Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 44
28 8. apríl 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Jæja, svo þér finnst þú vera svolítill drykkju- maður, ha? Þetta kom á óheppileg- um tíma! Finnst þér? Já, láttu mig þekkja það! Gaur! Gettu hvað ég er að gera! Uuu, keyrandi á risastórri ískurvél? Nálægt! Þetta er vespa! Spurðu Hannes hvernig var í skólan- um í dag. Hvernig var skólinn í dag kappi? FRÁBÆR! MEIRI-HÁTTAR! ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ FARA AFTUR! ÞRAMM ÞRAMM ÞRAMM Hann var sendur til skólastjórans. Ef það að safna pöddum er glæpur þá er ég glæpa- maður! fimmtudagur kl. 21:00 föstudagur kl. 20:00 laugardagur kl. 19:30 sunnudagur kl. 18:00 Kynlegir kvistir setja svip á mannlífið. Ekki væri lífið skemmtilegt ef allir fetuðu sama slóðann og enginn skæri sig úr. GÍSLI heitinn á Uppsölum var kynlegur kvistur. Nú er í bígerð barnabók um hann en Ingibjörg Reynisdóttir, höfundurinn, segir persónu hans eiga erindi við yngstu kynslóðina í dag. Ég man vel eftir Gísla úr sjónvarpinu þegar Ómar Ragnarsson heim- sótti hann í þætti sínum Stiklum og gerði hann landsfrægan á einni kvöldstund. Grá- skeggjaður með slitinn hatt á höfði brosti hann framan í myndavélina. Vinalegur og sjálfum sér nógur. HEIMUR Gísla er örugglega illskiljan- legur krökkum í dag þar sem hann not- aðist ekki við nútíma þægindi. Bjó einn og borðaði kjötið af kindunum sem hann slátraði sjálfur heima. Ég skildi ekki allt sem hann sagði í þáttunum. Man þegar Ómar gaf honum sjónvarp. Það hafði hann ekki horft á en lengi vel var ekkert rafmagn á bænum. Sjálfsagt eiga börn sem alast upp við daglegan barnatíma í sjónvarpi, tölvuleiki og ferðalög erfitt með að setja sig í hans spor. ÉG held að þetta geti í sjálfu sér orðið áhugaverð bók. Saga fólks sem sker sig úr og fylgir ekki straumnum á erindi við okkur öll og að koma henni á framfæri í formi barnabókar er sniðugt. Bæði börn og fullorðnir lesa barnabækur. Efnið er þó vandmeðfarið. EKKI voru allir sáttir við hvernig mynd var dregin upp af Gísla í sjónvarpinu og fannst honum stillt upp eins og furðu- fyrirbæri fyrir „venjulega“ fólkið að skoða. Eins konar náttúruundri á skjön við norm- ið sem við hin gátum gapað yfir. „Jahérna, þetta er ótrúlegt, getur verið að hann hafi aldrei séð banana,“ sagði fólk og blandaði sér sódastrím með pulsunum í kvöldmat. ÞAÐ verður spennandi að sjá hvernig saga einsetubóndans Gísla verður sögð í barnabók og hvaða atriði verða dregin fram. Sannleikurinn er sá að erfitt er að segja til um hvert normið er. Fullt af nútímafólki hefur til dæmis aldrei ferð- ast til útlanda og fullt af fólki á ekki sjón- varp. Margir eiga ekki bíl og hlusta ekki á útvarp, lesa ekki dagblöð og nota ekki internetið. Í ávaxta- og grænmetisborðum verslana finnast ávextir sem ég sjálf hef aldrei smakkað. Stutt er síðan ég smakkaði fennel í fyrsta skipti! SJÁLFSAGT erum við öll kynlegir kvistir ef skyggnst væri inn í okkar daglega líf og venjur. Kvistir kynlegir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.