Fréttablaðið - 14.04.2010, Page 46
30 14. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
BESTI BITINN Í BÆNUM
„Búllan er klárlega besti bitinn
í bænum! Tilboð aldarinnar,
kokteilsósa með frönskunum,
bernaise með borgaranum
og tvær kók til að skola þessu
niður.“
Anna Rakel Róbertsdóttir, grafískur hönn-
uður, fyrirsæta og plötusnúður.
Hópur listamanna setti upp verkið
Nei, Dorrit í Iðnó á mánudagskvöld.
Verkið er byggt á frægu tímaritsviðtali
sem birtist í mars í fyrra. Á
meðal gesta voru leikar-
inn Ólafur Darri, mynd-
listarmennirnir Ragnar
Kjartansson og Halli
Jóns og prófessorinn
Guðmundur Oddur
– oftast kallaður
Goddur. Sigga
á Boston mætti
einnig á svæðið
ásamt sjálfstæð-
iskonunni Áslaugu Friðriksdóttur.
Forsetafrúin Dorrit Moussaieff
mætti ekki á sýninguna.
Gamanleikritið 39 þrep hefur
slegið í gegn hjá Leikfélagi
Akureyrar í vetur. Alls hafa verið
sýndar 45 sýningar og ekkert lát
virðist vera á aðsókn
Leikstjóri sýningar-
innar er leikhússtjór-
inn sjálfur, María
Sigurðardóttir, en
leikarar í sýning-
unni eru Jóhann G.
Jóhannsson, Atli Þór
Albertsson, Björn Ingi
Hilmarsson og Þrúð-
ur Vilhjálmsdóttir.
Nú berast þær fregnir að norðan að
39 þrep verði sett upp í Borgar-
leikhúsinu í maí og ætti margur að
gleðjast yfir því.
Óðum styttist í að sjónvarpsþulur
RÚV hverfi af skjáum landsmanna.
Eva Sólan, ein sú reyndasta í
bransanum, er greinilega farin að
huga að nýjum starfsvettvangi því
hún hefur tekið sæti á lista fram-
sóknarmanna fyrir komandi bæj-
arstjórnarkosningar í Hafnarfirði.
Eva skipar fjórða sæti
listans. Það er þó á
brattann að sækja
fyrir þuluna því
Framsókn náði
ekki manni
inn í síðustu
sveitarstjórn-
arkosning-
um.
- afb, hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
Síðasti þáttur Spaugstofunnar í bili verður á
laugardaginn. Það þarf kannski ekki að koma
neinum á óvart að sá þáttur verði að mestu
leyti helgaður skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis sem kynnt var á blaðamannafundi
á mánudagsmorgun í Iðnó. Pálmi Gestsson,
einn af forkólfum Spaugstofunnar, segir þá
félaga hafa aðeins verið að rýna í skýrsluna
á Netinu og fréttir af henni. „Við erum svona
að velta því fyrir okkur hvernig við tökum á
þessu. Við erum ekki komnir með neinar skýr-
ar línur fyrir þáttinn á laugardaginn, hann er
í vinnslu,“ útskýrir Pálmi og bætir við að þeir
þurfi kannski ekkert að skrifa neitt handrit,
sum ummælanna í skýrslunni geti bara vel
staðið á eigin fótum í Spaugstofunni.
Pálmi segir skýrsluna hafa komið sér á
óvart. „Hún er svo afdráttarlaus og skýr og
staðfesti í raun þá hluti sem alla grunaði en
höfðu ekki hugmynd um að væri fótur fyrir,“
segir Pálmi. „Sárast í þessu öllu er kannski að
ég hélt að ég byggi í vestrænu og óspilltu landi
en vakna upp, á miðjum aldri, í drullupolli.“
Þegar talið berst hins vegar að framtíð
Spaugstofunnar sjálfrar segir Pálmi að þeir
viti ekki betur en að þessi þáttur verði þeirra
síðasti. Páll Magnússon útvarpsstjóri tekur
ekki undir þau orð. Hann segir enga ákvörðun
hafa verið tekna um framhaldið, hún ætti þó
að liggja fyrir í maí. Stöðugar sögusagnir hafa
verið á kreiki um að Spaugstofan hætti eftir
þetta ár en hún hefur verið í loftinu síðasta 21
ár. „Við setjum niður haustdagskrána í maí og
þá kemur þetta allt í ljós,“ segir Páll. - fgg
Kveðja með rannsóknarskýrsluspaugi
SÍÐASTI OG ÞÓ Á laugardaginn fer 381. þáttur Spaug-
stofunnar í loftið. Ekki liggur fyrir hvort það verði
svanasöngur fjórmenninganna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Ég er mjög leiður og sorgmæddur
yfir þessu. Þetta fór algjörlega úr
böndunum,“ segir Már Vilhjálms-
son, skólameistari menntaskólans
við Sund. Hann mætti ásamt nokkr-
um kennurum skólans á skólalóð
Verslunarskóla Íslands í gærmorg-
un til að moka upp skít sem nokkrir
nemendur MS höfðu dreift við inn-
gang Versló en skólarnir mætast í
úrslitum ræðukeppninnar Morfís
á föstudaginn í stóra sal Háskóla-
bíós. Már segir rannsókn málsins
í fullum gangi innanhúss og hann
búist við því að niðurstaða í því
verði klár í dag.
Finnur Ágúst Ingimundarson,
formaður Málfundarfélagsins í
Versló, hvatti nemendur í skólan-
um til að sýna stillingu og grípa
ekki til hefndaraðgerða. „Nei,
skömmin er þeirra. Við fengum
að hjálpa til við að skila skítnum
aftur og dreifa honum á túnin, með
góðfúslegu leyfi skólameistarans,“
segir Finnur.
Hefð hefur myndast fyrir því
að skólar sem mætast í úrslitum
Morfís reyni að gera andstæð-
ingum sínum lífið leitt í úrslita-
vikunni með léttum hrekkjum en
Már segir hins vegar að þarna hafi
menn farið rækilega yfir strikið.
„Menn hafa látið spennuna hlaupa
með sig í gönur. Auðvitað er mikill
taugatitringur vegna úrslitanna en
þetta var ósmekklegt og leiðinlegt
fyrir okkur og ekki síst leiðinlegt
fyrir Versló,“ segir Már sem mok-
aði skítinn upp með skóflur og hjól-
börur einar að vopni því ekki gafst
tími til að finna aðra menn í djobb-
ið. „Ég er heldur ekkert of góður til
að moka skít og maður ber ábyrgð
á sínum nemendum. Mér þótti hins
vegar vænst um að ný stjórn nem-
endafélagsins okkar mætti líka
og hjálpaði okkur, henni var ekki
skemmt yfir þessu.“
Skólameistarinn bætir því við að
nú sé rétti tíminn til að bera á og
að skíturinn sem var við inngang
Versló hafi verið nýttur til góðs.
„Við notuðum hann til að bera á
hjá okkur, það var alger óþarfi að
henda honum,“ útskýrir Már og
tekur fram að hann sé í góðu sam-
bandi við yfirstjórn Verslunarskól-
ans og hrósar henni fyrir bæði
þolinmæði og skilning. „Það gætu
verið skemmdir í anddyrinu en við
munum bara bæta það.“
freyrgigja@frettabladid.is
FINNUR ÁGÚST INGIMUNDARSON: VERSLINGAR SÝNI STILLINGU
Skólameistari MS fjarlægði
skít af lóð Verzlunarskólans
TONN AF SKÍT Már Vilhjálmsson, skólameistari MS, mætti sjálfur með skóflu og mokaði upp skítinn sem nemendur hans höfðu
sturtað við inngang skólans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Hæfasti maðurinn sem tekinn var
í viðtal var ráðinn,“ segir Anna
Hildur Hildibrandsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Útflutningsskrif-
stofu íslenskrar tónlistar, Útón.
Greint var frá því í gær að Grímur
Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð,
hefði verið ráðinn framkvæmda-
stjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland
Airwaves en Útón tók nýverið við
rekstri hátíðarinnar. Alls sóttu 18
manns um starfið og voru nokkr-
ir af þeim boðaðir í viðtöl í gær og
fyrradag. Anna Hildur vill ekki
upplýsa hverjir sóttu um starfið,
né heldur hversu margir voru boð-
aðir í viðtal.
„Ástæðan fyrir því að Grím-
ur er ráðinn er sú að hann hefur
mikla reynslu af tónleikahaldi,
hann hefur séð um tónleikahátíð-
ir og hefur líka reynslu af rekstri
og starfsmannahaldi,“ segir Anna
Hildur.
Grímur Atlason hættir sem
sveitarstjóri í Dalabyggð eftir
kosningar í vor og var á fundi í
sveitinni þegar Fréttablaðið náði í
hann. „Það er búið að byggja upp
alveg feikilega öfluga hátíð sem
allir þekkja,“ segir Grímur. „Ég er
með ákveðnar áherslur í tónleika-
haldi sem þeir sem mig þekkja vita
hvernig eru. Mér finnst tækifærin
vannýtt.“
Grímur hefur sótt tónleikahátíðir
stíft síðustu ár og segir að ýmislegt
megi læra af þeim. Samstarf milli
hátíða sé til dæmis mikilvægt til
að koma hljómsveitum á framfæri
og hann segist vilja auka mögu-
leika íslensku hljómsveitanna á
því að vera bókaðar erlendis í kjöl-
far hátíðarinnar. „Senan á Íslandi
er svo lífleg og öflug,“ segir Grím-
ur. „Þess vegna er Airwaves og það
er það sem ég vil halda áfram að
byggja og styrkja.“ - hdm, afb
Grímur tekur við Airwaves
GRÍMUR ATLASON Flytur í bæinn og
tekur við starfi framkvæmdastjóra Ice-
land Airwaves.
LÁRÉTT
2. teikning af ferli, 6. ógrynni, 8.
fiskur, 9. flan, 11. kusk, 12. spergill,
14. bóla, 16. samtök, 17. tæki, 18.
þangað til, 20. ullarflóki, 21. köttur.
LÓÐRÉTT
1. áræða, 3. slá, 4. heilmikill, 5. skor-
dýr, 7. fuglategund, 10. forsögn, 13.
sigað, 15. vingjarnleiki, 16. í viðbót,
19. vörumerki.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. graf, 6. of, 8. áll, 9. ras, 11.
ló, 12. aspas, 14. hátta, 16. aa, 17. tól,
18. uns, 20. rú, 21. kisi.
LÓÐRÉTT: 1. þora, 3. rá, 4. allstór,
5. fló, 7. fashani, 10. spá, 13. att, 15.
alúð, 16. auk, 19. ss.