Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 22
 8. apríl 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is BETTY FORD ER 93 ÁRA „Ég hef alltaf haft á tilfinning- unni að Drottinn láni okkur börnin þar til þau hafa náð átján ára aldri. Hafi maður ekki þegar sett mark sitt á þau þá, hafa tækifærin til að hafa áhrif á þau gengið okkur úr greipum.“ Betty Ford er ekkja Geralds R. Ford sem var Bandaríkjaforseti á árunum 1974 til 1977. Hún er stofnandi Betty Ford-meðferðar- stofnunarinnar. „Draumagjöfin er að fá að vera í stuði sem lengst,“ segir afmælisbarn dagins, Guðjón Davíð Karlsson leikari, sem blæs á þrjátíu kerta köku í dag. Guðjón, sem skírður var eftir móðurafa sínum, hefur verið kallaður Gói frá því að systir hans hóf að kalla hann það sem smábarn. „Og nú bankar aldurinn svona svaðalega á dyrnar, en ég hef engu að kvíða. Ég þekki marga sem farið hafa yfir þenn- an hjall og það er allt mjög heilbrigt og skemmtilegt fólk,“ segir Gói sem finnur lítinn mun milli áratuga. „Þegar ég hugsa um hugtakið þrítugur finnst mér það dálítið karlalegt, því mér líður ekki þannig í hjartanu. Mér finnst ég enn vera óttalegur strákur.“ Gói er sonur Karls Sigurbjörnssonar biskups og afabarn Sigurbjörns Einarssonar biskups, og því alinn upp í trú, von og kærleika. „Ég er meðvitaður um mikilvægi þess að þakka fyrir hvern dag og njóta hverrar stundar, þess að vera til og vera í kringum fólkið sitt, brosa og hafa gaman af lífinu. Hins vegar langaði mig aldrei að feta í fótspor feðganna og ætlaði að verða leikari strax fimm ára, þótt ég hafi líka gengið í gegnum tímabil þess að langa að verða lögga, lækn- ir, leigubílstjóri og vörubílstjóri. En svo sá ég að flottast væri að verða leikari því þá gæti ég leikið það allt saman.“ Í minningunni standa afmæli bernskunnar upp úr. „Ég var alltaf svo ánægður að eiga afmæli þegar enn var skóli því sumir vina minna misstu af afmælisgestunum þegar sumraði og enginn var heima. Pabbi sá alltaf um að teikna á afmælisdúkinn, en hann er mikill teiknari og teiknaði alls konar bíla og skrifaði: „Til hamingju með afmælið, Gói“ og „Gói, nú ertu 8, 9, 10, 11 eða 12 ára“. Svo bakaði mamma köku og pabbi skar hana út eins og strætó og skreytti,“ segir Gói sem fékk kærkomnustu afmælisgjöfina frá eiginkonu sinni og syni í fyrra. „Þá fékk ég loksins almennilegan kassagítar og hef allar götur síðan verið í stífu sjálfsnámi á YouTube,“ segir Gói sem standa mun á sviði Borgarleikhússins í Gaura- gangi í kvöld. „Ég nenni ekki að halda afmælispartí, en fer líklega með familíunni í hádeginu og við fáum okkur eitt- hvað gott í svanginn. Ég er óskaplega heimakær og finnst gott að vera ekki endalaust í margmenni. Mér finnst bara best í heimi að vera heima og hafa það kósí með frúnni og syninum.“ Gói segist glaður og sáttur við sinn stað í lífinu en ávallt setja sér markmið um að gera betur. „Mig langar til að verða betri einstaklingur, betri leikari, betri faðir, betri eiginmað- ur og betri kokkur. Það er svo annarra að dæma í hverju þessara hlutverka ég er bestur, en ég vona að það sé föður- hlutverkið. Það er mitt uppáhaldshlutverk; ögrandi og stíft, enda með lítinn einstakling sem þarf að hlúa að og gera að manneskju, passa upp á og gæta að þroskist og dafni. Því er ekkert hlutverk sem toppar það og mun aldrei gera,“ segir Gói sem raunar leggur sig fram í öllu sem hann gerir. „Mitt lífsmottó er að halda áfram á lífsins braut með því að taka skref fram á við en ekki aftur á bak. Lífið leikur við mig og ég leik við lífið á móti, enda mikils virði að velta sér ekki upp úr neikvæðni og leiðindum heldur passa að brosa og hugsa eins og sannur Íslendingur með: Æ, þetta reddast!“ thordis@frettabladid.is GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON LEIKARI: MÆLIR ÞRJÁ ÁRATUGI AF ÆVI SINNI Í DAG Föðurhlutverkið toppar öll hin ALLTAF SAMI STRÁKURINN Gói segir mikil forréttindi að standa loks á þrítugu og hefur fyrir stefnu að njóta hverrar stundar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Manntal, hið fyrsta í heiminum sem náði til heillar þjóðar, var tekið á Íslandi um þetta leyti. Að því er varðaði gestkomandi fólk er miðað við þennan dag. Manntalið 1703 var jafnframt fyrsta manntalið sem náði til allra íbúa í heilu landi, þar sem getið var nafns, aldurs og stöðu íbúa í þjóðfélaginu. Það var vegna bágrar efna- hagsstöðu þjóðarinnar sem ákvörðun var tekin um gerð manntals á 17. öld. Árni Magn- ússon og Páll Vídalín voru vald- ir til að rannsaka hag landsins og leggja til úrbótartillögur, og var manntalið ein forsenda þeirra. Þeim Árna og Páli var einnig gert að semja jarðabók og gera búfjártal. Af lands- mönnum var veturinn 1702- 1703 kallaður manntalsvetur. Manntalið þótti einsdæmi á sínum tíma og hefur varðveist úr öllum hreppum, þótt frumritið hafi glatast í sumum til- fellum. ÞETTA GERÐIST: 8. APRÍL 1703 Íslenskt manntal gert Systir okkar og frænka, Eydís Eyþórsdóttir, er látin. Jarðarförin fer fram í kyrrþey. Guðmundur Pétursson Ingibjörg Eyþórsdóttir Sigríður Eyþórsdóttir Þórður Eyþórsson Guðríður Lillý Guðbjörnsdóttir og systkinabörn. Útför bróður míns, Þorbjarnar Sigurðssonar frá Neðra-Nesi, Stafholtstungum, fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 10. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Heiðar í Borgarfirði. Þórir Gunnar Sigurðsson. Hjartkær vinur minn, faðir okkar og bróðir, Sigurjón Hafnfjörð Siggeirsson, lést á heimili sínu þann 3. apríl. Aðstandendur. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andláts og útfarar ástkærrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, Jolee Margaret Crane. Sérstakar þakkir fær frábært starfsfólk 11-G á Landspítalanum og líknardeildarinnar í Kópavogi, fyrir einstaka umönnun, umhyggju og vináttu. Einnig færum við Blindrafélaginu sérstakar þakkir. Ingileif Helga Leifsdóttir Linda Hersteinsdóttir Ásthildur Emma Þökkum samúð og hlýjar kveðjur vegna andláts Ingileifar Thorlacius. Sérstakar þakkir færum við öllu því góða fólki sem hjúkraði henni síðasta árið. Ásdís Thorlacius Óladóttir Ásdís Kristinsdóttir Kristján Thorlacius Áslaug, Sigrún, Solveig, Sigríður og fjölskyldur. Hjartkær frændi okkar og vinur, Björn Tryggvi Jóhannsson, bóndi á Stóru-Borg, Húnaþingi vestra, lést á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga 29. mars. Útförin fer fram frá Breiðabólsstaðarkirkju í Vesturhópi laugardaginn 10. apríl kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á að láta Heilbrigðisstofnunina Hvammstanga njóta þess. Fyrir hönd frændsystkina og annarra aðstandenda, Ólöf Hulda Karlsdóttir. Elskulegur tengdasonur minn, faðir, tengdafaðir og afi, Guðmundur Árni Bjarnason Smárahvammi 2, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 31. mars. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 9. apríl kl. 11.00. Guðríður Guðbrandsdóttir Þorsteinn Guðmundsson Björg Sigurðardóttir Júlíana Ósk Guðmundsdóttir Ólafur Björn Heimisson Guðmunda Gyða Guðmundsdóttir Gylfi Bergmann Heimisson og barnabörn. Maðurinn minn, Ingvar Einar Bjarnason prentari, Fannborg 8, Kópavogi, andaðist 2. apríl sl. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 9. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans láti SÁÁ njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Valgerður Guðjónsdóttir. Elskuleg móðir okkar, Anna Guðmundsdóttir frá Hvammstanga, síðast til heimilis að Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, lést þann 1. apríl á Landspítalanum í Fossvogi. Útför hennar fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 13. apríl kl. 13.00. Kolbrún Ingólfsdóttir Guðmundur Ingólfsson og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.