Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.03.2010, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 19.03.2010, Qupperneq 10
10 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR Opið til19 í dag Mán til mið 10–18.30, fim 10–21, fös 10–19, lau 10–18, sun 13–18 | Sími 517 9000 Komdu í heimsókn nýtt kortatímabil fimmtudag til mánudags Sumarbúðir KFUM og KFUK Vatnaskógur Vindáshlíð Kaldársel Hólavatn Ölver KFUM og KFUK - Holtavegi 28 - 104 Reykjavík - Sími 588 88 99 - www.kfum.is Skráning hefst 20. mars kl. 12 með vorhátíð Netskráning er á kfum.is VIÐSKIPTI „Þessi plön eru ekki á mínu borði,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi stjórn- arformaður Baugs Group, um fullyrðingar Viðskiptablaðsins að hann undirbúi opnun þriggja lág- vöruverðsverslana undir merkinu Best Price Foods í London í Bret- landi í félagi við tvo fyrrverandi stjórnendur hjá Baugi Group. Blaðið vísar til þess að í bresku fyrirtækjaskránni hafi félag- ið Best Price Foods verið stofn- að um mitt síðasta ár. Það hét upphaflega Bonus Foods Limit- ed en var síðar breytt. Hörð- ur Logi Haf- steinsson, fram- kvæmdastjóri Bonus Food Limited, var skráður fyrir félaginu, sem var skráð til heimilis að 43 Oxford Street, á sama stað og JMS Partners Limited, félag í eigu Jóns Ásgeirs, Gunnars og Dons McCarthey, náins viðskipta- félaga þeirra. Viðskiptablaðið segir leit standa nú yfir að heppilegri stað- setningu verslananna. Uppbygg- ing þeirra verður með svipuðu sniði og Bónus, sem Jón Ásgeir og faðir hans stofnuðu fyrir rúmum tuttugu árum. Blaðið segir Jón Ásgeir hafa mjög góð sambönd ytra og njóta velvildar hjá birgjum. Jón Ásgeir segist í tölvuskeyti til Fréttablaðsins ekkert hafa um málið að segja. - jab JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Jón Ásgeir Jóhannesson sagður ætla að opna lágvöruverðsverslanir í Bretlandi: Segir engin plön á sínu borði PAKKAÐUR Í PLAST Listamaðurinn Gunther von Hagens stillir sér upp fyrir framan fíl sem hann hefur klætt í plast. Þeir félagar eru staddir í dýra- garðinum í Neunkirchen í Þýskalandi. NORDICPHOTOS / AFP SJÁVARÚTVEGUR Alþjóða dýravernd- unarsjóðurinn (IFAW) hefur kært útflutning á hvalaafurð- um frá Íslandi til þriggja landa til framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins (ESB), Alþjóðalög- reglunnar (Interpol) og Alþjóða tollastofnunarinnar. Afurðirnar sem um ræðir eru 134 tonn af frystum hvalaafurð- um til Japans og 250 kíló af frystu hvalkjöti til Lettlands í janúar síð- astliðnum auk tveggja sendinga af hvalmjöli til Danmerkur í janúar og mars árið 2009. Tilefni kærunn- ar eru upplýsingar um útfluttar vörur frá Hagstofu Íslands. Sjóð- urinn hefur einnig sent fjórum skrifstofum CITES (samningur um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrým- ingarhættu) upplýsingar um viðskiptin. Sigursteinn Másson, talsmaður IFAW á Íslandi, segir málið graf- alvarlegt í ljósi þess að lög og regl- ur ESB banni alfarið viðskipti sem þessi, auk CITES-sáttmálans sem Ísland, Lettland og Danmörk eru aðilar að. „Þarna er í raun um mjög alvarlegan atburð að ræða út frá alþjóðalögum og þess vegna vekur IFAW athygli á þessu og kæra til viðeigandi yfirvalda.“ Sigursteinn segir engu skipta þó að um tiltölulega lítið magn hvala- afurða sé að ræða og IFAW hafi ekki fengið staðfest hverjir standa að baki útflutningnum héðan. „Við gerum hins vegar ráð fyrir því að yfirvöld fari ofan í saumana á því hverjir eru að brjóta lög og reglur.“ Hann segir að yfirvöld í Lettlandi og Danmörku hafi ekki haft upp- lýsingar um viðskiptin. „Þar er þetta litið mjög alvarlegum augum og ég tel að það verði tekið hart á þessu.“ Kristján Loftsson, framkvæmda- stjóri Hvals hf., staðfestir að „smá- ræði“ af hvalaafurðum hafi verið flutt út til Japans í janúar. Hins vegar veit hann ekki hver stendur að baki viðskiptunum til Lettlands og Danmerkur. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef ég kæmist að því að Sigursteinn stæði sjálfur fyrir þessu. Þessir menn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vekja athygli á sér,“ segir Kristján. Gunnar Bergmann Jóns- son, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, segir að ekk- ert hrefnukjöt hafi verið flutt út. „Hins vegar er um svo lítið magn að ræða að ekki er hægt að útiloka að Letti hafi keypt kjöt hérlendis og sent til heimalandsins.“ Hagstofa Íslands staðfesti við Fréttablaðið að upplýsingar IFAW um útflutninginn eru allar nákvæmar. svavar@frettabladid.is Útflutningur á hval kærður til Interpol Dýraverndunarsamtök (IFAW) hafa kært útflutning á hvalaafurðum frá Íslandi. Talsmaður IFAW á Íslandi segir málið alvarlegt. Kristján Loftsson útilokar ekki að talsmaðurinn standi á bak við útflutninginn. HVALFJÖRÐUR 2006 Hvalveiðar vekja jafnan athygli hérlendis en dr. Ralf Sonntag, sjávarlíffræðingur hjá IFAW, segir Íslendinga fótumtroða alþjóðalög. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SIGURSTEINN MÁSSON KRISTJÁN LOFTSSON KÍNA Lík sjötugs fjölskylduföður í Kína hefur verið geymt í meira en ár í frystikistu á heimili fjölskyldu hans, sem þorir ekki að láta grafa líkið, þar sem hún telur mikilvægt að geyma það vegna gruns um að maðurinn hafi verið myrtur. Guo Chenzhi lést í nóvember árið 2008. Hann var bókhaldari og hafði sakað borgarstjórann í Hed- ong í Hebei-héraði um fjársvik. Fjölskyldan segist fullviss um að borgarstjórinn hafi látið myrða Chenzhi. Borgarstjórinn hefur nú verið handtekinn. - gb Fjölskylda í Kína: Með lík föður- ins í frystikistu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.