Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.04.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 14.04.2010, Qupperneq 12
 14. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx 12 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk sömu upplýsingar og þeir ráðherrar sem taldir voru sýna vanrækslu í starfi. Meiri raunar en viðskiptaráðherrann. Þar sem efnahagsmál eru ekki á hennar verksviði telst hún ekki hafa sýnt vanrækslu í starfi. Fjórir ráðherrar fengu tækifæri til andmæla við rannsóknarnefnd- ina: Árni M. Mathiesen, Björgvin G. Sigurðsson, Geir H. Haarde og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir. Þeir þrír fyrstnefndu teljast hafa sýnt van- rækslu í starfi. Það á ekki við um Ingibjörgu Sólrúnu. Við lestur skýrslunnar kemur í ljós að sú staðreynd sýnir ekki að Ingibjörg Sólrún hafi hegðað sér á annan hátt en hinir þrír. Þar sem hún gegndi stöðu utanríkisráðherra voru efnahagsmálin hins vegar ekki á hennar könnu. Skiptir þá engu þótt hún hafi setið ráðherrafundi um þau mál, fundi sem Björgvin G. Sigurðs- son, ráðherra viðskiptamála, fregn- aði af eftir á. Í skýrslunni er bent á muninn á því hvort ráðherrar „fóru stöðu sinnar vegna með beinar skyldur og ábyrgð á sviði fjármálamarkaðar og/ eða efnahagsmála, eins og Geir og Árni, eða áttu yfirleitt hlut að máli vegna pólitískrar stöðu sinnar innan ríkisstjórnar en ekki á grundvelli lagalegrar stöðu sinnar sem ráð- herra, líkt og Ingibjörg Sólrún“. Ingibjörg Sólrún bendir á þessa staðreynd í sínum andsvörum. Þar fer hún yfir verkaskiptinguna og bendir á undir hvaða ráðuneyti fjár- málin og eftirlitsstofnanir heyra. Oddvitum ríkisstjórnarflokkanna sé ekki markað sérstakt hlutverk. „Ég verð því ekki sökuð um að hafa á einhvern hátt brugðist hlut- verki mínu sem oddviti Samfylk- ingarinnar með vísan til reglna sem gilda um ábyrgð í slíku starfi.“ Mistök í stjórnarsáttmála Í rannsóknarskýrslunni eru stjórn- völd almennt átalin fyrir að fara ekki fram á athuganir á stöðunni. Á það bæði við um síðasta árið fyrir hrun, en einnig fyrr. Samfylkingin myndaði ríkis- stjórn með Sjálfstæðisflokknum í maí 2007 og var sambandið innsigl- að með frægum kossi á Þingvöllum. Í stjórnarsáttmálanum eru ákvæði sem nefndin telur að hafi beinlínis hamlað gegn aðgerðum sem dregið hefðu úr áhættunni. Er þar fyrst og fremst átt við þá stefnu stjórnarinnar að fjármála- starfsemi gæti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í sam- keppni við önnur markaðssvæði. Þessari stefnu er ekki opinberlega breytt fyrr en með falli bankanna í október 2008. Nefndin telur hins vegar augljóst að ástæður „fyrir sér- stökum vandræðum íslensku bank- anna þegar að kreppti á fjármála- markaði, væri að verulegu leyti að leita í áhættusækni og óheftum erlendum vexti þeirra“ líkt og segir í skýrslunni. Tekið skal fram að hér er ekki verið að vísa til hrunsins 2008, þegar rætt er um fjármálakreppu, heldur „minni-kreppuna“ svokölluðu árið 2006. Að mati nefndarinnar mátti oddvitum stjórnarflokkanna því vera ljóst að þetta ákvæði ýtti undir áhættusækni bankanna. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokk- urinn settu sér einnig þá stefnu, vorið 2007, að bankarnir hefðu áfram höfuðstöðvar sínar hér á landi. Það hafi komið mönnum í koll, enda efna- hagsreikningar bankanna margföld þjóðarframleiðsla landsins. Stjórn Geirs og Ingibjargar hafi þannig unnið gegn tveimur helstu leiðunum til að minnka áhættuna: flytja hina tröllvöxnu banka úr landi og minnka efnahagsreikning þeirra. Bankarnir mærðir Meðal þess sem nefndin átelur í starfi Ingibjargar Sólrúnar sem utanríkisráðherra, er að hún hafi mært bankana án þess að fyrir því hafi verið innistæða. Meðal annars er þar vísað til ráðstefnu, sem ráðu- neytið stóð fyrir í febrúar 2008. Heiti hennar var „Umfjöllun um íslenska fjármálageirann – hlutverk utan- ríkisþjónustunnar“. Þar var brýnt fyrir starfsmönnum utanríkisþjón- ustunnar að leggjast á árarnar með fjármálageiranum. Einnig er vísað til ræðu sem hún hélt í Danmörku í mars 2008 og við- tals við Politiken þar í kjölfarið. Þar sagði hún mat dönsku bankanna á þeim íslensku vera rangt og skýr- ast af því að þeir væru í samkeppni. Íslensku bankarnir stæðu vel. Spurningum nefndarinnar hvort ekki hefði verið ráð að fara ítarlega yfir skýrslur greiningardeildar Danske Bank og kanna hvort hætta væri á ferðum, svaraði Ingibjörg Sólrún rannsóknarnefndinni: „Eflaust hefði verið full ástæða til þess að gera það, en ég held að menn hafi kannski svolítið afgreitt það með Danske Bank að þetta væri samkeppnisaðili við íslensku bank- ana og svona áhöld um það hvað ætti að taka það, ég veit ekki hvað ég á að segja, alvarlega, eða kannski hver væri trúverðugleiki þeirrar úttekt- ar.“ Í athugasemdum sínum segir Ingibjörg ræðuna vera byggða á upplýsingum fagráðuneytanna og minnir á að Moody’s hafði nýverið gefið íslensku bankakerfi góða ein- kunn. Vissi en gerði ekkert Helsta gagnrýni nefndarinnar lýtur að því sama hjá Ingibjörgu Sólrúnu og öðrum ráðherrum; hún hafi vitað um slæma stöðu bankanna en ekkert aðhafst. Hún hafi til að mynda setið fundi þar sem Seðlabankinn upp- lýsti um hættuna á Icesave-reikn- ingunum. Þrátt fyrir að málið félli ekki undir hennar verksvið hefði hún, sem oddviti í ríkisstjórn, átt að biðja um frekari upplýsingar, enda væri málið af þeirri stærðargráðu að gæti, líkt og raunin varð, skaðað íslenskan efnahag. Það ætti að vera næg ástæða til að grípa til aðgerða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vildi ekki tjá sig um efni skýrslunnar þegar eftir því var leitað í gær. kolbeinn@frettabladid.is ÓDÝRT FYRIR ALLA! COCA COLA - 33 CL 69 www.europris.is Landsvirkjun | Háaleitisbraut 68 | sími 515 9000 | www.landsvirkjun.is Staða og framtíðarsýn Grand Hótel Reykjavík Föstudaginn 16. apríl 2010 kl. 13.00–15.00 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 0 07 39 Ársfundur Landsvirkjunar verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 16. apríl kl. 13.00–15.00. Á fundinum verður kynnt afkoma, fjárhagsstaða og framtíðarsýn fyrir Landsvirkjun. Einnig verður fjallað um stöðu, horfur og þróun á innlendum og alþjóðlegum raforkumarkaði. Fundurinn er öllum opinn og allir velkomnir Vinsamlegast skráið þátttöku fyrir 15. apríl nk. á www.landsvirkjun.is/skraning, eða hjá Soffíu Þórisdóttur, soffia@lv.is. Dagskrá Skráning kl. 12.30–13.00 Ávarp stjórnarformanns Landsvirkjunar Ræða fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra Ársreikningur Landsvirkjunar 2009 Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Þróun íslensks raforkumarkaðar og framtíðarsýn fyrir Landsvirkjun Hörður Arnarson forstjóri Spurningar og umræður Fundarstjóri: Ragna Sara Jónsdóttir, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar Sömu mistök en ekki sama ábyrgð Samkvæmt lögum ber utanrík- isráðherra ekki sömu ábyrgð og hinir og leiða gjörðir hans því ekki til vanrækslu í starfi. Tryggvi Gunnarsson, fulltrúi í rann- sóknarnefndinni, útskýrði það á blaðamannafundi nefndarinnar, en minnti um leið á að til væri annars konar ábyrgð. „Það er hins vegar alveg ljóst að þarna er ráðherrann fyrrver- andi í pólitísku hlutverki og það verða þá aðrir að takast á við það.“ Pólitíska ábyrgðin „Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og oddviti annars stjórnar- flokksins, kannast ekki við að rætt hafi verið um hættuna sem kynni að stafa af Icesave fyrir ríkið: „[Þ]að hafði aldrei komið til tals á þessum vettvangi, m.a. með Seðlabankanum. Ég leit svo á að þetta væri aðferð til þess að afla sér fjár- magns rétt eins og að afla sér lánsfjár og kannski tiltölulega kostnaðarminna fyrir bankann. Ég gerði mér ekki grein fyrir þeirri hættu sem þessu fylgdi.“ Þetta vekur athygli því að Ingibjörg Sólrún var ásamt forsætisráðherra á fundi með bankastjórn Seðlabanka Íslands 1. apríl 2008 þar sem fram kom að svo mikið útstreymi væri af Icesave-reikningum Landsbankans að bankinn myndi einungis þola það í sex daga. Einnig kom fram að breska fjármálaeftirlit- ið vildi að Landsbankinn færði Icesave-reikningana yfir í breskt dótturfélag.“ Úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar Tvísaga varðandi Icesave? SKORTI HEILDARSÝN Nefndin átelur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir að hafa ekki brugðist við þegar viðvörunarbjöllurnar glumdu. Þar sem efnahagsmál voru ekki á hennar verksviði telst hún ekki hafa vanrækt starf sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.