Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ELDGOS „Íbúar eru beðnir að rýma strax upp í hlíðar og á örugg svæði.“ Þannig hljóðaði tilkynning Almannavarna klukk- an 18.54 í gær. Þá hafði frést af miklu hlaupi á leið niður Markarfljót og gripið var til skyndirýmingar. Rúmlega 700 íbúar sveitanna undir jöklinum yfirgáfu heimili sín í skyndi. „Við vorum við fjárhúsið að gefa þegar við heyrðum drunur eins og það væri þota að lenda fyrir utan,“ segir Anna Runólfs- dóttir, bóndi í Fljótsdal, innsta bænum í Fljótshlíð. Hún var innilokuð á bænum vegna hlaupsins, en sagðist ekki óttast um öryggi sitt eða fjölskyldu sinnar. „Við hlupum bara upp í fjall og hringd- um í Neyðarlínuna og sögðum þeim að fara að græja sig,“ segir Anna. Hún segist hafa séð upp á Gígjökul, þar sem hlaupið átti upptök sín. Jökullinn hafi verið svart- ur af drullu, sem þýði að hlaupið hafi komið yfir jökulinn, ekki meðfram honum eins og áður. Runólfur Ólafsson, hjá almannavarna- deild Ríkislögreglustjóra, sagði fyrstu upplýsingar frá sjónarvottum, bæði á jörðu niðri og úr flugvél Landhelgisgæsl- unnar, hafa bent til þess að hlaupið væri stærra en fyrsta hlaupið á miðvikudag. Í ljós hafi komið að það hafi verið mun minna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir hlaupið í upphafi hafa verið mun kröftugra en það fyrra. „Þetta hlaup kom með miklum látum niður jökulinn, þetta var miklu meira en fyrsta hlaupið á miðvikudaginn.“ Magnús var í flugvél Landhelgisgæsl- unnar þegar gosið braust fram. Hann segir að þó hlaupið hafi verið meira um sig við jökulinn hafi dreifst úr því þegar það kom í Markarfljót og mikið hafi dreg- ið úr kraftinum. Ekki var mikinn asa að sjá á þeim sem leituðu skjóls á Hvolsvelli, enda heima- menn orðnir nokkuð vanir; búnir að rýma heimili sín í þrígang. Þeir nutu góðs viður- gjörnings í Hvolsskóla og héldu flestir sáttir heim þegar rýmingu var aflétt. Þó var henni viðhaldið á tuttugu bæjum. Ásgeir Árnason, bóndi í Stóru-Mörk III, fylgdist með þegar flóðið rann undir gömlu Markarfljótsbrúna án þess að rjúfa varnargarða. „Það hlykkjaðist fram eins og ormur,“ sagði Ásgeir. Flóðið sagði hann minna en það í fyrrakvöld en meiri krapi væri í því og það hefði hegðað sér öðruvísi. Búast má við fleiri hlaupum úr Gígjökli næstu daga. Þá hafa aðrar eldstöðvar gert vart við sig. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir jarðskjálfta hafa orðið í Grímsvötnum og smáskjálfta í Upp- typpingum. Þá megi ekki gleyma Heklu, sem sé virkasta eldstöð Íslands. - kóp / sjá síður 4 til 19 16. apríl 2010 — 88. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 SÁLUMESSA MOZARTS verður flutt í Langholtskirkju í kvöld klukkan 20. Vox academica syngur og hljómsveitin Jón Leifs Camerata, spilar undir stjórn Hákonar Leifssonar. Einsöngvarar eru Þóra Einarsdóttir, Ingunn Ósk Sturludóttir, Gissur Páll Gissurarson og Kristinn Sigmundsson. Ásthildur Sturludóttir, verkefn-isstjóri aldarafmælis Háskóla Íslands og matarpenni á Pressunni, hefur óbilandi mataráhuga. „Ég á gott safn matreiðslubóka og les þær spjaldanna á milli. Matargerð er samt langt frá því að vera g ivísindi h ingarveislu ef ég þarf á hnallþóru að halda.“ Ásthildur er ættuð úr Stykkis-hólmi og þótti rakið að gefa upp-skrift frá heimaslóðum sínum„Fyrrverandi á krydda sósuna með grænmeti en það má líka nota saffran, sinnep eða annað sem hugurinn girnist.“Ásthildur segir blá k lil ð Stykkishólmsbláskel í bjór Frá Stykkishólmi, heimabæ Ásthildar Sturludóttur, kemur bláskel og bjór sem hún matreiðir á belgíska vísu. Bláskelina segir hún tilvalinn veislumat sem gaman sé að borða í góðra vina hópi. Ásthildur féll fyrir bláskel með aioli og frönskum í Brussel fyrir tíu árum. Uppskriftin að réttinum er á síðu 3. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN framlengt til 11. apríl 4ra rétta seðill frá 4.990 kr. Tilvalið fyrirárshátíðina! KRYDDLEGIN KLAUSTURSBLEIKJA með rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósuRJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPAmeð Madeira og grilluðum humarhölum FISKUR DAGSINSferskasti hverju sinni, útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar (4.990 kr.)BEIKONVAFINN OG FYLLTUR FASANImeð polentu og kóngasveppasósu (5.590 kr.) RIB EYEmeð kartöfluturni, Bearnaisesósu og steinseljurótarmauki (6.590 kr.) NAUTALUNDmeð grænmetismósaík og blönduðum skóg 1 2 3 VELDU MILLI FJÖGURRA AÐALRÉTTA Góð tækifærisgjöf! endar mánudaginn 19. apríl FYLGIRIT FRÉTTABLAÐS- föstudagur 16. apríl 2010 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Föstudagur Allt FÖSTUDAGUR skoðun 20 „Meistarinn er í essinu sínu“ Hrafn Jökulsson / Viðskiptablaðið hefur þú lesið svörtuloft? Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 IFÖ Next Sturtuklefi GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ Verð frá 99.900,- H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 6 0 8 Uppskriftin að föstudags- pizzunni er á gottimatinn.is ELDGOS Öskuna frá gosinu í Eyja- fjallajökli lagði yfir norðurhluta Evrópu í gær og olli hún því að milljónir flugfarþega komust ekki á loft. Þetta eru mestu tafir á flug- umferð síðan í kjölfar hryðjuverka- árásanna á World Trade Center í New York 11. september 2001. Flugsamgöngur lágu niðri í Bret- landi, Írlandi, Belgíu, Hollandi Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Finnar lokuðu öllum flugvöllum nema í Helsinki. Frakkar lokuðu flugvöllum í norðurhluta landsins í gærkvöldi og sömuleiðis var tekið að loka flugvöllum í Þýskalandi, Póllandi og Rússlandi. Verst var ástandið í Bretlandi, en þetta er mesta röskun á flug- umferð á friðartímum þar í landi. Lokunin þar hafði áhrif á 800 þús- und flugfarþega. - kóp / sjá síðu 4 Milljónir flugfarþega um allan heim strandaglópar vegna ösku frá eldgosinu: Mestu tafir frá árásinni á New York EÐJAN VELLUR YFIR VEGINN Seigfljótandi jökulvatnið, blandað klakahröngli og aur, vall niður úr Gígjökli. Hlaupið var stærra í upphafi en hlaupið á miðvikudaginn, en dreifði sér og hafði sljákkað í því þegar það kom niður að Markarfljótsbrúnni á hringveginum. Sjónarvottur sagði það vella áfram á 10 kílómetra hraða. Ljósmyndari Fréttablaðsins fangaði stundina þegar hlaupið færði veginn inn að Fljótsdal í kaf. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 18.49 19.00 „Hlykkjaðist fram eins og ormur“ Skyndirýming var á flóðasvæði Markarfljóts undir kvöldmat í gær. Fólk var hvatt til að hlaupa upp í hlíðar til að forðast hlaupið. Búist var við stærra hlaupi en á miðvikudag en raunin varð önnur. Rýmingu var aflétt að hluta til á tíunda tímanum í gærkvöldi. LÉTT YFIR FÓLKI Íbúar tóku umstanginu hæfilega alvarlega enda þaulvant fólk á ferð í þriðju rýmingu á skömmum tíma. MYND/EGILL BJARNASON Við hlupum bara upp í fjall og hringdum í Neyðarlínuna og sögðum þeim að fara að græja sig. ANNA RUNÓLFSDÓTTIR BÓNDI Í FLJÓTSDAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.