Fréttablaðið - 22.02.2010, Page 32
22. FEBRÚAR 2010 MÁNUDAGUR4 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald
Óvæntir húsgagnafjársjóð-
ir finnast ekki bara í Góða
hirðinum eða á öðrum flóa-
mörkuðum. Þannig geta þeir
sem eru duglegir að vakta
netið dottið inn á góð kaup
á íslenskum vefsíðum, séu
þeir í leit að hönnunarvör-
um í þeim geira. Undanfar-
ið hefur nokkuð borið á því
að húsgögn sem fólk hefur
fjárfest í síðustu árin séu nú
í sölu, til að mynda vegna
flutninga. Til að vakta slík
húsgögn má benda á dálk-
inn „húsgögn“ á barnaland.
is sem og smáauglýsinga-
dálka blaðanna. - jma
Fjársjóðir
leynast víða
Hægt er að gera góð kaup á
húsgögnum á netinu.
Þegar ætlunin er að láta tvo liti
mætast þegar herbergi er málað
skiptir öllur að línurnar séu bein-
ar og fallegar. Til þess er notast
við límband sem eftir mælingu
veggjanna er límt á eftir kúnstar-
innar reglum. Hins vegar er fátt
jafn svekkjandi og að taka lím-
bandið af og uppgötva þá að máln-
ingin hefur runnið inn fyrir það og
þannig eyðilagt dagsverkið.
Góð leið til að koma í veg fyrir
slíkt er að renna fyrst þétt yfir
límbandið á veggnum með nöglinni
eða kreditkorti. Taka síðan þunn-
an pensil og strjúka yfir límbands-
brúnirnar með glærum, möttum
gljáa. Svo þarf að leyfa þessu að
þorna í um klukkutíma áður en
hafist er handa við málninguna.
Mikilvægt að línur
séu beinar og fallegar
Með því að lakka aðeins yfir límbandið er komið í veg fyrir að málningin leki með-
fram því.
Gömul og góð húsráð er oft
gott að kunna þegar óhöpp
eiga sér stað inni á heimilinu.
Margir eiga í stökustu vand-
ræðum með að ná límmiðum
af gleri en gott ráð við því
er að hella sítrónudropum
í blauta tusku og nudda vel
yfir þar til límið er horfið.
Bletti í parketi getur einnig
verið leiðinlegt að eiga við en
stundum virkar vel að taka
blauta tusku og hella ediki í
hana og strjúka yfir blettinn.
Edik getur einnig gert gagn
ef losna á við vonda lykt úr
ísskáp með því að hella ediki
í tusku og strjúka innan úr
ísskápnum. - sm
Burt með
vonda lykt
Edik kemur sér stundum vel til að
losna við óþef.