Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 8. apríl 2010 3 Internetið skipar æ stærri sess í okkar daglega lífi og sífellt fleiri svið notast nú við Netið. Snyrtivörufram- leiðendur eru í þeim hópi og nú eru það ekki aðeins heimasíður snyrtivörumerkjanna með svo- kölluðum e-snyrtivörum og net- verslanir sem njóta vinsælda heldur hafa sérfræðingar fegurð- ar geirans lagt þær undir sig. Nú bjóða þeir sérfræðiþekkingu sína, og jafnvel námskeið í snyrt- ingu, viðskiptavinum að kostnað- arlausu. Þessa þjónustu við við- skiptavinina má til dæmis finna hjá l´Oréal sem býður upp á ein 250 myndbönd á Youtube undir nafninu „Studio Secrets“, hjá Lancôme er það „make-up-blogg- ið“ og „coaching“ hjá Gemey- Maybelline. Ráðgjöfin er eins mismunandi og framleiðendurn- ir eru margir. Til dæmis er hægt að læra að nota farða í hæfilegu magni til þess að viðkomandi líkist ekki trúði eða klessu- málverki, hvernig á að bæta við augabrúnir með farða, hvaða litir hæfa augnalokum eða að velja rétta varalitinn og áfram mætti telja. Einhver myndi kannski telja þetta hinn mesta óþarfa en fegurð og snyrting er eitt allra vinsælasta áhugamál kvenna á Netinu þó spyrja megi hvort það komi einfaldlega til af því sem er í boði á Netinu en það er nú önnur saga. En ástæðan fyrir þessari þróun er ekki aðeins óstjórnleg löngun framleiðandanna til að veita viðskiptavinum sínum meiri þjónustu. Enn mikilvæg- ara er líklega að hjálpa þeim að nota framleiðsluna með réttum hætti og þannig tryggja að við- komandi versli meira. Og hvað er betra til þess en að fullkomna notkunina með réttum leiðbein- ingum. Líklega er samkeppnin í snyrtivöruiðnaðinum ein sú harðasta og miskunnarlausasta sem hægt er að finna í verslun og viðskiptum. Í skjóli þess að kenna neytandanum er í raun verið að koma honum rækilega á bragðið og gera hann „háðan“ þjónustunni sem í boði er. Með iPhone, Blackberry og Smartphones, svo eitthvað sé nefnt af nýjustu tækni, er svo meira að segja hægt að fá, hvar og hvenær sem er, snyrti- kennslu á farsímann sinn, leið- beiningar um megrunarkúra eða jafnvel andlitslyftingu! Snyrtivörurisinn Lancôme virðist þó vera einna lengst kominn í þróun þessarar nýju sölu- og markaðsaðferðar því eftir að hafa gert tilraun með „Lancôme make-up“, sem er sérstaklega gert fyrir iPhone og gerir notendum kleift að prófa vörurnar, kemur fljótlega á markað þjónusta sem býður áhugasömum að kaupa áskrift, senda með símanum mynd af sér sem tölvukerfi greinir og mælir svo með réttu vörunum fyrir hár og húð til að ná sem bestum árangri. Bandarísk hug- mynd sem kemur fljótlega á markað hér í Frakklandi. bergb75@free.fr Blackberry- og iPhone-fegurð Einnig voru nokkrar „alvöru“ fyrirsætur á staðnum. Kyle MacLach- lan tók sig vel út í pilsi. Mike Meyers hefur áður leikið Skota í myndum sínum um Austin Powers. Nýjustu tískustrauma og stefnur er nú að finna á eBay. Netverslunin eBay opnaði sér- staka tískugátt á mánudag og hefur fengið til liðs við sig smá- sala og vörumerkjaframleiðend- ur á borð við French Connect- ion til að selja tískufatnað, skó og fylgihluti á slóðinni fashion.ebay. com. Þar verður einnig að finna merkjavörumarkaði (Outlet) af ýmsu tagi og reið Lord & Taylor fyrst á vaðið. Markmiðið með nýju gáttinni er að bjóða upp á nokkrar nýstár- legar söluleið- ir á einum stað. L ögð hefu r verið áhersla á að gera gátt- ina eins not- endavæna og kostur er og er tekið mið af kaupvenj- um og óskum viðskiptavina eBay. Á síð- unni verður að finna nýj- ustu tísku- strauma og stefnur, tískuráð frá atvinnu- stílistum og margt fleira auk þess sem lagt verð - ur upp með stórar mynd- ir enda eru þær oftast forsenda þess að fólk ákveður að festa kaup á vörum á eBay. - ve Ný tískugátt á EBay Á síðunni verður meðal annars að finna nýjasta nýtt frá French Connection. ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Frægir í fögr- um pilsum Dressed to Kilt er heiti árlegrar tískusýn- ingar. Henni er ætlað að hefja skoska menningu til vegs og virðingar og var á dögunum haldin í sjöunda sinn í New York. Tískusýningin er haldin í góðgerðaskyni, í þetta sinn til styrktar særðum hermönnum. Nokkrar frægar stjörnur gengu eftir tískupöllunum í litríkum skotapilsum og kynnir var eng- inn annar en Sean Connery. Matthew Modine mætti með hjól í annarri og flösku í hinni. Fyrirsætan Marcus Schenkenberg var í fremur óhefð- bundnu skotapilsi. VOR 2010 Eikjuvogur 29, 104 Rvk. Fjögra vikna saumanámskeið hjá Vogue Mörkinni 4 hefst mánudaginn 26. apríl. Kennt er frá kl 19:00-22:00 Námskeið sem henta bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir. Verð: 16.000 kr 20% afsláttur á efnum í verslun Vogue á meðan á námskeiðinu stendur Fleiri upplýsingar er að fi nna á : www.vogue.is eða í síma: 533 3500 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.