Fréttablaðið - 22.02.2010, Qupperneq 12
12 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Gólfþjónustan er með sérlausnir
í smíði borða fyrir fyrirtæki og heimili.
Við smíðum borð algjörlega eftir þínu
máli svo sem borðstofuborð, sófaborð
og fundarborð.
SÉRSMÍÐI ÚR
PARKETI
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225
S
amtök atvinnulífsins hafa látið frá sér fara myndar-
legt yfirlit um tillögur sínar til endurreisnar í íslensku
atvinnulífi og efnahag þjóðarinnar. Mikil vinna liggur
greinilega að baki þessum viðamiklu tillögum sem hafa
það að markmiði að vísa þjóðinni leið til endurreisnar,
kröftugs atvinnulífs og bættra lífskjara. Auðvitað verða skiptar
skoðanir um ýmislegt í þessum tillögum SA, en viðleitnin er mjög
jákvæð.
Alþýðusambandið hefur líka hreyft mörgum tillögum og hug-
myndum og gert skýrar kröfur til ríkisstjórnarinnar um aðgerðir
í efnahags- og atvinnumálum. Að verulegu leyti er samhljómur
með þessum helstu samtökum í íslensku atvinnulífi og vinnumark-
aði. Óskandi væri að ríkisstjórnin og stjórnmálaflokkarnir allir
vildu hlusta á þessar tillögur og taka tillit til þeirra.
Samtök atvinnulífsins hafa greinilega miklar áhyggjur af því
að horfur eru á langvarandi kyrrstöðu eða efnahagslægð og fjölda-
atvinnuleysi á Íslandi á komandi misserum. Af þeim sökum leggja
SA megináherslu á að bætt verði hressilega í fjárfestingar, iðnþró-
un og orkubeislun þegar á komandi mánuðum. Samtökin leggja
fram margþættar tillögur og hugmyndir til að stuðla að þessu.
Það er skoðun Samtaka atvinnulífsins að framvinda efna-
hags- og atvinnumála á næstu árum sé undir því komið hverjar
ákvarðanir Íslendingar sjálfir taka og hvernig okkur farnast að
framfylgja þeim. Þau benda sérstaklega á það grundvallaratriði
að fjárfestingar í útflutningsgreinum verða að draga vagninn.
Og þau gera þá eðlilegu kröfu að stjórnvöldin vinni með atvinnu-
lífinu.
Markmið Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins eru
þau að hér verði atvinna fyrir alla þegar á næstu árum. Þá verði
unnið að varanlegri eflingu atvinnulífsins með orkunýtingu og
stórfjárfestingum sem eru virkasta leiðin til þess að rykkja hag-
kerfinu í kröftugan gír til atvinnuaaukningar og almennra lífs-
kjarabóta í landinu. Samtökin leggja þunga áherslu á að vaxta-
stigið í landinu verði lagað að þessum markmiðum og horfið frá
gjaldeyrishöftunum, en þau eru í raun vantraustsyfirlýsing á
krónuna og koma þannig alveg í veg fyrir að hún geti náð tiltrú
á markaðinum.
Þær aðgerðir sem Samtök atvinnulífsins boða nú eru einmitt
mikilvægar til þess að skapa tiltrú og traust á íslensku atvinnulífi
og íslenskri hagþróun til framtíðar. Tillögurnar eru víðtækar og
ná til allra helstu samfélagsþátta sem máli skipta. Allir sjá að
ríkisstjórnin er stórlega löskuð og kemur eiginlega engu eða fáu
til leiðar, að minnsta kosti í bili. Iðnaðarráðherra er aftur og aftur
að boða aðgerðir og fyrirætlanir en virðist jafnóðum hrundið til
baka af afturhaldsöflum innan stjórnarinnar. Meðal annars af
þessari ástæðu hljóta menn að líta til frumkvæðis og tillagna úr
öðrum áttum. Það verður að koma vitinu fyrir þá sem standa á
móti. Ef ríkisstjórnin megnar ekkert til góðs verður hún auðvitað
að víkja.
Nú þarf að setja startkapla á hagkerfið. Aðrar aðferðir eru of
seinvirkar til að vélin hrökkvi í gang. Tillögur Samtaka atvinnu-
lífsins eru mikilvægt framlag sem allir ættu að kynna sér.
Mikilvægt framlag Samtaka atvinnulífsins:
Nú þarf startkapla
JÓN SIGURÐSSON SKRIFAR
Franskir blaðamenn, sem eru öllum hnútum kunnugir,
sögðu nýlega frá því í fréttum
að eftir jarðskjálftann í Haítí
hafi vúddú-særingar, sem þar
eru landlægar, mjög svo færst
í aukana. Einn þeirra hafði við-
tal við „hougan“ nokkurn, en svo
eru vúddú-prestar nefndir þar í
landi, sem taldi augljóst að and-
arnir hefðu vitað fyrir um ham-
farirnar. Viku fyrir þær hefði
hann haldið mikla serimoníu
með bænasöng og bumbuslætti
ásamt með fleiri prestum í „pot-
omitan“ eða hofi, og þá hefðu
andarnir að vísu mætt eins og
búist var við en verið eitthvað
undarlegir, hvorki viljað borða
né tala heldur einungis grát-
ið. Jafnvel guðinn Ogou, sem er
venjulega svo kátur og reifur,
hefði ekki sagt eitt aukatekið
orð. Greinilegt var að eitthvað
skelfilegt var í aðsigi, þótt menn
skildu það ekki þá. Öll þessi guð-
fræði er hvítum Vesturlanda-
búum framandi, en hins vegar
þekkja þeir aðra hlið á vúddú-
kukli, – neikvæðu hliðina þegar
særingamenn búa til dúkku af
fjandmanni sínum og stinga í
hana nálum til að ljósta hann
sjálfan einhverjum kaunum og
pestum. Dúkkur af því tagi hafa
jafnvel verið til sölu í verslunum
í París, m.a. í líki Sarkozys, og
fylgja nálarnar með.
Svo var þó að sjá af greinun-
um að fréttamennirnir hefðu
brosað út í annað þegar þeir
voru að skrifa þær, en það ættu
þeir ekki að gera. Því íbúar vítt
og breitt á Vesturlöndum hafa
ekki farið varhluta af sínum
eigin vúddú-særingum og þær
af hinu grimmasta tagi. Fyrir
nokkrum árum fóru ýmsir hag-
fræðingar frjálshyggjunnar að
básúna þá nýju kenningu að með
því að lækka skatta mjög mikið,
einkum og sérlega á hátekju-
mönnum og fyrirtækjum, væri
hægt að auka skattatekjur rík-
isins til muna. Þetta rökstuddu
þeir með því að við þessar lækk-
anir yrðu menn svo glaðir að
þeir færu að vinna mun meira
en áður – kenningin gengur sem
sé út frá því að alltaf sé næga
vinnu að fá, o.s.frv. – þá myndu
tekjur þeirra hækka verulega
og þeir borga meiri skatta í raun
þótt hundraðstalan væri lægri.
Þetta var svo skýrt með stærð-
fræðiformúlum sem voru jafn
óskiljanlegar og særingaþulur
á Haítí.
Fljótlega fékk kenningin nafn
sem hún hefur síðan gengið
undir og var kölluð „vúddú-hag-
fræði“, og fannst sumum að hún
vekti áleitna spurningu: skyldu
þeir sem halda þessu fram trúa
í raun og veru á þessa kenn-
ingu sína? Það töldu margir af
og frá. Þeir héldu því fram að
tilgangurinn væri sá einn að
nota þessa nýju hagfræði til að
framkalla sem háværasta tóma-
hljóð í ríkiskössum, því það væri
segin saga að þegar fjármál hins
opinbera væru illa stödd, hvar
í heimi sem væri, myndu við-
brögð stjórnmálamanna jafnan
verða þau sömu, að byrja á að
draga úr kostnaði í félagsmál-
um af öllu tagi, heilbrigðiskerfi,
skólum og slíku. Því strax í upp-
hafi frjálshyggjunnar bjuggu
hagfræðingar hennar til líkan,
eða dúkku, af því sem þeim var
mest nöp við, sem sé velferð-
arríkinu, – því líkön eru þeirra
ær og kýr – og hafa þeir síðan
verið í óða önn við að pikka í
hana með kenninga-nálum af
öllu tagi til að reyna að ráða nið-
urlögum þessa þjóðfélags, koma
því helst til leiðar að sjúkrahús-
um verði lokað, nema rándýrum
einkaspítölum fyrir auðkýfinga,
dregið verði úr framlögum til
menntamála, þannig að í staðinn
fyrir opinbera skóla komi einka-
skólar með háum skólagjöldum,
og atvinnuleysisbætur og annað
slíkt verði skorið niður við trog,
svo ekki sé talað um það fé sem
runnið hefur til menningarmála.
Þessi vúddú-hagfræði hefur
víða borið góðan árangur frá
sjónarhóli þeirra sem bjuggu
hana til, en nú bætist annað við
í sama anda, og það er kreppan.
Hún er í raun og veru framhald
vúddú-hagfræðinnar og himna-
sending fyrir frjálshyggjuna,
því hennar vegna neyðast jafn-
vel vinstri stjórnir til að fram-
kvæma þá stefnu sem hún fylgir
sem harðast; þótt þær séu á önd-
verðum meið eiga þær ekki leng-
ur annarra kosta völ en brýna
kutana og vaða út í blóðugan
niðurskurð á öllu því sem kennt
hefur verið við heilbrigðismál,
félagsmál og menningu.
Þannig er ýmsum helstu atrið-
um frjálshyggjunnar hrundið í
framkvæmd, án þess að frjáls-
hyggjumenn þurfi að koma
nálægt því sjálfir og bera á því
nokkra minnstu ábyrgð. Þeir
geta horft á þetta allt saman
skellihlæjandi meðan þeir bíða
eftir því að fá aftur upp í hend-
urnar þau fyrirtæki, banka,
skipafélög og annað sem þeir
misstu um stundarsakir í
kreppunni, hvítþvegin og skuld-
laus, ásamt með auðmjúkri
beiðni um afsökun fyrir óþæg-
indin.
Vúddú
EINAR MÁR JÓNSSON
Í DAG | Hagfræði og galdrar
UMRÆÐAN
Erla Ósk Ásgeirsdóttir skrifar um at-
vinnumál
Atvinnuleysi meðal ungs fólks er áhyggjuefni. Við erum að missa unga
fólkið af landi brott en flestir þeirra sem
flust hafa í burtu eru á aldrinum 25–29
ára sem er einmitt fjölmennasti ald-
urshópurinn á atvinnuleysisskrá, eða
um 30,5% allra atvinnulausra. Þetta er
verulegt áhyggjuefni enda mannauðurinn ein
helsta auðlind okkar. Þessar tölur eru skýr skila-
boð um að ungt fólk er að sækja sín atvinnutæki-
færi utan landsteinanna sem þýðir aftur að fjöldi
fólks metur það svo að það sé ákjósanlegra að
búa annars staðar. Ísland á að vera ákjósanlegur
staður fyrir ungt fólk að búa á og við verðum að
búa svo um hnútana að það finni kröftum sínum
farveg hér heima. Atvinnumálin þola enga bið,
ef ekkert verður að gert blasir við að þeim mun
fjölga sem velja að flytjast af landi brott. Við
stöndum frammi fyrir því að aldrei hafa jafn
margir flutt frá landinu og á síðasta ári en 4.835
fleiri fluttu frá landinu en til þess. Næstflest-
ir brottfluttir umfram aðflutta voru árið
1887.
Ef opinberar spár ganga eftir munu
Íslendingar þurfa að horfast í augu við
aukið atvinnuleysi á árinu verði ekki
gripið í taumana. Ef ekkert verður að
gert mun atvinnuleysi aukast í 10-11%
á árinu. Þróunin á vinnumarkaðinum er
grafalvarleg en samkvæmt vinnumark-
aðskönnun Hagstofunnar fækkaði störf-
um um 11 þúsund á milli áranna 2008-
2009 og meðalvinnustundum fækkaði um
rúmlega 10% sem gefur sterka vísbendingu um
minni verðmætasköpun í hagkerfinu.
Við verðum öll að leggja okkar af mörkum í
uppbyggingu atvinnulífsins og samfélagsins því
nú ríður á að sköpuð verði ný störf og atvinnu-
leysi útrýmt. Efnahagsleg endurreisn hefur
gengið hægar en vonir stóðu til. Það er því löngu
orðið tímabært að stjórnmálamenn horfi til
framtíðar og vinni saman að því finna lausnir á
þeim vanda sem við blasir og móti skýra fram-
tíðarsýn þannig að Ísland verði áfram ákjósan-
legur staður fyrir ungt fólk að búa á.
Höfundur er varaþingmaður.
Staða ungs fólks áhyggjuefni
ERLA ÓSK
ÁSGEIRSDÓTTIR
Miðstýring frjálshyggjunnar
Frjálshyggjufélagið hélt aðalfund sinn
um helgina. Hann sátu „hátt á fjórða
tug manns“ líkt og segir í tilkynningu
frá félaginu. Líkt og venja er á aðal-
fundum var kjörið í stjórn, en hana
skipa 19 menn. Karlmenn. Ungir
frjálshyggjudrengir. Líkur á að komast
í þá stjórn eru nokkuð góðar, vel ríf-
lega helmingur fundarmanna var
kosinn í stjórn. Óvíst er hvort,
John Locke hefði skrifað
upp á miðstýringu af þessu
tagi. Komist drengirnir
í félaginu til valda má
líklega búast við mikilli
útþenslu ríkisbáknsins, ef
koma á rúmlega helmingi
þjóðarinnar í stjórn.
Rökþrot eða vanþroski?
Frjálshyggjudrengirnir bera hag
hinna ríku mjög fyrir brjósti og í
samþykkt aðalfundarins segir að
orðið auðmaður sé komið á sama
stall og orðið gyðingur „í munni
áróðursmeistara þýska nasistaflokks-
ins“. Vonandi er hægt að skrifa jafn
ósmekklega samlíkingu á vanþroska
drengjanna. Það
hefur nefnilega
löngum verið
mælikvarði
á rökþrot
að seilast í
líkingum til
Þýskalands
Hitlers.
Ekkert fútt lengur
Aðalfundurinn virðist hafa farið
nokkuð friðsamlega fram og raunar
er það lenska orðin að fundir stjórn-
málahreyfingar eru hálflitlausir. Engin
átök, ekkert fútt, allir vinir. Það er af
sem áður var þegar oft lá við handa-
lögmálum á slíkum samkundum.
Þannig var það á miðstjórnarfundi
Alþýðubandalagsins í Neskaupstað
fyrir margt löngu. Eftir pólitísk átök
yfir daginn voru kverkarnar vættar
um kvöldið. Þá fannst nokkrum,
sem sumir enduðu síðan á Alþingi,
eðlilegt næsta skref að henda
Ásmundi Stefánssyni, þá hag-
fræðingi ASÍ, í höfnina, en voru
stöðvaðir á bryggjusporðinum.
kolbeinn@frettabladid.is