Fréttablaðið - 22.02.2010, Side 14
14 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
DREW BARRYMORE ER 35 ÁRA
Í DAG.
„Lífið er athyglisvert,
því þegar allt kemur til
alls verður manns erfið-
asta reynsla manns mesti
styrkur.“
Drew Blyth Barrymore er
bandarísk leikkona og leik-
stjóri sem sló fyrst í gegn
sem barn í kvikmyndinni E.T.
MERKISATBURÐIR
1935 Fært er í lög að flugvélar
megi ekki fljúga yfir Hvíta
húsið í Bandaríkjunum.
1956 Elvis Presley kemur lagi í
fyrsta sinn á vinsældalista
- Heartbreak Hotel.
1979 Menningarverðlaun Dag-
blaðsins eru veitt í fyrsta
sinn.
1991 Sigríður Snævarr er fyrst
íslenskra kvenna til að
gegna embætti sendi-
herra.
1997 Kind að nafninu Dollý er
klónuð af genasérfræðing-
um í Edinborg.
2005 Jarðskjálfti, 6,4 á Richt-
erskala, ríður yfir suður-
hluta Írans. Rúmlega 500
manns láta lífið og 1.000
slasast.
Á þessum degi árið 1952 fór fram formleg af-
hending byggingarnefndar á Þjóðminjasafns-
húsinu við Suðurgötu. Þjóðminjasafnið þótti þá
í fyrsta skipti fá húsnæði við sitt hæfi en tillaga
um byggingu safnsins var upphaflega borin fram
í Blaðamannafélaginu en byggingin var hugsuð
sem ytra tákn og sýnilegur minnisvarði lýðveldis-
stofnunarinnar.
Safnið var stofnað árið 1863. Munir þess
höfðu, allt þar til nýja húsnæðið var opnað, verið
geymdir á miður góðum stöðum, svo sem á
lofti Dómkirkjunnar, þakhæð-
um tukthússins við Skóla-
vörðustíg og Alþingishúss-
ins og lofti Landsbankans.
Við stofnun lýðveldisins
árið 1944 ákvað Alþingi
Íslendinga að láta reisa safnhúsið við Suður-
götu en arkitekt hússins var Sigurður Guðmunds-
son sem teiknaði húsið í samstarfi við Eirík Ein-
arsson.
Sigurður þykir einn helsti brauðryðjandi í ís-
lenskum arkitektúr og nefndur eini íslenski full-
trúi norrænnar klassíkur, til að mynda með bygg-
ingum sínum, Austurbæjarskóla og svo innrétt-
ingum Reykjavíkur Apóteks sem voru
í Austurstræti 16.
Eiríkur og Sigurður höfðu starf-
að sem félagar frá árinu 1938 og
af þeirra sameiginlegu verkefn-
um utan Þjóðminjasafnsins má
nefna Sjómannaskólann, bál-
stofu og kapellu í Fossvogi og
Hallgrímskirkju í Saurbæ.
ÞETTA GERÐIST: 22. FEBRÚAR 1952
Þjóðminjasafnshúsið afhent
Hávellan er ein algengasta öndin við Ísland á veturna og
kemur næst á eftir æðarfuglinum hvað fjöldann varðar. Hún
sést jafnt við ströndina, í höfnum sem og lengra úti, þar sem
hún lifir á svifi. Hávellan kýs helst kalt loftslag, hún verpur við
strendur heimskautalandanna á norðurhveli jarðar. Á veturna
sjást hér bæði íslenskir fuglar og vetrargestir frá norðlægari
löndum. Eitt af einkennum hávellu er að karlfuglinn, steggur-
inn, er með áberandi langar miðfjaðrir stéls. Annað sem ein-
kennir hávellu er að hún skiptir oftar um fjaðurham heldur en
aðrar endur. Mikið líf og fjör einkennir hávellurnar, sérstaklega
síðla vetrar og fram á vor. Þá gera steggirnir allt til að ganga í
augun á kollunum og synda gólandi kringum þær með stél-
fjaðrirnar á lofti og eru í sífelldum erjum. Þeir kalla þá nafn
sitt í sífellu, há-á-vella. Þessi söngur er mjög einkennandi og
þekkist víða á norðurhveli, m.a. nota Grænlendingar hann í
veðursöngvum sínum. Söngurinn er einkennandi fyrir íslensk
fjallavötn á vorin og heyrist jafnframt mikið í Mývatnssveit. Há-
vella verpur bæði inn til landsins og við sjávartjarnir og vötn
á láglendi. Hún er mun algengari á láglendi norðanlands en
sunnan. Hreiðrið er venjulega nærri vatni, vel falið í gróðri og
líkist hreiðrum annarra anda. Steggir fella fjaðrir aðallega á sjó.
FUGL VIKUNNAR: HÁVELLA
Öndin sem segir
nafnið sitt
HÁVELLA Steggur í vetrarskrúða, löngu stélfjaðrirnar eru áberandi.
MYND/JÓHANN ÓLI HILMARSSON
„Það má segja að tildrögin að stofn-
un félagsins á sínum tíma hafi verið
þau að okkur stofnmeðlimunum þótti
vanta kynningu á Grikklandi hér á
Íslandi. Grísk fræði hafa ekki verið
áberandi í okkar menntalífi, ólíkt því
sem gerist víða annars staðar,“ segir
Kristján Árnason, formaður Grikk-
landsvinafélagsins Hellas, sem fagn-
ar aldarfjórðungsafmæli sínu í dag.
Félagið var sett á fót á þessum
degi árið 1985 af Kristjáni og fleira
áhugafólki um Grikkland. Margir
stofnmeðlimanna starfa enn með fé-
laginu, en skráðir meðlimir eru í dag
á annað hundrað talsins. „Við höfð-
um öll mikinn áhuga á Grikklandi og
þarlendri menningu, bæði hinni forn-
grísku menningu og þeirri nýrri. Það
er svo ótalmargt sem heillar við þetta
land. Í gegnum árin hafa svo marg-
ir gengið í félagið sem hafa ferðast
til Grikklands og vilja halda þeim
tengslum við,“ segir Kristján.
Hann segir starfsemi félagsins
hafa verið fræðslubundna fyrst og
fremst, en þó hafi verið bryddað upp
á ýmsu öðru. „Við höfum reynt að
kynna Grikkland eftir bestu getu, en
einnig verið með yfir tug ferðir til
Grikklands og haldið fundi í kringum
þær ferðir. Þá höfum við staðið fyrir
samkomum þar sem boðið hefur verið
upp á gríska rétti, tónlist og dans og
þar fram eftir götunum.
Svo skemmtilega vill til að sam-
hliða afmælinu í dag hefst námskeið
á vegum félagsins og Endurmenntun-
ar Háskólans sem ber heitið Grikk-
land ár og síð. Hlín Agnarsdóttir
hefur umsjón með námskeiðinu sem
stendur yfir til 22. mars, en það er
byggt á samnefndri bók sem kom
fyrst út árið 1989 en var endurútgef-
in fyrir síðustu jól. Þar gefst almenn-
ingi kostur á að kynnast nánar menn-
ingu Grikklands að fornu og nýju á
víðum grundvelli, en valdir fræði-
menn flytja fyrirlestra um alla helstu
þætti hennar, svo sem goðafræði og
sagnfræði, skáldskap og listir, heim-
speki og vísindi. Áhugasömum er
bent á vefsíðuna endurmennt.is þar
sem finna má nánari upplýsingar um
námskeiðið.
Þá mun félagið fagna afmæli sínu
á viðeigandi hátt næstkomandi laug-
ardagskvöld, 27. febrúar, á efstu hæð
Iðnó í hjarta höfuðborgarinnar. Þar
verður boðið upp á fordrykk og þrí-
réttaða máltíð að grískum sið. Ræðu-
maður kvöldsins er fjölmiðlamað-
urinn og Grikklandsvinurinn Egill
Helgason og einnig verður fluttur
leikþátturinn Dómur Parísar eftir
Lúkíanós í þýðingu Steingríms Thor-
steinssonar. Í framhaldinu verður
leikin tónlist og stiginn dans meðan
gólfpláss leyfir. „Ég vona að sem
flestir sjái sér fært að mæta,“ segir
Kristján.
kjartan@frettabladid.is
GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ HELLAS: FAGNAR 25 ÁRA AFMÆLI SÍNU
Margt heillandi við Grikkland
AFMÆLI „Við höfðum öll mikinn áhuga á Grikklandi og þarlendri menningu,“ segir Kristján Árnason um stofnun Grikklandsvinafélagsins fyrir
aldarfjórðungi. FRETTABLAÐIÐ/GVA
Norræna húsið hefur undanfarna mánudaga staðið fyrir
svokölluðu Höfundahádegi þar sem rithöfundar eru fengn-
ir til að ræða bækur sínar. Í dag mun Vilborg Davíðsdótt-
ir rithöfundur ásamt Jórunni Sigurðardóttur ræða nýjustu
bók Vilborgar um landnámskonuna Auði djúpúðgu.
Fyrri bækur Vilborgar, sem og þessi, byggja á mik-
illi rannsóknarvinnu og mun Vilborg meðal annars sýna
slæður frá sögusviði bókarinnar á Bretlandseyjum og
myndir tengdar sinni heimildavinnu. Spjallið hefst klukk-
an 12. - jma
Hádegisspjall
höfunda
AUÐUR TIL UMRÆÐU Lítið er til af heimildum um ævi Auðar djúpúðgu
en Vilborg vann mikla rannsóknarvinnu fyrir bók sína um landnáms-
konuna.
Fréttablaðið býður nú upp
á birtingu æviminninga á
tímamótasíðum blaðsins.
Hafið samband í síma
512 5490-512 5495 eða sendið
fyrirspurnir á netfangið
timamot@frettabladid.is
Æviminning
Gísli Eirík
ur Helgaso
n
Laugateigi 7
2, Reykjavík
Gísli Eirík
ur Helgaso
n fæddist
í
Reykjavík
1. janúar 1
931. Hann
lést á Hraf
nistu í Ha
fnarfirði 1
2.
janúar síð
astliðinn.
Foreldrar
hans
voru Guðr
ún Jónsdót
tir frá Þing
eyri
í Dýrafirði
f. 1917, d.
1988, og H
elgi
Gíslason fr
á Ísafirði,
f. 1915, d.
1970.
Gísli Eirík
ur bjó fyrs
tu æviár sí
n í
Reykjavík
en fluttist
eftir það v
estur
til Ísafjarð
ar með for
eldrum sín
um
og systkin
um.
Systkini G
ísla Eiríks
eru Jón
Hannes, f.
1933, Sigrí
ður Ása, f.
1936 og G
uðmundur
, f.
1941.
Eiginkona
Gísla Eirí
ks er Marg
rét Magnú
sdóttir hjúk
r-
unarfræði
ngur, f. 4.
apríl 1937
. Þau geng
u í hjóna-
band árið
1960. Börn
Gísla Eirí
ks og Mar
grétar eru:
1) Magnús
kennari, f
. 1.5. 1972
, kvæntur
Guðbjörgu
Björnsdótt
ur kennara
, f. 30.11. 1
971. Börn
þeirra eru
Margrét, f.
17.2. 1997
og Björn J
óhann, f. 2
0.1. 1999.
2) Helgi tæ
knifræðin
gur, f. 18.6
. 1975, í sa
mbúð með
Jórunni Dr
öfn Ólafsdó
ttur leiksk
ólakennar
a, f. 15.2.
1975. Þeir
ra dóttir e
r Þórunn Á
sta, f. 24.12
. 2001. 3)
Guðrún læ
knir, f. 14.
11. 1979, í
sambúð m
eð Þór
Halldórssy
ni stjórnm
álafræðing
i, f. 6.6. 19
80.
Gísli Eirík
ur lauk sk
yldunámi
á Ísafirði e
n hélt suð
ur
til Reykjav
íkur 17 ára
gamall til
að nema h
úsasmíði.
Húsasmíð
ar urðu æv
istarf hans
. Framan a
f starfsæv-
inni vann
hann á Tré
smíðaverk
stæðinu Fu
ru en eftir
að
hafa fengi
ð meistara
réttindi í i
ðn sinni st
ofnaði han
n
sitt eigið f
yrirtæki, G
ísli, Eiríku
r, Helgi, se
m hann át
ti
og rak þar
til fyrir fá
einum áru
m.
Stangveið
i var aðalá
hugamál G
ísla Eiríks
alla tíð
og sinnti h
ann meða
l annars tr
únaðarstö
rfum fyrir
Stangveið
ifélag Reyk
javíkur.
Útför Gísla
Eiríks fer
fram í dag
kl. 13.00 í
Fossvogskir
kju.
G
1
s
gason
æddist í
Hann
firði 12.
drar hans Þingeyri , og Helgi5, d. 1970. ár sín í
að ve tur m sínum
ur, f.
úkr-
u:
u
ð
ur
ð
Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar
1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar
síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá
Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason
frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu
æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til
Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum.
Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður
Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941.
Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna-
band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru:
1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu
Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru
Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999.
2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með
Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2.
1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3)
Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór
Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980.
Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður
til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði.
Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv-
inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að
hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann
sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti
og rak þar til fyrir fáeinum árum.
Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð
og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir
Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju.
Okkar ástkæra,
Ásdís Karlsdóttir
Klapparstíg 13, Njarðvík, áður til
heimilis að Álfaskeiði 81, Hafnarfirði,
andaðist á sjúkrahúsi Keflavíkur 10. febrúar 2010. Að
ósk Ásdísar hefur útför farið fram í kyrrþey.
Grímur Karlsson
Áslaug Karlsdóttir
Hulda Karen og Sigríður Dúa