Fréttablaðið - 22.02.2010, Page 18

Fréttablaðið - 22.02.2010, Page 18
 22. FEBRÚAR 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Í þrílyftu húsi í Mosfellsbænum búa Rannveig Halldórsdóttir og Kristján Jóhann Guð- mundsson ásamt börnunum Gyðu Margréti og Halldóri Gauta og hundinum Neró. Húsið keyptu þau árið 2005 og hófust handa við að gera það upp þremur árum síðar. „Ég er á því að maður verði að vera búinn að búa í húsinu í ein- hvern tíma til að finna út úr því hvernig maður vill hafa hlutina,“ segir Rannveig en búið er að taka neðri hæð hússins í gegn og stefnt á efri hæðina í framhaldinu. Skipt var um gólfefni og hiti lagður í gólfin, eldhúsið og borð- stofan tekin í gegn og eins snyrt- ingin á hæðinni. „Við nutum aðstoðar Kristín- ar Guðmundsdóttur hjá Innark og hún teiknaði til dæmis eldhús- ið. Það var bæði lítið og erfitt að vinna í því svo við lögðum áherslu á að fá pláss undir alla hluti og góða vinnuaðstöðu. Til dæmis var gerð útdraganleg eyja sem nýtist sérstaklega vel.“ Þegar Rannveig er beðin að lýsa stílnum heima hjá sér vefst henni tunga um tönn en segir hann þó ekki minimalískan og heldur ekki „brjálæðískan“. „Ég set bara saman minn eigin stíl og vil hafa hlýlegt í kringum mig. Ég labba ekki í leiðslu út í búð og kaupi eitt- hvað bara af því ég sá það hjá ein- hverjum öðrum. Mér er líka alveg sama hvort flottur hlutur fæst í Rúmfatalagernum eða Casa. Ég Mestu munar um Heimasætan Gyða Margrét og húsfreyj- an Rannveig með hundinn Neró á milli sín. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Klukka á vegg innan um myndir en Rannveig segist gjarnan nostra við smáatriðin. Rannveig segist hrifin af bókstöfum á veggi. Svörtu stafina keypti hún í blómaverslun á Ísafirði fyrir nokkru. ● ALLTAF NÝTT OG NÝTT Þeir sem vilja prýða híbýli sín með málverki eða teikningu eftir íslenskan listamann geta leigt slíkt verk fyrir eitt til tíu þúsund krónur á mánuði. Þeir geta svo hvort sem er, eignast það smátt og smátt eða skil- að því aftur og jafnvel feng- ið annað. Artótekið - Listhlaða leigir og selur íslenska samtíma- myndlist til almennings og fyrirtækja. Lágmarks leigutími er mánuður og hámark 36 mánuðir en lánþegi getur hve- nær sem er á leigutímanum keypt listaverkið og þá dregst frá verðinu sú leiga sem áður hefur verið greidd. Artótekið er til húsa á 1. hæð Grófarhúss við Tryggvagötu 15 og þangað getur fólk komið á afgreiðslutíma Borgarbókasafnsins og skoð- að myndverkin. Auðvelt er líka að fara inn á vefinn www.artotek.is og líta á úrvalið sem til er hverju sinni. ● BRÁÐSNIÐUG SVEPPAHILLA Hillur þurfa ekki að kosta of fjár. Hægt er að hanna þær sjálfur með því að nota gamlan viðarbút. Austurríski hönnuðurinn Katharina Mischer hannaði hilluna Limited Fungi Shelf sem hefur vakið mikla athygli. Hillan er búin til úr gömlum viði sem búið er að fínpússa og lakka og upp úr honum standa fal- legir skógarsveppir úr kopar. Hillur úr notuðum viði eru því einföld og skemmti- leg lausn sem mun án efa gefa heimilinu skemmtilegan blæ.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.