsund krónur, en búist er við því að sú tala lækki hratt eftir því sem tæknin sem þarf í framleiðsluna verður algengari og ódýrari. „Þetta er mjög mikilvægt starf sem þarna hefur verið unnið og mun hafa gríðarleg áhrif á þróun einstaklingsmiðaðrar krabbameins- meðferðar,“ segir Mike Stratton, prófessor við Sanger-stofnunina, sem sérhæfir sig í rannsóknum á krabbameini og erfðum. Rannsóknin var kynnt á vísinda- ráðstefnu sem fór fram nýlega í San Diego í Bandaríkjunum og hefur vakið mikla athygli. stigur@frettabladid.is Gæti bylt krabba- meinsmeðferðum Nýtt blóðpróf sem vísindamenn hafa þróað getur sagt til um hvort meðferð við krabbameini virkar eða hvort æxli hefur gert vart við sig á ný. Gæti mögulega hlíft sjúklingum við óþörfum geisla- og lyfjameðferðum eða skurðaðgerðum. SKURÐAÐGERÐ Hið nýja blóðpróf gerir læknum kleift að fylgjast náið með þróun hvers konar krabbameins í sjúklingum. Það er jafnframt talið geta orðið til þess að sjúklingar þurfi ekki að fara í skurðaðgerð eða erfiða lyfjameðferð. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.