Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2010, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 18.03.2010, Qupperneq 55
FIMMTUDAGUR 18. mars 2010 47 Orðrómur er uppi um að náin vin- átta leikstjórans Sams Mendes og leikkonunnar Rebeccu Hall, sem lék í Vicky Cristina Barcelona, hafi valdið því að hjónaband hans og leikkonunnar Kate Winslet gliðnaði í sundur. Mendes hélt því alltaf fram að hann og Hall væru bara góðir vinir en Winslet var á öðru máli. Mendes og Winslet tilkynntu óvænt um skilnað sinn fyrir skömmu eftir sjö ára hjóna- band. Winslet er núna farin í frí til Mexíkó ásamt börnum sínum tveimur og leikkonunni Emmu Thompson. Kvartaði yfir vináttunni KATE WINSLET Talið er að Winslet hafi verið óánægð með vináttu Mendes og Rebeccu Hall. Rapparinn 50 Cent ætlar að hitta vin sinn, fótboltakappann Ashley Cole, á næstunni og hughreysta hann vegna skilnaðar hans við eiginkonuna Cheryl. 50 Cent og Cole unnu saman við glæpa- myndina Dead Man Running sem kom út á síðasta ári og hafa verið vinir æ síðan. „Hann á í erfið- leikum og vonandi nær hann sér aftur á strik. Ég ætla að athuga hvernig hann hefur það,“ sagði rapparinn. Ashley og Cheryl skildu eftir að í ljós kom að hann hafði haldið fram hjá henni. Hughreystir Ashley Cole 50 CENT Rapparinn ætlar að hughreysta vin sinn Ashley Cole. Hljómsveitin Amadou & Mariam frá Malí, sem spilar á opnunartón- leikum Listahátíðar Reykjavík- ur í Laugardalshöll 12. maí, stíg- ur einnig á svið á opnunarathöfn heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu í Suður-Afríku tæpum mán- uði síðar, 10. júní. Sveitin teng- ist HM sterkum böndum því hún samdi þemalag síðustu keppni sem var haldin í Þýskalandi. Á meðal annarra flytjenda á athöfn- inni verða Alicia Keys, Shakira, John Legend og hljómsveitin Black Eyed Peas, auk hóps afrískra tón- listarmanna. Talið er að um þrjá- tíu þúsund manns fylgist með athöfninni á Orlando-leikvangin- um í Jóhannesarborg, fyrir utan þær milljónir sem sjá hana í beinni sjónvarpsútsendingu. Syngja á HM-athöfn AMADOU & MARIAM Hljómsveitin spilar á opnunartónleikum Listahátíðar og opnunartónleikum HM í knattspyrnu. Ljósmyndasýningin Sölukonurn- ar í Tógó eftir Öldu Lóu Leifsdótt- ur verður opnuð í dag í tilefni af Hátíð franskrar tungu. Alda Lóa skráði heim kaupkvennanna í Lomé í Tógó í nokkrum ferðum þangað á árunum 2006 til 2009 og afraksturinn verður nú til sýnis. „Það var rosalega gaman að taka myndir í Afríku. Þar var eitthvað allt annað fyrir sjónum mér en mannlífið á götunum hér,“ segir Alda Lóa. „Bæði það og svo eru það litirnir og samsetningin sem eru svo villt.“ Hún segir að sölukonurnar hafi spurt sig hvers vegna hún vildi ekki mynda þær í sínu fínasta pússi í stað vinnu- gallans og ætlar hún að verða við þeirri beiðni síðar á þessu ári þegar hún fer aftur til Afríku. Alda Lóa hefur unnið sem fréttaljósmyndari á íslenskum og dönskum fjölmiðlum. Hún er aðstandandi Sóleyjar og félaga, sem er stuðningsfélag barna- heimilis og skóla í Tógó. Ljós- myndirnar verða til sölu og renn- ur andvirðið í sjóð til byggingar heimilis fyrir munaðarlaus börn í Anehó í Tógó. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mun opna sýninguna í dag klukk- an 17.30 í húsnæði Alliance Fran- çaise við Tryggvagötu. Sýning- unni lýkur svo 11. apríl. - fb Myndaði sölukonur í Tógó SÖLUKONA Ein af sölukonunum í Tógó sem ljósmyndarinn Alda Lóa Leifsdóttir festi á filmu. Gjöfin þín að verðmæti 12.000 kr. er í snyrtivörudeildum Lyfja & heilsu Kringlunni, Eiðistorgi og Selfossi Ef keyptar eru vörur frá Clinique fyrir 4.900 kr. eða meira, dagana 18.-24. mars, er þetta gjöfin til þín* • 7 Day Scrub kornakrem 30 ml • Dramatically Different Moisturizing Lotion 15 ml • Youth Surge SPF 15 Age Decelerating Moisturizer 15 ml • High Impact Maskari 4 g • Long Last Lipstick 4 g *meðan birgðir endast Ofnæmisprófað. 100% ilmefnafrítt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.