Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.04.2010, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 14.04.2010, Qupperneq 10
 14. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx 10 „Varla þarf að ræða það að Jón Ásgeir Jóhannesson, Björgólfur Guðmundsson og Bakkabræðurnir réðu ekki við eignarhald á bönk- unum. Sjálfir voru þeir í fararbroddi við hömlulausa þenslu útlána sem felldu bankana.“ Þannig kemst danski banka- sérfræðingurinn Jørn Astrup Hansen að orði í greinargerð sem hann vann fyrir rannsóknarnefnd Alþingis um mat á starfsemi bank- anna. Fyrirtæki Jóns Ásgeirs og tengd- ir aðilar var sá fyrirtækjahópur sem var umfangsmestur í viðskipt- um við íslensku bankana. Voru þau veruleg í öllum þremur bönkun- um. Í upphafi árs 2005 var Lands- bankinn með hæst útlán til hóps- ins, Kaupþing með litlu minna en Glitnir með áberandi lægst útlán. Á seinni hluta árs 2007 voru allir bankarnir með hátt í eða yfir tveggja milljarða evra útlán til samstæðunnar. Þá var Jón Ásgeir orðinn ráðandi hluthafi í Glitni. Samtals námu lánin þá 5.740 millj- ónum evra (660 milljörðum króna samkvæmt miðgengi). Það var meira en helmingur af saman- lögðum eiginfjárgrunni bankanna þriggja og ellefu prósent af öllum útlánum móðurfélaga bankanna. Félögin skipta tugum en á tíma- bili námu lán bara til Baugs og FL Group 2,3 milljörðum evra eða 21 prósenti af samanlögðum eiginfjár- grunni stóru bankanna. Í framhaldi eigendaskipta í Glitni margfölduð- ust lánveitingar bankans til félaga Jóns Ásgeirs og tengdra aðila. Í byrjun árs 2008 fara útlán Glitn- is til Baugs og FL yfir 40 prósent af eiginfjárgrunni. Við fall Glitn- is námu lán til Baugs og tengdra félaga tæpum tveimur milljörð- um evra (rúmlega 250 milljörðum króna). Var það um 70 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Það er til marks um hve mikil umsvif Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans í bankakerfinu voru að rann- sóknarnefndin kemst svo að orði: „Fjölskyldan í heild myndar svo stóra áhættu hjá bankakerfinu að fullyrða má að enginn bankanna hafi haft efni á að gjaldfella lán á aðila tengdum þeim, vegna hugs- anlegra keðjuverkandi áhrifa.“ Baugur hafði tangarhald á bönkunum Fyrri hluta september 2008 var Glitnir að vinna í því að bæta stöðu sína gagnvart fasteignafélaginu Landic Prop- erty. Í því fólst að bankinn sóttist eftir auknum áhrifum í stjórnun fyrirtækisins til þess að tryggja hámarksendur- heimtur bankans af lánum til Landic. Magnús Arnar Arngrímsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs á Íslandi, sendi tölvubréf hinn 12. september 2008 til Skarphéðins Bergs Steinarssonar, þáverandi forstjóra Landic Property, um að bréf myndi berast um þessar aðgerðir bankans. Svar kom fyrir hönd Landic frá Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni sem hófst á orðunum: „Sæll Magnús. Sem aðaleigandi Stoða sem er stærsti hluthafi í Glitni langar mig að vita hvernig svona bréf á að þjóna hagsmunum bankans.“ Í tölvubréfinu setti Jón Ásgeir fram nokkrar spurningar um málið til Magnúsar. Sú síðasta var eftir- farandi: „Gera stjórnendur sér grein fyrir því að Stoðir aðaleigandi Landic er jafnframt með leyfi FME að fara með ráðandi eignarhlut í Glitni hvernig heldur að þetta bréf líti út frá því sjónarmiði?“ Ekki er annað að sjá en að Jón Ásgeir hafi talið sig bæran um að koma fram bæði af hálfu stjórnar FL og Baugs. Í því ljósi verður ekki annað séð en félögin hafi verið tengd í þeirri merkingu sem hér er miðað við. Bréfið ber einnig vitni því umboði sem fulltrúar stærstu hluthafa bankans, sem ekki sátu í bankaráði, töldu sig hafa til að hlutast til um daglegan rekstur bankans. Úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Glitnir grípur til aðgerða gagnvart Landic Property Félög tengd Jóni Ásgeiri Jóhannessyni skipta tugum og lánveitingar til þeirra nema hundruðum milljarða króna. Rann- sóknarnefnd Alþingis tengir Jón Ásgeir við fjórar fyrirtækjasamstæður: Gaum, Stoðir/FL Group, Landic Property og Mosaic Fashions. Í meðfylgj- andi tölum má sjá skuldastöðu félaganna/fyrirtækjanna við sex stærstu banka Íslands í október 2008. Tölur í töflunum hér að neðan eru í milljörðum króna. Gaumur (T.d.101 Capital, 1998, Baugur, BG Holding, Styrkur) Jan 07 okt 08 Landsbankinn 47,8 96,4 Kaupþing 71,6 103,0 Glitnir 19,8 54,8 Straumur 23,5 22,7 Spron 1,0 0,7 Sparisjóðabankinn 0,7 1,4 Samtals 164,4 279,1 Samtals í millj. evra 1.737,5 1.918,2 Stoðir/FL Group (T.d. FL Group hf., FI fjárfestingar, Mater- ia Invest, Þyrping) Jan 07 okt 08 Landsbankinn 28,5 83,8 Kaupþing 22,6 43,8 Glitnir 4,4 38,0 Samtals 55,5 165,6 Samtals í millj. evra 586,5 1.138,1 Landic Property (T.d. 101 Skuggahverfi, Landic Property hf., Landic Property A/S, Landsafl) Jan 07 okt 08 Landsbankinn 0 42,0 Kaupþing 0 49,8 Glitnir 0 40,7 Straumur 2,5 7,8 Sparisjóðabankinn 0,7 1,1 Samtals 3,2 141,4 Samtals í millj. evra 34,2 972,1 Mosaic Fashions Jan 07 okt 08 Kaupþing 72,2 78,7 Samtals 72,2 78,7 Samtals í millj. evra 763,5 541,1 Félög tengd Jóni Ásgeiri skulduðu bönkunum 660 milljarða við hrunið Það þýðir að þegar félög í eigu fjöl- skyldunnar stóðu frammi fyrir að geta ekki greitt af lánum voru þeim veitt ný lán til að greiða af þeim gömlu. Enginn gat hætt á að Baugur og fyrirtæki honum tengd færu í þrot. Útlánaskuldbinding- ar fyrirtækjahópsins voru orðnar of stórar fyrir allt íslenska banka- kerfið og leiðir rannsóknarnefnd- in líkur að því að Baugur Group og tengd félög hafi haft „tangarhald“ á bönkunum. Lög segja til um hve mikið bank- ar mega lána til einstakra við- skiptamanna og tengdra aðila. Ljóst er að lán til fyrirtækja í eigu Jóns Ásgeirs og tengdra aðila fóru langt yfir þau mörk. Skýrist það af ólíku mati á túlkun laganna og ólíku mati á hagsmunum. Til langs tíma voru til dæmis Jón Ásgeir og Ingibjörg S. Pálmadóttir, sambýlis- kona hans, ekki metin sem tengdir aðilar. Sama á við um Baug og FL Group og um tíma Baug og Landic Property. Bönkunum sjálfum bar að hafa eftirlit með tengslum viðskiptavina en þeir virðast hafa lagt sig í fram- króka við að skera frekar á slík tengsl fremur en að meta tengda aðila og haga útlánum í samræmi við það. Í samantekt sem starfs- maður Fjármálaeftirlitsins gerði 2004 komst hann að þeirri niður- stöðu að Kaupþing og Landsbank- inn hefðu ekki tengt stórar áhættu- skuldbindingar Baugs og tengdra aðila. Málunum var ekki fylgt eftir gagnvart bönkunum og döguðu þau uppi. bjorn@frettabladid.is JÓN ÁSGEIR OG NOKKRIR VIÐSKIPTAFÉLAGAR Á myndinni, sem tekin var á aðalfundi FL Group 2006, eru Hannes Smárason, Skarphéðinn Berg Steinarsson, Þorsteinn Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Smári S. Sigurðsson og Magnús Ármann. Aðalfundur SA 2010 verður haldinn miðvikudaginn 21. apríl á síðasta degi vetrar. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og hefst opin dagskrá kl. 15.00. Fundarstjóri er Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts. 15.00 OPIN DAGSKRÁ í aðalsal Nordica: Ræða Vilmundar Jósefssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra ÍSLAND AF STAÐ: Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og varaformaður SA Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka sprota fyrirtækja 16:30 Fundarlok - Vetur kvaddur Skráning á www.sa.is DAGSKRÁ ÍSLA N D A F STA Ð ! Vilmundur Jósefsson Jóhanna Sigurðardóttir Grímur Sæmundssen Birna Einarsdóttir Stefán Friðriksson Svana Helen Björnsdóttir Ingimundur Sigurpálsson Á næstu dögum verður fjallað um helstu viðskiptablokkirnar á grundvelli skýrslu rannsóknarnefndarinnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.