Fréttablaðið - 22.02.2010, Side 36
16 22. febrúar 2010 MÁNUDAGUR
HVAÐ ER Í MATINN?
Á
kynnir skemmtilegan sérvef um
matargerð og hagkvæm matarinnkaup.
Með því að nota einfalt og skemmtilegt
kerfi útbúum við handa þér matseðil eftir
þínu höfði.
Kynntu þér ótrúlegan fjölda gómsætra
uppskrifta á Hvað er í matinn? á
...ég sá það á visir.is
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Finnst ykkur ekki æðislegt allt þetta
tal um hlýnun jarðar?
Til að vera innlimaður í
bræðralagið þarftu að
sanna það að þú sért verð-
ur með því að
ganga í gegnum
leynilega athöfn!
Jawohl!
Þú verður að
góla, Günther!
Bróðir
Björn!
Er þetta vont,
Günther?
Nein!
Gott, þá
höldum við
áfram með
dagskrána!
Aðeins
óþægi-
legt?
Ég
kastaði
upp.
Ha, Palli?
Greyið mitt!
Hvað
varstu að
borða,
elskan?
Chili
Sleikjó Tvo banana,
kex, nautahakk,
spaghettí, pylsur,
ávexti, tvö egg,
lakkrís, m&m,
saltfisk, samloku
með rauðkáli og
brúnni sósu...
Ég var að
meina
síðustu tvo
tímana...
Það
sama.
Ég ætla að
þvo nokkrar
gallabuxur.
Ef einhver er
með galla-
buxur í þvott
skulið þið
koma með
þær núna!
Síðasta útkall fyrir skítug-
ar gallabuxur!
Fyrsta,
annað...
DAGINN EFTIR
Ég á engin föt, af hverju
þværðu aldrei gallabux-
urnar mínar?
Á dögunum var greint frá því að Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabanka-
stjóri og núverandi háskólakennari, hafi
verið fenginn til að rita sögu Seðlabanka
Íslands og fékk fyrir það um fimm millj-
ónir króna. Jón segist halda að leitað hafi
verið til hans vegna þess að hann hafi áður
skrifað bækur og nýlega haft aðgang að
trúnaðarmálum bankans sem starfsmað-
ur. Á það hefur verið bent að síðarnefnda
atriðið hefði eitt og sér átt að útiloka hann
sem söguritara Seðlabankans; betur færi á
að einhver utanaðkomandi væri ráðinn til
starfans, helst sagnfræðingur sem byggi
yfir meiri reynslu á sviði sagnaritunar en
Jón. Á þeim er ekki hörgull.
JÓN svaraði þessum athugasemdum á
heimasíðu sinni á Pressunni. Þar kemur
fram að ritið sé hugsað sem yfirlitsrit fyrir
almenning. Kaflar fjalli um sérstök svið
starfseminnar og nokkur mikilvægustu
fyrirbæri seðlabankafræða séu kynnt laus-
lega. Jón klykkir út með því að hann leggi
„auðvitað ekki mat á ákvarðanir banka-
stjórnar og ekki er ég dómari um
eigið verk“.
ÞETTA er sérkennileg söguspeki
hjá sagnfræðimenntuðum manni,
jafnvel þótt prófið sé að verða 40
ára gamalt; leitun er að sagn-
fræðingi sem telur það ekki
í sínum verkahring að leggja heildstætt
mat á viðfangsefni sitt. Það mat birtist til
dæmis í efnistökum og áherslum – um hvað
er fjallað og ekki síst um hvað er ekki fjall-
að. Jón hefur sagt að hann hafi verið ráð-
inn vegna aðgangs síns að trúnaðarmálum
bankans. Þá vaknar sú spurning hvort það
sé eitthvað af þeim gögnum sem fyrrver-
andi seðlabankastjóri hefur sérstakan hag
af því að birtist ekki í sögu Seðlabankans.
Hver á að meta það annar en hann sjálfur?
JÓN hefur líka gert grein fyrir launum
sínum. Kveðst hann hafa fengið því sem
nemur nærri launum framhaldsskólakenn-
ara í þá 16 mánuði sem það tók hann að
vinna verkið, „en ég lagði ekki mat á það,
enda verkefnisvinna í hlutastarfi og skil á
mína ábyrgð“. Er eitthvað í sambandi við
þessa bók sem Jón lagði mat á? Ef hann
hefði lagt mat á launin hefði mögulega
runnið upp fyrir honum að þar sem þau
námu fullu kaupi framhaldsskólakennara,
væri kannski æskilegt að hann sinnti verk-
inu í fullu starfi.
OFAN á þetta bætist við að áhöld eru um
hvort það standist lög að opinber stofnun
ráðist í svona verk án útboðs. Með öðrum
orðum lyktar þetta mál bæði af sérhygli og
flaustri. En það er kannski bara viðeigandi
þegar Seðlabanki Íslands á í hlut. Svona í
ljósi sögunnar.
Saga sjálftökunnar
BAKÞANKAR
Bergsteins
Sigurðs-
sonar