Fréttablaðið - 14.04.2010, Side 42

Fréttablaðið - 14.04.2010, Side 42
26 14. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Seljum síðustu eintökin á gömlu gengi! Frábær kaup Galia Frábærir skemmtibátar fyrir vötn og sjó. Galia bátarnir eru einstaklega vel hannaðir, mjög sterkbyggðir, stöðugir og ráða yfir mikilli sjóhæfni. Galia bátarnir eru allir í hönnunarflokki C og henta því mjög vel til notkunar við Íslenskar aðstæður. Mjög rúmgóðir bátar, gott skjól fyrir þann sem siglir, hentar einstaklega vel til veiða, eða allra almennra skemmtisiglinga. Fossháls 5-7 110 Reykjavík Sími 551 5600 Fax 551 5601 utilegumadurinn.is Galia 440 Bátur með 40 hestafla Yamaha utanborðs- mótor og kerra Tilboð 2.498.000.- Galia 515 Bátur með 100 hestafla Yamaha utanborðs- mótor og kerra Tilboð 3.998.000.- Galia 610 Bátur með 115 hestafla Yamaha utanborðs- mótor og kerra Tilboð 5.998.000.- > Ragna, Helgi og Magnús keppa á EM Evrópumótið í badminton hefst í dag í Manchester í Englandi en þátttökurétt á mótinu öðlast keppendur með þátttöku í mótum í Evrópumótaröðinni. Ísland á þrjá keppendur á mótinu en TBR-fólkið Ragna Ing- ólfsdóttir, Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helga- son keppa fyrir hönd Íslands. Ragna keppir í einliðaleik og tvenndarleik með Helga. Helgi keppir í einliða- leik, tvíliðaleik með Magnúsi Inga og svo í tvenndarleik með Rögnu. „Ég set hrikalega mikla pressu á mig með því að koma heim. Ég tel mikilvægt að ég sýni hvað ég get því mér finnst ég skulda það. Ég hef verið lengi frá vegna meiðsla en er núna að sækja þetta hungur sem hefur dáið inni í mér í meiðslunum,“ segir hand- boltastjarnan Logi Geirsson sem er kominn aftur í uppeldisfélagið FH. Hverjar eru væntingar hans með heimkomunni? „Auðvitað get ég farið að tala um titla og svona en ég á eftir að ræða við þjálfara og stjórnarmenn um hvernig allt fer fram. Ég er ekki kominn hingað til að fela mig, ég ætla að blómstra. Svo er maður með konu og við eigum von á barni í sumar, maður er að skrifa bók og svo er það einkaþjálfunin. Það eru margir hlutir sem tvinnast saman í þá ákvörðun að koma heim,“ segir Logi. „Mörgum finnst þessi ákvörðun mín furðuleg og ég fæ þúsund spurningar í sms-um. En ég ætla mér að blómstra næsta vetur.“ Logi hefur síðustu ár leikið með Lemgo í Þýskalandi. Hann gerir tveggja ára samning við FH en félagið ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að hann fari aftur út eftir næsta tímabil ef eitthvað spennandi kemur upp. Hann neitaði tilboði frá liði í Dúbaí. „Ég var mjög stutt frá því að stökkva á það, var farinn að sækjast í ævintýra- mennsku. Ég var kominn með leið á þessu hjá Lemgo og vildi prófa eitthvað nýtt,“ segir Logi sem mun vera í treyju númer tíu hjá FH. “Ég er fæddur 10.10. og það er árið 2010. Ég er að skrifa bók sem heitir 10.10.10. Svo spilaði faðir minn númer 10 og ég vil heiðra hann sem leikmann. Þessi tala er bara fullkomin í mínum augum,“ segir Logi. Iceland Express deild karla Undnaúrslit, 4. leikur Njarðvík-Keflavík 83-89 (39-47) Stig Njarðvíkur: Nick Bradford 20 (6 frák., 7 stoðs.), Magnús Þór Gunnarsson 17, Jóhann Árni Ólafsson 11, Friðrik Stefánsson 7 (8 frák.), Egill Jónasson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 7, Páll Kristinsson 7 (7 fráköst), Kristján Sigurðsson 3, Guðmundur Jónsson 2, Hjörtur Einarsson 2. Stig Keflavíkur: Draelon Burns 21, Hörður Axel Vilhjálmsson 20 (5 stoðs.), Uruele Igbavboa 20, Gunnar Einarsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteins son 11 (14 frák.), Sverrir Þór Sverrisson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2. Enska úrvalsdeildin Chelsea-Bolton 1-0 1-0 Nicolas Anelka (43.). STAÐA EFSTU LIÐA Chelsea 34 24 5 5 85-30 77 Man. United 34 23 4 7 77-27 73 Arsenal 33 22 5 6 75-34 71 Man. City 33 17 11 5 69-41 62 Tottenham 32 17 7 8 58-32 58 Liverpool 34 16 8 10 54-33 56 Aston Villa 32 14 12 6 44-32 54 Everton 33 13 11 9 52-44 50 Enska b-deildin Reading-Newcastle 1-2 Gylfi Þór Sigurðsson og Brynjar Björn Gunnarsson spiluðu allan leikinn. ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Chelsea náði fjögurra stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 1-0 heimasigri á Bolton í gær. Leikn- um hafði áður verið frestað þar sem Chelsea var að spila í undan- úrslitum ensku bikarkeppninnar um helgina. Chelsea hafði unnið síðustu fjóra deildarleiki sína og skorað í þeim 17 mörk og það bjuggust því margir við stórsigri en svo fór nú ekki. Chelsea náði þó öllum stig- unum í hús og er komið í lykil- stöðu í baráttu um enska meist- aratitilinn. Nicolas Anelka skoraði eina mark leiksins þegar hann skall- aði inn frábæra fyrirgjöf Didiers Drogba á 43. mínútu. Þetta var fyrsta mark Frakkans síðan 30. janúar. Chelsea-menn voru ljón- heppnir að fá ekki á sig tvö víti í þessum leik en John Terry varði boltann með hendi á marklínu á 62. mínútu leiksins. „Þetta voru tvö greinileg víti. Það er engin smá öxl á John Terry ef þetta hefur farið í öxl- ina á honum,“ sagði Owen Coyle, stjóri Bolton eftir leikinn. -óój Enska úrvalsdeildin í gær: Chelsea náði 4 stiga forskoti MIKILVÆGT MARK Nicolas Anelka fagnar sigurmarki sínu í gærkvöldi. MYND/AFP KÖRFUBOLTI Keflvíkingar eru komn- ir í úrslitaeinvígið um Íslands- meistaratitilinn í sjötta sinn á síð- ustu níu árum eftir sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík, 89- 83 í Ljónagryfjunni í gær. Kefla- vík vann einvígið þar með 3-1 og mætir annaðhvort KR eða Snæfelli í úrslitaeinvíginu. Keflvíkingar voru skrefinu á undan allan leikinn og þrátt fyrir hetjulega baráttu heimamanna þá náðu þeir aldrei að vinna upp slæman kafla í upphafi annars leikhluta þar sem Njarðvíkurlið- ið skoraði ekki í fjórar mínútur og Keflavík komst þrettán stigum yfir með því að skora 11 stig í röð. Njarðvíkingar náðu að minnka muninn niður í tvö stig í loka- leikhlutanum en tókst aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Nick Bradford og Magn- ús Þór Gunnarsson reyndu allt sem þeir gátu í lokin en Kefl- víkingar voru bara of sterk- ir. Draelon Burns inn- siglaði sigurinn með þriggja stiga körfu af Njarðvíkurmerk- inu, langt fyrir utan, þegar 20 sek- úndur voru eftir af leiknum og Hörð- ur Axel Vilhjálms- son kláraði síðan leikinn á vítalín- unni. „Þetta tókst en þetta var erf- itt. Þetta var hörkulið sem við vorum að leggja að velli. Dre kláraði leik- inn með því að hitta þristinum tveimur metrum fyrir utan. Þetta hefði getað farið hvernig sem er. Sem betur fer hitti hann úr þessu skoti,“ sagði Keflvíking- urinn Hörður Axel Vilhjálmsson í við- tali við Guðjón Guð- mundsson, í útsend- ingu Stöð 2 Sport. Hörður Axel var með 20 stig og 5 stoðsendingar og átti frábært ein- vígi bæði í sókn og ekki síst í vörn- inni. „Við erum að toppa á hárréttum tíma. Það er enginn búinn að tala um okkur í allan vetur. Við skilj- um það ekki að enginn sé búinn að tala um okkur í einhverri titlabar- áttu en ég held að við séum að sýna fram á annað núna,“ sagði Hörður. Hörður átti mjög flottan leik alveg eins og Draelon Burns, Gunnar Einarsson og Uruele Igbavboa. Njarðvíkingar grófu sér of djúpa gröf í fyrri hálfleiknum og tókst ekki að komast upp úr henni þrátt fyrir að gefa allt í seinni hálfleik- inn. Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson fóru á kostum í seinni hálfleik þar sem þeir voru með 28 af 37 stigum sínum en það var ekki nóg. Það vóg sennilega þyngst að reynsluboltarnir Friðrik Stef- ánsson og Páll Kristinsson hittu aðeins úr 5 af 18 skotum sínum en flest þeirra voru tekin úr dauða- færi undir körfunni. Rúnar Ingi Erlingsson og Jóhann Árni Ólafs- son áttu hins vegar sinn besta leik í seríunni og liðið hefði verið í allt annarri stöðu fyrir leikinn í gær ef þeir hefðu spilað jafnvel í fyrstu leikjunum. Þegar upp er staðið er það örugglega svekkjandi fyrir Njarðvíkurliðið að horfa upp á fjóra síðustu heimaleiki sína tap- ast á tímabilinu. Það kemst ekk- ert lið langt með slíkan árangur á heimavelli. „Við vorum nálægt en þeir geta þakkað Kananum sínum fyrir þetta stóra skot. Þeir geta þakkað honum og hinum útlendingnum því þeir björguðu þeim,“ sagði Sigurð- ur Ingimundarson, þjálfari Njarð- víkinga í viðtali á Stöð 2 Sport. „Við spiluðum ekki illa en það voru of margir hjá mér sem voru að gera of lítið í sókninni. Það dugði ekki í svona leik. Það vant- aði helvíti lítið upp á hjá okkur og við vorum nálægt þessu. Við byrjuðum bara of seint og töpin í fyrstu tveimur leikjunum voru bara of mikið fyrir okkur,“ sagði Sigurður. Keflavík mætir annaðhvort Íslandsmeisturum KR eða bik- armeisturum Snæfells sem spila algjöran úrslitaleik um sætið í DHL-höllinni annað kvöld. ooj@frettabladid.is Keflvíkingar komnir í lokaúrslitin Njarðvíkingum mistókst að tryggja sér annað líf og eru komnir í sumarfrí eftir 83-89 tap á heimavelli. Njarðvík tapaði fjórum síðustu heimaleikjum sínum. Keflavík mætir KR eða Snæfelli í úrslitaeinvíginu. RISAKARFA Draelon Burns innsiglaði sigur Keflvíkinga í gær. FLOTTUR Í EINVÍGINU Á MÓTI NJARÐVÍK Hörður Axel Vilhjálmsson spilaði mjög vel í gær sem og öllum fjórum leikjunum á móti Njarðvík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LOGI GEIRSSON: KOMINN HEIM ÚR ATVINNUMENNSKUNN OG SPILAR MEÐ UPPELDISFÉLAGINU NÆSTA VETUR Ekki kominn til að fela mig heldur til að blómstra

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.