Fréttablaðið - 14.04.2010, Side 4

Fréttablaðið - 14.04.2010, Side 4
 14. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR4 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 15° 14° 11° 15° 11° 10° 10° 21° 13° 18° 20° 27° 13° 15° 16° 8° Á MORGUN 5-10 m/s. FÖSTUDAGUR Breytileg átt 3-10 m/s. 6 6 6 8 8 7 2 5 5 4 4 12 8 9 8 8 7 8 6 7 7 8 5 6 4 4 3 1 2 3 8 7 SKÚRIR EÐA SLYDDUÉL Það kólnar lítillega á landinu í dag og má því búast við slydduéljum inn til landsins vestan til en annars smá- skúrum. Á morgun bætir heldur í úrkomuna og síð- degis má gera ráð fyrir slyddu eða snjókomu norðan- lands. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Íslendingar treystu sér ekki til að sýna til hvaða ráða yrði gripið kæmi til fjármálaáfalls. FME taldi ákvörðunina mistök. Hræðsla við leka réð mestu. Aðstæðurnar sem æfingin byggði á voru nærfellt þær sömu og í hruninu. Ingimundur Friðriksson, þáver- andi seðlabankastjóri, og Baldur Guðlaugsson, þáverandi ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu, ákváðu upp á sitt einsdæmi að kljúfa Ísland út úr sam- nor rænni viðlagaæfingu þar sem viðbrögð við fjármálaáfalli voru greind og æfð. Ástæðan var að þeir vildu ekki gefa vísbending- ar um viðbrögð íslenskra stjórn- valda kæmi til erfiðleika á fjár- málamarkaði. Æfingin fór fram réttu ári áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að þjóðnýta Glitni. Að æfingunni komu stjórnvöld á Norðurlöndun- um og seðlabankar Eystrasalts- ríkjanna. Í skýrslu Baldurs Guðlaugs- sonar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis skýrir hann ákvörðun- ina þannig: „Við töldum að það væri skynsamlegt að hafa ekkert á endanum sagt af eða á um það hvort ríkið mundi ætla að koma þarna þessum banka til aðstoðar við þessar aðstæður eða ekki.“ Eins kemur fram að þeir hafi óttast, þrátt fyrir að æfingin hafi verið unnin í trúnaði, að ef ákvörð- un yrði tekin, og æfingin kláruð, myndi hún leka út. Ef beiðni banka um aðstoð hefði verið hafnað hefði það skapað ólgu en vilyrði hefði skapað „freistnivanda“, sem felst í því að bankarnir hefðu fengið undirstrikað að þeim yrði hjálpað. „Af þeim sökum hefðu menn talið rétt að taka enga ákvörðun.“ Í vitnisburði annarra embættis- manna SÍ og ráðuneyta fyrir nefnd- inni kemur fram að Ingimundur og Baldur hafi talið nóg komið. Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri við- skiptaráðuneytisins, segir Bald- ur hafa verið þeirrar skoðunar að hægt yrði að taka nauðsynlegar ákvarðanir á „nokkrum klukku- stundum þegar þar að kæmi“. Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins (FME) voru mjög óánægðir með ákvörðun Ingimundar og Baldurs. Þeir töldu hana hafa verið alvarleg mistök og Íslandi til minnkunar. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, sagði í skýrslutöku ári seinna að ákvörðunin hefði reynst afdrifarík þegar stjórnvöld voru ófær um að taka nauðsynlegar ákvarðanir. Önnur lönd en Ísland kláruðu æfinguna og viðbrögð þeirra við fjármálaáfallinu ári síðar voru í fullkomnu samræmi við niðurstöðu æfingarinnar. svavar@frettabladid.is Þorðu ekki að klára norræna krísuæfingu Andrew Gracie, breskur sérfræðingur í fjármálastöðugleika, sem fenginn var til að skipuleggja æfinguna, mun hafa furðað sig á ákvörðun íslenskra stjórnvalda og gagnrýnt hana. Ekki furðaði hann sig síst á því að fulltrúar Íslands hófu að tala á móðurmálinu sín á milli nokkru áður en ákveðið var að hætta leik. Þetta var gert þrátt fyrir að enska væri fyrirfram ákveðið tungumál á æfingunni til að auðvelda samskipti. Hættu að tala ensku til að fela ákvörðun Ólíklegt er talið að frekar verði aðhafst vegna mála þeirra fjög- urra fyrrverandi embættismanna sem Rannsóknarefnd Alþingis telur að hafi vanrækt starfsskyld- ur sínar. Þar er um að ræða fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins og bankastjórn Seðlabankans. Sérstök þingmannanefnd hefur það hlutverk að ákveða hvort látið verði reyna á ábyrgð þeirra þriggja ráðherra, sem nefndin taldi hafa vanrækt starfsskyld- ur sínar, með málshöfðun fyrir Landsdómi. Ef af verður gætu ráðherrarnir fyrrverandi fengið allt að því tveggja ára fangelsis- dóm. Hvað varðar embættismennina fjóra er réttarstaðan allt önnur. Þeir hafa allir látið af störfum. Landsómur fjallar aðeins um meint brot ráðherra og Rannsókn- arnefndin vísaði málum fjórmenn- inganna ekki til ríkissaksóknara. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja að hvorki löggjöf landsins né skýrsla rannsóknarnefndar svari því hvort aðhafast eigi frekar vegna mála embættismannanna. Atli Gíslason, formaður þing- mannanefndar sem fjallar um viðbrögð við skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis sagði að spurn- ingar um ábyrgð væru óræddar en verði teknar fyrir í nefndinni á föstudag. - pg Þingmannanefnd um viðbrögð við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis: Ólíklegt að framhald verði á málum embættismanna ATLI GÍSLASON Formaður þingmanna- nefndarinnar segir að spurningar um ábyrgð verði ræddar í nefndinni á föstudaginn. Gervimaður í útlöndum virð- ist aðsópsmikill eignamaður í íslensku viðskiptalífi, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Gervimaðurinn er hópur fólks sem í sumum tilvikum er skráður erlendis, en í öðrum tilvikum lítið vitað um, en eigendur að minnsta kosti tíu prósenta hlutar eða meira í fyrirtækjum og viðtakendur arð- greiðslna. Í skýrslu rannsóknar- nefndarinnar kemur fram að ekki sé um íslenskar kennitölur að ræða. Gervimaðurinn átti hlut í 410 fyrirtækjum á árabilinu 2006 til 2008 og fékk 5,5 milljarða króna í arð á árabilinu. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar, að gervimaðurinn í útlöndum hafi samkvæmt opinberum gögnum, ekki þegið arðgreiðslur fyrr en 2006. Skrifast það á breytingar á skilum á hlutafjármiðum, sem þá urðu að fullu rafræn og því ekki lengur hægt að skila inn auðum kennitölum eða kennitölum sem eru ekki til á hlutafjármiðum. Stærsti hlutur arðgreiðslna gervimannsins er vegna hlutar hans í Kaupþingi. Á meðal eigna hans á umræddu tveggja ára tíma- bili er helmingshlutur í 365, 83,7 prósent í Askar Capital og McDon- ald‘s á Íslandi. Gervimaður í útlöndum skuld- aði bönkunum 101 milljarð króna í lok september 2008. - jab Gervimaður í útlöndum átti hlut í 410 fyrirtækjum og skuldar hundrað milljarða: Gervimenn fengu 5,5 milljarða arð Um helmingur þingmanna hefur þegar sett sig á mælendaskrá um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hún er til umræðu á Alþingi þessa viku og var rædd fram á kvöld í gær. Einar K. Guðfinnsson, Sjálf- stæðisflokki, sagði að það ærði og særði „réttlætiskennd venju- legs fólks að sjá í skýrslunni hvernig eigendur bankanna hafa misnotað þá“. Tilteknir eigendur bankanna hafi ryksugað til sín peninga. Einn og sami aðilinn, Baugur, hafi fengið 53% af eig- infé bankanna að láni. „Við verðum að taka skýrslunni alvarlega,“ segir Árni Þór Sig- urðsson, VG. Hann vill að horf- ið verði frá auðhyggju og því afskiptaleysi um almannahags- muni sem einkennt hafi íslensk stjórnmál. Gunnar Bragi Sveinsson, Fram- sóknarflokki, sagði nauðsynlegt að læra af mistökum síðustu ára og áratuga varðandi löggjöf og stjórnsýslu en ekki mætti gleyma að „það voru bófar og ribbaldar“ sem rændu og tæmdu sjóði bank- anna. „Þessa menn þarf að finna og gera upp sakir við þá.“ Þór Saari, Hreyfingunni, hvatti þau sem enn sitja á þingi og sátu áður í ríkisstjórn eða fengu styrki frá bönkunum til að segja af sér. Hann skoraði enn fremur á þingið að efna til nýrrar umræðu um skýrsluna þegar gefist hefði tími til að kynna sér efni hennar betur. - pg Langar umræður á Alþingi um skýrslu rannsóknarnefndar: Ærir og særir réttlætiskennd GLUGGAÐ Í SKÝRSLU Þingmenn byrjuðu að glugga í níu binda skýrslu rannsókn- arnefndar. Umræður hófust samdægurs og munu standa út vikuna. „VIÐ ERUM HÆTTIR ÞESSU“ Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri tilkynnti erlendum kollegum sínum fyrirvaralaust að Íslendingar væru hættir þátttöku í æfingunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is HANNAÐ AF FAGFÓLKI - Á VERÐI FYRIR ÞIG LYFTINGU Sérhönnuð hárvörulína fyrir aukna Ýkir lyftingu, mótar og gefur glans FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.