Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.02.2010, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 22.02.2010, Qupperneq 16
 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR2 HVERT HERBERGI ætti að hafa fókus. Skemmtilegt er að ganga inn í stofu þar sem athyglin beinist strax að einhverjum einum áberandi hlut líkt og litríkum sófa eða sérkennilega löguðum lampa. Hönnuðurinn Mario Bellini útskrifað- ist frá Plytechnic í Mílanó árið 1959. Hann starfar enn á eigin arkitekta- og hönnunarstofu í borginni. Hann hefur starfað fyrir merki á borð við Artemide, Erco, Fiat, B&B Italia, Cassina og Olivetti. Fræg- ustu verk hans eru stólar í CAB- línunni sem hann hannaði fyrst árið 1977. www.interiordezine.com „Þetta byrjaði allt þegar við Vil- borg sátum yfir kaffibolla inni í eldhúsi. Við vorum að tala um hvað okkur vantaði oft kökudiska á fæti sem taka ekki allt skápa- pláss en Vilborg var þá að und- irbúa ferm- ingarveislu. Þá kviknaði hug- myndin að kökudiski sem hægt er að taka í sundur,“ útskýrir Hafdís. Þær hófust síðan handa við að teikna við eldhúsborðið heima og fengu fyrirtæk- ið Logoflex til að skera út formin. Fljótlega vatt hugmyndin upp á sig og fylgdu servéttustandar, kertastjakar og fleira í kjölfarið. „Þegar við fund- um x-ásinn sem hlutirnir er settir saman með spruttu hugmyndirn- ar fram.“ Þó stutt sé síðan fyrirtækið fór af stað hafa Hafdís og Vil- borg ekki setið auðum höndum. Fram er komin ný vörulína sem þær kalla Corvus sem inniheldur meðal annars borðspegil, snaga og kertastjaka. „Corvus er lat- neska heitið yfir hrafn en okkur finnst krummi svo fallegur fugl. Við byrjuðum að vinna í línunni strax fyrir jól og erum enn að hugsa um fermingarnar en núna gjafir. Krummi er glysgjarn og við gerðum til dæmis borðspegil sem krummi situr upp á. Svo er hægt að hengja skartið á hann.“ Vörurnar frá Arca de- sign má meðal annars finna í verslununum Módern í Hlíðar- smára, Póley í Vestmannaeyjum og Sirku á Akureyri, Mótívó á Selfossi og á pósthúsum víða um land. Einnig eru þær stöllur með eigin vefverslun í smíðum. Hafdís segir vörurnar hafa fengið góðar viðtökur og er nú vinnan við Arcadesign orðin aðal- vinna þeirra beggja. „Við bjugg- umst ekki alveg við þessu þegar við byrjuðum á kökudiskinum en þetta hefur gengið alveg rosalega vel. Við munum örugglega koma með eithvað nýtt fyrir sumarið, til dæmis fyrir brúðkaupin. Við erum með svo mikið af hugmynd- um og erum bara rétt að byrja.“ heida@frettabladid.is Kökudiskar og krummar Stöllurnar Hafdís Heiðarsdóttir og Vilborg Aldís Ragnarsdóttir standa á bak við Arcadesign. Fyrirtækið stofnuðu þær fyrir hálfu ári í kring- um kökudisk úr plexígleri sem þær teiknuðu sjálfar og létu smíða. Hafdís Heiðarsdóttir og Vilborg Aldís Ragnarsdóttir eru þegar komnar af stað með nýja vörulínu sem þær kalla Corvus. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA út febrúar Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagur 22. febrúar Miðvikudagur 24. febrúar Fimmtudagur 25. febrúar Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson kennir fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 13.00 -14.00. NLP (Neuro Lingvistisk Programering) - Hvernig má nýta NLP sem hjálpartæki þegar lífið tekur óvænta stefnu og velja þarf úr nýjum möguleikum. Tími: 13.30 -14.30. Vinnum saman - Ný viðhorf (Býflugurnar) - Vertu með í skapandi hópi atvinnuleitenda. Tími: 14.00-16.00. Að sýna trúna í verki - Umræður. Tími: 14.00-15.00. Baujan sjálfstyrking - Fullt! Tími: 15.00 -17.00. Skiptifatamarkaður - Barnaföt - Tími: 16.00 -18.00. Fluguhnýtingar fyrir byrjendur - Skráning nauðsyn- leg. Tími: 12:00 -13.30. Föndur - skrapp myndaalbúm og kort - Gott er að hafa skæri meðferðis. Tími: 12.00-14.00. Saumasmiðjan - Gamalt verður nýtt. Tími: 13.00-15.00. Hjálparstarf á Haítí - Sendifulltrúi Rauða krossins segir frá starfi sínu og aðkomunni á Haítí örfáum dögum eftir jarðskjalftann. Tími: 14.00-15.00. Þýskuhópur - Við æfum okkur í að tala saman á þýsku um málverk. Tími: 14.00-14.45. Frönskuhópur - Við æfum okkur á frönsku í að tala um mannlýsingar og ættartré. Tími: 15:00 -15.45. Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00. Hjartahnoð - Lærðu og æfðu rétt viðbrögð þegar sek- úndur skipta máli. Tími: 12.15 -13.15. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 12.30 -13.30. Meðvirkni - Af hverju verðum við meðvirk? - Ráð- gjafar Lausnarinnar (lausnin.is) bjóða upp á einstaklings- ráðgjöf að fyrirlestri loknum. Tími: 13.15-14.45. Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri og gleði? Tími: 15.30-16.30. Föstudagur 26. febrúar Hvernig stöndumst við álag - Hvað fær okkur til að pirrast og reiðast yfir smámunum? Tími: 12.30 -14.00. Prjónahópur - Lærðu að prjóna. Tími: 13.00 -15.00. Enskuhópur - Æfðu þig að tala ensku. Tími: 14.00 -15.00. Með hamingjuna í lúkunum - Þórhildur frá Þekking- armiðlun fjallar um hamingjuna, hamingjuhindranir og gefur gömlum broshrukkum nýtt líf. Tími: 14.30 -15.30. Skákklúbbur - Komdu og tefldu. Tími: 15.30 -17.00. Allir velkomnir! Áhugasviðsgreining - Könnun og fagleg ráðgjöf. Skráning nauðsynleg. Tími: 14.00 -16.00. Ráðgjöf fyrir innflytjendur - Sérsniðin lögfræðiráð- gjöf og stuðningur við innflytjendur. Tími: 14.00 -16.00. Briddsklúbbur - Hefur þú gaman af bridds? Langar þig að læra bridds?Tími: 14.00-16.00. Skattar og skattabreytingar - Hvað þýða nýlegar breytingar á skattakerfinu fyrir þig? Tími: 15.30-16.30. Þriðjudagur 23. febrúar Rauðakrosshúsið Næring og lífsstíll - Þú þarft ekki að umturna lífi þínu þó þú viljir lifa heilsusamlegu lífi. Tími: 12.30 -13.30. Tölvuaðstoð - Persónuleg aðstoð. Tími: 13.30-15.30. Aðstoðaðu okkur við að bæta dagskrána! A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… Kökudiskur eða fat undir ávexti.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.